Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 88
Múlaþing
voru gildir bændur þar í nágrenninu; þeir
ísleifur Finnbogason á Geirólfsstöðum og
Jón Stefánsson í Litla-Sandfelli, og þess er
getið að skilmálar (milli hjónanna) séu eftir
lögum. í Ættum er getið sex barna þeirra
Snjólfs og Ásdísar, en ég hefi þó fundið alls
þrettán, og vitnar það um ungbarnadauðann
hjá þjóðinni á fyrri tíð, og geta má þess að
barnaveikin var skæð og bitnaði á öllum,
óháð efnahag, ef einhver skyldi halda ann-
að.
Þau sem til aldurs komust voru:
1. Rustikus f. 9. ágúst 1819, hann átti
Guðríði Jónsdóttur frá Sleðbrjótsseli,
drukknaði þar í brunni 1876 að sögn, þau
áttu son sem ekki kom ætt af.
2. Rut f. 18. janúar 1822, hún var
vinnukona í Flögu 1845, átti Eirík Guð-
mundsson (12775). Þau áttu þrjár dætur
sem ætt kom frá. Þau bjuggu lítið, segir í
Ættum, en þau eru þó við bú í Dalaseli í
Útmannasveit um 1872.
3. Guðlaug f. 15. maí 1823. Hún er ekki
nefnd í Ættum, en var tökustúlka á Þor-
valdsstöðum í Skriðdal 1835, vinnukona á
Þorvaldsstöðum í Breiðdal 1845. Hún átti
Guðmund Guðmundsson, sem var laun-
sonur Guðmundar Sigmundssonar í Geitdal
og Þuríðar Björnsdóttur úr Loðmundarfirði
(2308-10685), og árið 1860 búa þau Guð-
laug með tvö börn sín í hjáleigu frá Beru-
firði sem nefnd er Ámahús. Ekki eru bömin
nefnd í Ættum.
4. Eyjólfur f. 6. desember 1824. Árið
1860 býr hann á Gíslastöðum í Vallanes-
sókn ásamt Rannveigu Olafsdóttur og er
hún talin kona hans, en í Ættum segir að
hann hafi drukknað í Lagarfljóti, ókvæntur
og barnlaus, svo liann hefur drukknað
skömmu síðar. Rannveig var fædd í Hólma-
sókn um 1830.
5. Ólöf f. 24. maí 1827, var vinnukona á
Mýrum 1845, í Hnefilsdal 1855, í Sauðhaga
1860. Hún lést 4. júlí 1879 á Arnaldsstöðum,
56 ára að aldri, ógift að ég held.
6. Halli f. 11. október 1828. Hann bjó á
Sturluflöt, átti Maríu Þorsteinsdóttur (12716)
og eru í Ættum taldar tvær dætur þeirra.
7. Ingibjörg f. 9. maí 1830. Hún kom
ung til Jökuldals þar sem hún giftist og átti
böm, og um hana fjallar þessi þáttur.
Fram að þessum tíma bjuggu foreldr-
arnir á Vaði og föðuramman Guðlaug
Snjólfsdóttir, sem ættuð var úr Homafirði
eins og áður segir, var jafnan guðmóðir
barnanna meðan hún lifði, en hún lést í
byrjun árs 1829, hinn 15. janúar.
8. Einar f. 21. september 1836, foreldr-
arnir hafa þá hrakist til ljarða, búa á Stuðl-
um í Reyðarfirði þá um stundir. Hann var
fósturbarn á Hallbjarnarstöðum 1845, kom
frá Krossi í Fellum að Hnefilsdal 1853, fór
þaðan 1855 að Egilsseli. Hann kom frá
Meðalnesi að Skeggjastöðum á Jökuldal
1857, en fór síðan að Rangá í Tungu. Hann
bjó með bústýru á Rangá 1860, og í byrjun
vetrar það ár gekk hann að eiga Katrínu
Þorsteinsdóttur sem fædd var í Þórodds-
staðasókn 33 árum fyrr. Þau áttu tvö böm,
Sigríði f. um 1858 og Elínu f. 1859. Hann
drukknaði í Lagarfljóti 9. júlí 1861.1 Ættum
segir að hann ætti eina dóttur Elínu að
nafni, svo líklega hefur Sigríður dáið í
bernsku. Elín átti barn með Jóhanni Frí-
manni Jónssyni tóvélastjóra á Ormarsstöð-
um, hét Einar Sveinn síðast kennari á Norð-
firði.
Börnin sem dóu í bernsku voru:
1. Eyjólfur f. 13. ágúst 1820; hann varð
rúmlega ársgamall, dó 15. sept 1821.
2. Sigríður f. 11. janúar 1826, hún varð
rúmlega tveggja ára; dó 20. mars 1828.
86