Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 90
Múlaþing þau aðeins tvö ár og þar fæddist Einar sonur þeirra 1836, eins og áður er fram komið. Þau fóru aftur til Skriðdals vorið 1837, og síðan áfram að Ormarsstöðum í Fellum með yngstu bömin, en þar bjó þá systir Asdísar, Þóra. Árið 1839 voru þau á Hallormsstað, og þar fæddist Sigbjörn sonur þeirra það sama vor, en hann lifði aðeins 22 daga, lést úr barnaveiki eins og áður er fram komið. Þau voru í Flögu í Skriðdal í byrjun árs 1842, og þar fæddist dóttir þeirra Sigríður, sem lifði rúman mánuð, eins og fyrr er fram komið. Þessi þvælingur á fjölskyldunni er reyndar lýsandi dæmi um þá niðurlægingu sem fátækt jarðnæðislaust fólk hlaut að þola á þessum tíma sem og lengi síðan, með tilheyrandi allsleysi og barnadauða. Þegar hér var komið voru börn þeirra sem lifðu, að undanskildum Einari sem fæddur var á Stuðlum 1836, vaxin úr grasi ef svo mætti segja, þó tvö þeirra væru rétt á fermingar- aldri, því alsiða var á þessum tíma og lengi síðan að böm urðu að sjá fyrir sér sjálf að kalla, að lokinni fermingu, og væri um að ræða börn fátækra foreldra urðu þau jafnvel að vinna fyrir sér sjálf strax þegar þau höfðu burði til, en jafnframt stóð sveitin með opin „náðarfaðminn," en þess skal get- ið að börnin voru boðin upp á hreppsfund- um, þ.e. þau voru á undirboði, og sá fékk þau sem taka vildi fyrir lægsta meðgjöf. Nærri má geta um atlætið sem þau þurftu stundum að una við, og eru til af því ýmsar harmsögur. Líkja má þessu við verktaka- starfsemi okkar tíma, þar sem sá fær verkið sem býðst til að vinna það fyrir lægsta borg- un, og er oft á tíðum spurning hvernig það er af hendi leyst, en munurinn er hins vegar að nú bitnar það ekki á börnum, heldur ein- hverjum öðrum. Þegar hér er komið hefur Snjólfur gerst vinnumaður á Haugum, en Ásdís var áfram um sinn vinnukona hjá Sigmundi Ásmunds- syni og konu hans Ragnhildi Sigmunds- dóttur, (4120-2324) í Flögu. Samkvæmt því sem fram kemur í þjóð- sögum Sigfúsar, var það um vetur (1843)?, að Ásdís bryddar upp á því við húsbændur sína í Flögu, að sig langi til að huga að syni sínum Birni sem þá var kominn til Eyjólfs föður síns að Skriðu í Breiðdal. Tíðarfar hafði verið hagstætt, máske snjólítið, en þrátt fyrir það leist Sigmundi í Flögu, sem talinn var skyggn, ekki sem best á að hún færi ein yfir Breiðdalsheiði, og var uggur í honum, og sagði að hún yrði að fá sér fylgd yfir heiðina. Ásdís taldi að Snjólfur maður- inn sinn, sem þá var á Haugum eins og áður segir, mundi ganga með sér yfir heiðina, og varð úr að hann fylgdi henni. Er tíminn leið án þess að Snjólfur kæmi til baka, var hafin leit að honum, og fannst hann ekki fyrr en efitir ítrekaða leit, á fomum götuslóðum sem lágu um fjall (Pálshraun) og niður að Vatns- skógum. í þjóðsögunni er fráfall hans ein- hverra hluta vegna gert tortryggilegt, en eftir frásögninni virðist raunar mega álíta að hann hafi einfaldlega orðið bráðkvaddur, og mun ég ekki fjalla nánar um það. Hann mun hafa verið kominn nokkuð á sextugs- aldur (f. um 1790)?, en í prestsþjónustubók Þingmúla er dauða hans ekki getið, hvernig sem á því stendur. Eftir dauða Snjólfs er Ásdís vinnukona á Haugum, í apríl 1844 sögð ekkja, en árið eftir fór hún norður yfir heiði í Skeggjastaði á Jökuldal hvar hún var vinnukona næstu tvö ár, en fór síðan til baka að Geitagerði hvar hún var önnur tvö ár. Stundum mun hún hafa átt athvarf hjá frændfólki sínu sem víða var um héraðið. Dvalarstaðir hennar næstu ár voru Geirólfsstaðir; Mýrar; Val- þjófsstaður; Amhildsstaðir (svo stafsett á þessum árum); Eyjólfsstaðir á Völlum, þá kölluð léttakerling, Sturluflötur, Eyjólfs- 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.