Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 90
Múlaþing
þau aðeins tvö ár og þar fæddist Einar sonur
þeirra 1836, eins og áður er fram komið.
Þau fóru aftur til Skriðdals vorið 1837, og
síðan áfram að Ormarsstöðum í Fellum með
yngstu bömin, en þar bjó þá systir Asdísar,
Þóra. Árið 1839 voru þau á Hallormsstað,
og þar fæddist Sigbjörn sonur þeirra það
sama vor, en hann lifði aðeins 22 daga, lést
úr barnaveiki eins og áður er fram komið.
Þau voru í Flögu í Skriðdal í byrjun árs
1842, og þar fæddist dóttir þeirra Sigríður,
sem lifði rúman mánuð, eins og fyrr er fram
komið.
Þessi þvælingur á fjölskyldunni er
reyndar lýsandi dæmi um þá niðurlægingu
sem fátækt jarðnæðislaust fólk hlaut að þola
á þessum tíma sem og lengi síðan, með
tilheyrandi allsleysi og barnadauða. Þegar
hér var komið voru börn þeirra sem lifðu,
að undanskildum Einari sem fæddur var á
Stuðlum 1836, vaxin úr grasi ef svo mætti
segja, þó tvö þeirra væru rétt á fermingar-
aldri, því alsiða var á þessum tíma og lengi
síðan að böm urðu að sjá fyrir sér sjálf að
kalla, að lokinni fermingu, og væri um að
ræða börn fátækra foreldra urðu þau jafnvel
að vinna fyrir sér sjálf strax þegar þau
höfðu burði til, en jafnframt stóð sveitin
með opin „náðarfaðminn," en þess skal get-
ið að börnin voru boðin upp á hreppsfund-
um, þ.e. þau voru á undirboði, og sá fékk
þau sem taka vildi fyrir lægsta meðgjöf.
Nærri má geta um atlætið sem þau þurftu
stundum að una við, og eru til af því ýmsar
harmsögur. Líkja má þessu við verktaka-
starfsemi okkar tíma, þar sem sá fær verkið
sem býðst til að vinna það fyrir lægsta borg-
un, og er oft á tíðum spurning hvernig það
er af hendi leyst, en munurinn er hins vegar
að nú bitnar það ekki á börnum, heldur ein-
hverjum öðrum.
Þegar hér er komið hefur Snjólfur gerst
vinnumaður á Haugum, en Ásdís var áfram
um sinn vinnukona hjá Sigmundi Ásmunds-
syni og konu hans Ragnhildi Sigmunds-
dóttur, (4120-2324) í Flögu.
Samkvæmt því sem fram kemur í þjóð-
sögum Sigfúsar, var það um vetur (1843)?,
að Ásdís bryddar upp á því við húsbændur
sína í Flögu, að sig langi til að huga að syni
sínum Birni sem þá var kominn til Eyjólfs
föður síns að Skriðu í Breiðdal. Tíðarfar
hafði verið hagstætt, máske snjólítið, en
þrátt fyrir það leist Sigmundi í Flögu, sem
talinn var skyggn, ekki sem best á að hún
færi ein yfir Breiðdalsheiði, og var uggur í
honum, og sagði að hún yrði að fá sér fylgd
yfir heiðina. Ásdís taldi að Snjólfur maður-
inn sinn, sem þá var á Haugum eins og áður
segir, mundi ganga með sér yfir heiðina, og
varð úr að hann fylgdi henni. Er tíminn leið
án þess að Snjólfur kæmi til baka, var hafin
leit að honum, og fannst hann ekki fyrr en
efitir ítrekaða leit, á fomum götuslóðum sem
lágu um fjall (Pálshraun) og niður að Vatns-
skógum. í þjóðsögunni er fráfall hans ein-
hverra hluta vegna gert tortryggilegt, en
eftir frásögninni virðist raunar mega álíta að
hann hafi einfaldlega orðið bráðkvaddur, og
mun ég ekki fjalla nánar um það. Hann
mun hafa verið kominn nokkuð á sextugs-
aldur (f. um 1790)?, en í prestsþjónustubók
Þingmúla er dauða hans ekki getið, hvernig
sem á því stendur.
Eftir dauða Snjólfs er Ásdís vinnukona
á Haugum, í apríl 1844 sögð ekkja, en árið
eftir fór hún norður yfir heiði í Skeggjastaði
á Jökuldal hvar hún var vinnukona næstu
tvö ár, en fór síðan til baka að Geitagerði
hvar hún var önnur tvö ár. Stundum mun
hún hafa átt athvarf hjá frændfólki sínu sem
víða var um héraðið. Dvalarstaðir hennar
næstu ár voru Geirólfsstaðir; Mýrar; Val-
þjófsstaður; Amhildsstaðir (svo stafsett á
þessum árum); Eyjólfsstaðir á Völlum, þá
kölluð léttakerling, Sturluflötur, Eyjólfs-
88