Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 92
Múlaþing lega hafa verið vinnumenn sem gátu haft þann háttinn á. Frá Jökuldalsfólki Vorið 1847 fór Ingibjörg vinnukona að Amórsstöðum á Jökuldal og áriðl 850 er hún á Skeggjastöðum, og 1855 í Hofteigi. Enn- fremur má geta þess að á þessum ámm komu að minnsta kosti tvö af systkinum hennar, þau Einar og Olöf, til vistar á Jökuldal (Hnefilsdalur-Hofteigur) en voru þó aðeins fá ár. Þá henti það Ingibjörgu að eiga bam, og er bamið fætt hinn 16. júlí 1857, og faðir þess er sagður Jón Pétursson frá Hákonar- stöðum, sem vinnumaður var á Gauksstöð- um um þær mundir. Bamið hlaut nafnið Júlíana - Jónsdóttir þó hvíslað væri í öllum skotum að hún ætti raunar að föður sjálfan prestinn í Hofteigi, Þorgrím Amórsson, og er til af því saga sem hljóðar á þá leið, að eitt sinn í góðri veislu þar á staðnum, en löngum hafa Jökuldælir verið gefnir fyrir að létta af sér oki hversdagsins og gleðjast saman af ýmsu tilefni, (og man höfundur eftir gleð- skap af svipuðum toga, þá er hann var í bemsku í Dalnum) hafi veislugestir stigið í vænginn við vinnukonur, og af því þær hafa máske verið misjafnlega eftirsóttar eins og gengur, ellegar í minnihluta, hafí fleiri en einn gestur komið í hlut hverrar. Svo var það þegar Ingibjörg var sýnilega farin að þykkna undir belti er sagt að prestsffúin hafi leitað frétta hjá henni hver mundi nú eiga þungann, varð hún niðurlút en minntist á veisluna góðu, og eftir nánari eftirgrenslan sagði hún eitthvað á þá leið að um fleiri en einn gæti verið að gera. Prestfrúin, sem var gæða- manneskja, spurði þá hver hefði verið fyrstur, og varð Ingibjörgu þá stirt um svör, og sagðist ekki þora að segja það, en þegar hún gekk á hana stundi hún upp að það hefði raunar verið maðurinn hennar. Engin sýnileg læti urðu út af þessu, og Júlíana litla ólst upp á Jökuldal, meðal ann- ars á vegum Jóns föður síns, og í Hofteigi hjá séra Þorgrími. Sagt er að er hún var einhverju sinni í eldhúsi með prestfrúnni, hafí maddaman, en svo voru þær kallaðar prestfrúrnar, sagt af einhverju tilefni: Heyrðu, Júlíana mín Jónsdóttir, eða hvers dóttir þú ert.... Júlíana Jónsdóttir átti Ólaf Þorsteinsson frá Engilæk, segir í Ættum (2401-3887), og er aðeins getið einnar dóttur þeirra sem Rannveig hét (2402) og fór norður og giftist og bjó á Hvammstanga, Siglufirði og síðast í Reykjavík. Eru börn Rannveigar nafn- greind í Ættum, en ekki gerð nánari grein fyrir þeim, og hvorki er staður né stund til að gera það hér í þessum þætti. Árið 1858 er Ingibjörg enn á ný komin út í Hlíð til frændfólks, og er vinnukona að Surtsstöðum, og um haustið, hinn 19. sept- ember, átti hún barn sem skírt var Finnur. Bamið dó á jóladag sama ár á Surtstöðum, en ekki er dánarorsök tíunduð. Faðir bams- ins, Finnbogi, sagður ógiftur vinnumaður í Hofteigi, mun vera sá sem kom vorið 1854 frá Álftagerði í Mývatnssveit að Skeggja- stöðum, sagður ógiftur þá, 40 ára, fæddur í Grenjaðarstaðasókn nyrðra. Það er svo önnur saga að hinn 14. ágúst 1859 gekk hann að eiga Þorgerði Sigurðardóttur sem var 12 árum yngri en hann, fædd í Hrafna- gilssókn nyrðra. Þá voru þau bæði í vinnu- mennsku á Eiríksstöðum. Kjartan Jónsson hét maður sem var vinnumaður í Hnefilsdal um þessar mundir. Hann var fæddur á Eldleysu í Mjóafirði 8. maí 1830, yngstur sex systkina, og voru foreldrar hans þau Jón Jónsson og Sigríður Eiríksdóttir (13314-13674) búandi hjón á Eldleysu. Óvíst er um fæðingarár Jóns þessa, sýnist þó stundum vera fæddur um 1796-8, máske í Fáskrúðsfirði eða Stöðvar- firði, en foreldrar hans, Jón Jónsson og 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.