Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 94
Múlaþing
bandi í um það bil níu ár, uns Kjartan lést
um 1869, og böm í hjónabandinu urðu fjög-
ur, en tvö létust á barnsaldri. A þeim tíma
höfðu þau aldrei fast jarðnæði, heldur urðu
að hrekjast milli bæja í vinnumennsku og
niðursetu eftir atvikum, þ.e. ef bændur
töldu sig ekki vanta vinnufólk, en þó er
Kjartan eitt sinn nefndur bóndi er þau voru
í Hjarðarhaga, og þar fæddist sonur þeirra,
Gunnar Stefán, hinn 16. júní 1861. Næsta
barn þeirra, Sigríður, fædd á Arnórsstöðum
19. júní 1863, dó 25. október 1865 á Gauks-
stöðum, þá Kjartan Guðmundur, fæddur 17.
september 1864. Þá voru foreldrar hans sitt
á hvorum bæ, hann sagður áður bóndi, en
nú niðurseta í Hjarðarhaga, en hún kölluð
niðurseta á Aðalbóli. Síðasta bam þeirra,
Guðrún Guðlaug, var fædd 21. apríl 1866,
og voru foreldrarnir þá enn aðskilin í niður-
setu. Síðustu tvö árin þeirra saman voru í
Hjarðarhaga og Hnefilsdal, hvar þau höfðu
yngsta barnið, Guðrúnu Guðlaugu, hjá sér,
en hún lést hjá þeim í Hnefilsdal 23. apríl
1869, þá nýorðin þriggja ára. Þá er sonur
þeirra Gunnar Stefán ómagi á Hauksstöð-
um, en Kjartan Guðmundur er niðurseta á
Gili og síðan á Hvanná.
Bjarni Rustikusson hét bóndi á Víði-
hólum í Jökuldalsheiði um þessar mundir,
ættaður úr Vopnafirði, og verð ég að geta
hans nokkuð hér þó ég hafi áður í þætti um
Rósu Jósepsdóttur fjallað nokkuð um hann.
Kona hans var Ambjörg Einarsdóttir, þing-
eysk, hálfsystir Einars í Nesi í Höfðahverfi
Asmundssonar. Þau hjón höfðu komið í
Víðihóla vorið 1864 með son sinn Hárek að
nafni, en önnur börn þeirra höfðu dáið í
bemsku. Hárekur fór í vinnumennsku strax
þegar hann hafði aldur til eins og siður var
ungra manna. Hann var vinnumaður í
Möðrudal áriðl 869 er á haustnóttum skall
yfir aftaka norðanbylur og fóru þá fjórir
vinnumenn út að reyna að bjarga fé í hús
undan veðrinu. Tveir þeirra, Hárekur
Bjarnason sem þá var 22 ára og Jens
Andrésson, aðeins 16 ára unglingur, urðu
þá úti, en þriðja manninn kól til skemmda,
en hinn fjórði slapp við kal (Sjá Grímu,
tímarit fyrir íslensk þjóðleg fræði, 16. hefti
bls. 30-36).
Þennan vetur var Ingibjörg Snjólfsdóttir
vinnukona í Víðihólum, og þá er Kjartan
líklega dáinn, en um það þegir kirkjubókin.
Hún er sögð ekkja voriðl870 er hún fór enn
á ný út í Hlíð, að Sleðbrjót til skyldmenna,
og veturinn næsta, hinn 23. janúar 1871 átti
hún barn sem skírt var Hárekur, og lýsti
föður að honum Bjarna Rustikusson í Víði-
hólum, og var það sagt fyrsta hórbrot hans,
en þriðja lausaleiksbrot hennar. Hefur hún
viljað láta drenginn heita í höfuð sonar
þeirra Víðihólahjóna sem úti varð 1869.
Þau mæðgin fóru um vorið til Jökuldals, og
Hárekur varð eftir hjá föður sínum í
Víðihólum, en Ingibjörg fór vinnukona að
Grund, hvar hún var næstu tvö árin. Am-
björg húsfreyja lést hinn 13. desember
1873, 56 ára, en ekki er getið um dánar-
orsök. Hvort Ingibjörg Snjólfsdóttir hefur
þá komið í Víðihóla og hugað að syni
sínum, eða verið þar annað slagið, getur
verið, en um það skortir upplýsingar.
Sumarið áður hafði komið til bús með þeim
Víðihólahjónum sonur Bjama fyrir hjóna-
band, að nafni Ambjöm, og kona hans
Sigurbjörg Jónsdóttir frá Hamri í Vopna-
fírði, en hún var afkomandi Jóns Bjöms-
sonar sem kallaður var almáttugi. Þau
Arnbjöm voru þá nýlega gift, og má vera að
eftir fráfall Arnbjargar húsfreyju hafí
Sigurbjörg annast öll búverk og Ingibjörg
ekki komið þar nærri.
Ingibjörg fór vinnukona að Bruna-
hvammi vorið 1874. A páskum árið eftir,
þ.e. 29. mars 1875, spúði Askja mikilli gos-
ösku yfír Efra-Jökuldalinn og Heiðina, sem
92