Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 96

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 96
Múlaþing Frímann Jónsson). Við húsvitjun 31. des- ember það ár er Sigurjón þessi tökubarn á Skjöldólfsstöðum, svo sýnilegt er að þau Jón og Þórdís, sem voru guðfeðgin hans, hafa borgið honum frá mjólkurleysi þar á Hákonarstöðum, þar sem mjög er líklegt er að Ingibjörg og Bjarni hafi enga kú haft í fjósi á þessum tíma. Sigurjón, faðir barns- ins, fór vestur um haf frá Mel vorið 1876, og tekið hefur hann son sinn með sér, því varla hefur barnið, á fyrsta ári, farið eitt síns liðs frá Skjöldólfsstöðum vestur um haf, svo víst má telja að faðir hans muni hafa tekið hann með sér, ellegar einhver honum nákominn. Benedikt Gíslason slær föstu í Ættum að bamið muni hafa dáið, en ekki er dauði þess skráður í kirkjubókina. Það er því trúa mín að hér sé um að ræða son Ingibjargar, enda enginn annar Sigurjón fæddur í Hofteigssókn á þessum tíma. Það er svo hægt að spyrja sjálfan sig að því hvers vegna Þórdís á Skjöldólfsstöðum tók drenginn til sín, kannski að faðir hans hafi verið skyldur því fólki, hvað ég veit ekki þrátt fyrir eftirgrenslan, en það þarf þó ekki að hafa verið, því Þórís var talin rausnar- kona á sinni tíð. Vorið 1876 flutti Bjarni með fólk sitt austur yfír Jöklu að Klausturseli, því Hákonarstaðir höfðu þá verið seldir, og í fardögum flutti hinn nýi eigandi, Sveinn Magnússon, með skyldulið sitt á jörðina, frá Hvammsgerði í Vopnafírði. Hann var gam- algróinn Jökuldælingur, sonur Magnúsar Snorrasonar og síðari konu hans Bjargar Eiríksdóttur frá Merki, en þau bjuggu lengi í Brattagerði á Jökuldal. Kona Sveins var Sigurveig Jónsdóttir frá Ásbrandsstöðum. Bjarni þraukaði með fólki sínu í Klaust- urseli næsta fardagaár, og sýnist sem erfíðið í öskunni hafí skilað einhverjum arði, því vorið 1877 flutti hann með fólk sitt aftur vestur (norður) yfír ána að Gmnd, hafandi keypt jörðina að sögn, en kannski var verð- ið ekki hátt vegna öskunnar. Til sambýlis við þau Ingibjörgu komu Steinunn Eyjólfs- dóttir frá Borg í Skriðdal og seinni maður hennar Jón Jónsson (2942-10493) með son sinn Pál, þó ekki passi það alveg við Ættir en Páll var fæddur á Grunnavatni 2. sept- ember 1869. Stutt var þó í vem Steinunnar og Jóns á Grund, því vorið eftir fóru þau burt, þó hvort í sína áttina, hún með Pál son þeirra að Bót í Hróarstungu, en hann að Eiðum, og hygg ég að þeirra samveru hafi þar með verið lokið, en það er önnur saga. Eftir það kom til sambýlis að Grund bróðursonur Bjarna, Kristján Sigurðsson, og kona hans Sigfmna Jakobína Pétursdóttir (2190-7215). Svo er að sjá að Bjarni hafí verið at- orkumaður og ekki verið gjarn á að láta hlut sinn, jafnvel þó að sumum hafi kannski sýnst að við ofurefli væri að etja. Hann er sagður hafa deilt um landspildu við Eiríks- staðamenn um þessar mundir og haft betur í þeim viðskiptum. Ingibjörg Snjólfsdóttir var fylgispök við Bjarna, þó ekki yrði úr því hjónaband. Vorið 1878, hinn 25. maí áttu þau saman barn sem þau létu heita nöfnum úr fjölskyldu hans: Arnbjörg Sigurveig, en hún varð ekki langlíf, dó fjögurra ára á Grund vorið 1882, hinn 4. maí. Líklegt verður að telja að Ingibjörg hefði búið þann tíma sem eftir var með Bjama Rustikussyni, en ýmislegt fer öðru- vísi en ætlað er, og af einhverjum ástæðum, sem við þekkjum ekki svo gjörla, varð hastarleg röskun á högum hennar á þessum tíma þegar Rósa Jósepsdóttir (sjá Múlaþing 23 1996, „Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþing- hármönnum") kom að Grund og settist í sæti hennar og giftist síðan húsbóndanum, og má nærri geta um sárindi hennar vegna þessa. Hún hafði verið við hlið hans er hann 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.