Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 102
Múlaþing
kvæmt forðagæsluskjölum úr Hlíð í byrjun
vetrar það ár hafði hann á fóðrum hjá sér á
Torfastöðum 45 ær og 10 lömb, og auk þess
einn hest, sem má teljast bjarglegt á þessum
tíma hjá óbreyttum vinnumanni sem ekki er
eldri, sem bendir til að hann hafí verið
hygginn ijármaður og ef til vill fremur verið
sjálfs sín, eða húsmennskumaður. Vilhelm
er enn á Torfastöðum vorið 1920 og hinn
20. júní gekk hann að eiga Þórunni Sigurð-
ardóttur, Þorleifssonar frá Hrjót (1799
-1800) og Þórstínu Þorsteinsdóttur, As-
mundssonar (5766) á Steinaborg á Beru-
ijarðarströnd. Þórunn var fædd hinn 11.
apríl 1881.
Samkvæmt forðagæslu í byrjun vetrar
1920 eru þau Vilhelm og Þórunn á Ketils-
stöðum með svipaðan bústofn og hann var
áður með. Síðar munu þau hafa verið í
tvíbýli á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá
með Lárusi bróður hennar, líklega frá 1921
eða 1922, og einnig voru þar foreldrar
þeirra, þau Sigurður og Þórstína, en ná-
kvæmar heimildir skortir. Vilhelm og Þór-
unn voru við bú á Ásgrímsstöðum 1924 og
1925, og hjá þeim voru foreldrar hennar
sem íyrr, þau Sigurður og Þórstína, og
einnig var hjá þeim bróðursonur hús-
freyjunnar á 10. ári, Ingólfur Lárusson frá
Hreimsstöðum, en faðir hans hafði látist úr
lungnabólgu í mars 1924. Vilhelm og
Þórunn voru vinnuhjú í Klúku árið 1926, en
fóru svo að Torfastöðum í Hlíð. Árin 1935
til 1944 voru þau í tvíbýli í Eyjaseli, móti
Einari Hólm Elíssyni frá Skeggjastöðum í
Fellum, en eftir það voru þau í tvíbýli móti
Birni Guðmundssyni í Sleðbrótsseli, eru þar
1946, en vorið 1949 hafa þau flutt að Hall-
geirsstöðum, hvar þau voru fyrst í hús-
mennsku en síðan sjálfrar sín. Þau voru
barnlaus en ólu upp að nokkru fósturson að
nafni Ólafur Einar Magnússon, sem fæddur
var á Sleðbrjót 27. júlí 1932. Á efri árum
fluttu þau til Reykjavíkur hvar Vilhelm
stundaði vinnu um skeið, og nutu jafnframt
stuðnings fóstursonar síns.
Vilhelm lést í Reykjavík hinn 20.
desember 1966, 76 ára að aldri, en Þórunn
þrem árum síðar, hinn 26. nóvember 1969,
88 ára að aldri.
Eftirmáli
Vangaveltur um rétt manna til að hnýsast í
einkamál fólks.
Þátt þann sem hér fer að framan hefi ég
nokkur undanfarin ár haft í smíðum ásamt
nokkrum öðrum af sama tagi, en þó hefúr
oft orðið hlé á vinnslu og lítið miðað í lang-
an tíma. Orsökin fyrir því er mestan part sú
að mér hefur raunar fundist sem ég hefði
engan rétt til að grafast fyrir um ævi fólks,
allt væri það einkamál sem óviðkomandi
ætti ekki að vera að hnýsast í.
Líkja má embættisbókum presta þ.e.
bæði ministerialbókum og sóknarmanna-
tölum við gagnagrunn sem vafasamt væri
að hver sem er ætti að geta unnið úr að eigin
geðþótta, þar sem ýmsar viðkvæmar upp-
lýsingar geta komið fram auk hinna al-
mennu, sér í lagi um fólk sem þurfti að
þiggja af sveit, stundum með óviður-
kvæmilegum ummælum, einnig þekking
heimilisfólks, svo sem lestur og skrift, og
einnig má nefna nokkurs konar stigagjöf
fermingarbarna sem manni dettur oft í hug
að stundum hafi hjá sumum prestum fremur
mótast af þjóðfélagsstöðu viðkomandi
bams fremur en getu til lærdóms, samanber
þó börn sem ólust upp við illt atlæti og/eða
í niðursetu, sem seinkaði þroska þeirra,
stundum ævilangt.
Fyrir kemur að rangt er farið meó nafn
sóknarbams og líka er uppnefni þénanlegt.
Einnig var ætlast til að prestar segðu
nokkuð um dánarorsök fólks í kirkjubók-
um, hvað þeir komu sér oftast hjá að gera,
100