Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 106
Múlaþing
og Sveinn Einarsson 23 ára, bóndasonur frá
Setbergi. Fyrir lögreglurétti daginn eftir
sagðist þeim svo frá að þeir hefðu fyrst
farið í Thostrupsbúð og klárað sig þar en
síðan út í Liverpool þar sem þeir keyptu
ýmislegt. Þar gátu þeir þó ekki fengið 1
pund af reyktóbaki sem Gísli átti „að taka
fyrir kvenmann“. Snéru þeir þá aftur til
Thostrups, klukkan þá langt gengin í sjö.
Þar var þá búið að loka búðinni. Pilt sem
þeir hittu úti við báðu þeir að grennslast
íyrir um það hjá Nielsen verslunarþjóni
hvort hægt mundi að kornast í búðina en
hann flutti þau boð til baka að það væri ekki
hægt. Þeir félagar voru þá komnir inn í
forstofu íbúðarmegin í húsinu og börðu þar
að stofudyrum. Nielsen kom til dyra, kvaðst
vera í önnum og gæti ekki afgreitt þá.
Sveinn hafði þá spurt „hvort hann ekki vildi
gera það íyrir náð þó að hann ekki væri
skyldugur til þess“ og Gísli lét þess getið að
hann hefði peninga fyrir tóbakspundinu.
Ekki gaf Nielsen þessu gaum og kvaðst
Sveinn hafa snúið til dyra en rétt á eftir datt
Gísli öfugur yfir þröskuld forstofunnar út í
skúr sem þar var fyrir framan og Nielsen á
hann ofan. „Sveinn fór þá til Nielsens og
klappaði honum á herðarnar og beiddi hann
að sleppa Gísla, og þetta gerði hann þá
líka.“ Fóru þeir félagar við svo búið út úr
skúrnum. Hafa líklega talið að útséð væri
um tóbakið.
En ekki var lokið Nielsensþætti og
Gísla. Hann var einmitt um það bil að heij-
ast. Sem þeir voru að ganga af stað frá
húsinu kom Nielsen út og sakaði Gísla um
að hafa rifið skinntreyju sína. Þar sem
dimmt var kvaðst Sveinn ekki hafa séð vel
hvað fram fór. þó sá hann fyrir víst 3^31
sinnum Nielsen reyna að slá í Gísla og
hopaði þessi undan, en húfan datt þá af
Gísla.“ Sveinn stóð ekki langt frá þeim en
þeir voru, segir hann,
á plássinu milli mörbúðarinnar og pakk-
hússins, og færðust þeir þá ofan eftir og
fram fyrir pakkhúsgaflinn. - Gísli fór þá
við pakkhússgaflinn í Nielsen og þegar
hann (Sveinn) sá þetta fór hann til Sig-
mundar Verts til þess að fá hann til að
skilja þá og kom Sigmundur líka undireins
með honum, en þá mættu þeir strax Gísla,
er kom ofaneftir, og fóru þeir þá allir 3
tilbaka og inn á vertshúsið.
Ekki er ljóst hve lengi þeir hafa verið á
vertshúsinu. Sveinn Iýkur framburði sínum
með því að segja að „Gísli var það kvöld
nokkuð drukkinn, en hann gat þó borið
bagga sinn inn að Fjarðarseli, en datt reynd-
ar á leiðinni, og þurfti að hvíla sig.“
Þeir Fellamenn ætluðu greinilega að
gista í Fjarðarseli og þar var Gísli háttaður
ofan í rúm þegar hreppstjóri Seyðfirðinga
kom og tilkynnti honum að hann ætti að
koma út á Öldu og halda sig þar. Að öðrum
kosti yrði hann tekinn fastur. Mun Thostrup
faktor strax eftir atburði hafa greint sýslu-
manni bréflega frá málavöxtum. — En víkj-
um þá aftur að því sem gerðist við pakkhús-
gaflinn hjá Thostrupsbúð.
Verslunarþjónninn, Niels Carl Örum
Nielsen 25 ára, gaf skýrslu um atburðinn,
liggjandi í rúmi sínu, þann 29. janúar. Hann
kvað það skipun frá faktor Thostrup að þeir
Gísli og Sveinn gætu beðið til morguns eftir
afgreiðslu og þegar hann fékk boð frá Gísla
um að frnna sig sagðist hann ekki hafa tíma
til þess. Læsti Nielsen síðan að sér stofunni.
Þegar Gísli hélt áfram að berja fór Nielsen
samt fram og var Gísli „lengi að masa um
þetta.“ Endirinn varð sá að Nielsen lagði
„hönd sína á öxl Gísla er var nokkuð drukk-
inn, án þess samt að gera honum neitt. Gísli
tók þá í skinntreyju Nielsens og reif hana í
sundur upp undir hendina og var treyjan
sýnd fram í réttinum; treyjan er ný og hefir
104