Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 108
Múlaþing
virðist hafa dottið í hug að reyna að stilla til
friðar. Sjálfur bar faktor J. Chr. Thostrup,
35 ára, að hann hafi ekki ætlað að blanda
sér í viðskipti þeirra Nielsens og Gísla „því
að Gísli var vanur að vera montinn og með
hávaða þegar hann kom í kaupstað en hann
[þ.e.Thostrup] bjóst ekki við að slys hlytist
af og hélt að allt gæti gengið friðsamlega.“
Þó fór svo að faktorinn gekk út á plássið á
eftir stúlkunum, vinnukonum sínum. Sá
hann Gísla ganga þar aftur á bak undan
Nielsen og sagði Gísli honum „að koma ef
hann þyrði og þetta sagði hann nokkrum
sinnum.“ Ekki kvaðst Thostrup hafa séð
Nielsen slá Gísla en „einu sinni ef ekki
tvisvar“ ýta við honum með hendinni..
Sýslumaður í Norður-Múlasýslu var um
þessar mundir Præpen Böving, danskur
maður.1 Réttaði hann í þessu máli dagana
29. og 30. janúar. Síðari daginn kom Gísli
Sigfússon í annað sinn fyrir réttinn.
,,[V]ar hann áminntur um að segja satt og
meðganga, en hvernig sem dómarinn
reyndi til þess gat hann samt ekki fengið
hann til að meðganga frekara heldur en
hann þegar er búinn. — Gísli vildi ekki
játa að hann hefði rifið treyju Nielsens inni
í forstofunni og stóð fast á því, að Nielsen
fyrir víst 3^21 hefði reynt að slá sig en
samt einungis einu sinni hitt sig, og ekki
heldur vildi hann kannast við, að hann hafi
ráðist áNielsen til þess að berja hann, eptir
að hann var búinn að fella hann, eða að
hann hafi dregið Nielsen þegar þessi lá á
jörðinni og er skýrsla hans í dag alveg
samhljóða þeirri, er hann frambar í gær. “
í fýrra framburði sínum lýsir Gísli glímunni
svo að hann hafi tekið um mitti Nielsens og
fleygt honum til jarðar
en ekki kveðst hann hafa ætlað sér að gera
honum mein eða brjóta fót hans, og ekki
vill Gísli kannast við, að hann hafi tekið í
þann fót á Nielsen er þessi braut þegar
hann datt og dregið hann og kveðst hann
ekki hafa vitað að Nielsen fótbrotnaði um
leið og hann fleygði honum til jarðar [...]
og að hann laut eptir honum þegar hann
datt, og ekki hafi þá ætlað sér að gjöra
honum mein.“
I fyrra framburði sínum leggur Gísli nokkra
áherslu á að hann hafí verið ölvaður: „[...]
hann var reyndar ekki allsgáður það kvöld,
og munu fleiri menn geta borið honum vitni
um, að hann þá hafi verið drukkinn."
Kemur enda fram að hann man suma hluti
fremur óljóst. I réttarhaldinu þann 30. jan-
úar er eftirfarandi viðbót við fyrri framburð
bókuð eftir Gísla:
— Hann segir að hann hafi talsverðan bagga
að bera, eptir ágizkun um 6 fjórðunga, og
bar sjálfur bagga þenna inn að Fjarðarseli þó
að það gengi nógu örðugt, en Sveinn Einars-
son frá Setbergi bar fyrir hann 6 potta af
steinólíu þar eð hann sá að Gísli ekki ætti
hægt með að bera allan bagga sinn.“
Ekki liggur í augum uppi hvað þetta kemur
málinu við. Kanski hefur Gísli viljað leið-
rétta eða árétta framburð Sveins sem getið
er hér á undan. Hinsvegar bregður þarna
skýru Ijósi á byrðar sem menn báru uppyfir
Fjarðarheiði á árum áður.
1 Præben Theodor Emanuel Böving (1834-1908) var sýslumaður (frá 1863) í Snæfellsnessýslu og Borgarfjarðarsýslu áður en honum
var veitt N-Múlasýsla 1871. Sat hann á Seyðisfírði þar til hann varð héraðsfógeti í Danmörku 1880; fluttist þá til síns heimalands.
Kona hans var íslensk, Kristína Guðrún, yngsta dóttir Kristjáns Skúlasonar Magnusen á Skarði (Bogi Benediktsson 1915:803).
106