Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 110
Múlaþing
þó notað ættarnafnið um þessar mundir en
varð síðar kunnur undir því nafni (Sig-
mundur Matthíasson Long) sem eljusamur
safnari þjóðlegra fræða, skráðra og
óskráðra. Hafur margt verið prentað af
sögnum hans og þáttum (sjá Gunnar
Sveinsson 2001:59-66). Sigmundur ólst
upp á hrakningi en eftir að hann komst til
vits og ára var hann löngum heimilisfastur í
Eiðaþinghá, í vinnumennsku eða sjálfs-
mennsku, og þaðan kom hann vorið 1873 til
Seyðisljarðar; hafði þá keypt hús á Fjarðar-
öldu og hóf þar veitingarekstur þann 5. júní.
Hann var kosinn í hreppsnefnd Seyðis-
fjarðarhrepps og var oddviti hennar þegar
þessi saga gerðist. Hann hætti rekstri
veitingahúss 1882 og fluttist til Kanada
1889.2
Sigmunur Matthíasson Long hélt dag-
bækur um rúmlega 60 ára skeið (1861
-1924) og þaðan er komin sú vitneskja, sem
birt var hér á undan: að hann hafi ritað
bréfið fyrir Gísla Sigfússon þann 31. janúar
1879. Gísli var fæddur og alinn upp í
Eiðaþinghá og hafa þeir Sigmundur áreið-
anlega þekkst vel. Dagbókarfærslur Sig-
mundar eru oft knappari en maður hefði
kosið. Sem dæmi um það má nefna að um
atburði þá, sem hér á undan er lýst í nokkuð
löngu máli, hefur hann þetta að segja (29.
jan): „G. Sigfússon lenti í illdeilum, Nýlsen
slasast.“ Greinilegt er að Sigmundur vert
hefur verið mörgum haldreipi að leita til.
Sveinn Einarsson ætlar að fá hann til að
stilla til friðar með þeim Gísla og Nielsen,
og líklega hefur búðardrengurinn, Páll
Sigbjörnsson, verið að sækja hann til að hlú
að fótbroti þess síðarnefnda.
Kandídat kemur til sögu
Nú víkur sögunni upp í Fell en þar hafa
þessir atburðir þótt tíðindum sæta. Hús-
bóndi Gísla, Bessi Olafsson, bjó á Bimu-
felli með konu sinni, Björgu Oddsdóttur, og
þóttu þau sæmdarhjón. í Fellasveit var um
þessar mundir víða rekinn myndarbúskapur.
Þar hafði Þorvarður læknir Kjerúlf rausnar-
bú á Ormarsstöðum og lét sig framfaramál
miklu varða. Hann mun hafa gert að
fótbroti Nielsens því Seyðisfjörðurtilheyrði
því læknishéraði sem Þorvarður gegndi.
Engar heimildir eru mér kunnar um önnur
afskipti hans af þessu máli. En í Fellum var
þá við búskap annar menntamaður: Páll
Vigfússon, Guttormssonar prests að Ási,
bjó þá með stjúpu sinni í Hrafnsgerði, titl-
aður „kandídat“ eða „cand. phil.“ í skjölum.
Páll gekk í Reykjavíkur lærða skóla, sigldi
síðan til Kaupmannahafnar og lauk þar
prófi í heimspeki 1874. Vigfús prestur faðir
hans lést það ár og snéri Páll þá heim og
stóð fyrir búi með stjúpmóður sinni, Guð-
ríði Jónsdóttur, íyrst á Ási en síðar í Hrafns-
gerði en Guðríður mun hafa átt þá jörð.
Sjálfsagt hafa Fellamenn talið sig eiga hauk
í horni þar sem var kandídatinn Páll Vigfús-
son enda hafði hann verið skipaður hrepp-
stjóri þeirra 1878, og víst er um það að hann
tók að sér mál Gísla vinnumanns Sigfús-
sonar, var síðar skipaður verjandi hans og
fylgdi málinu allt til loka
Réttarhöld í máli Gísla lágu niðri þar til
um vorið að Böving sýslumaður fer að
stefna mönnum íyrir rétt, aðallega í því
skyni að láta vitni eiðfesta framburð sinn.
Þokaðist málið þannig áfram með ýmsum
töfum, m.a. vegna þess að sakborningurinn
kom því ekki við að mæta fyrir rétti, hafði
þá afsökun að hann var eina refaskyttan í
2[ [ci' er ekki staður til að gera sögu Sigmundar Matthíassonar nánari skil. Bent skal á ágæta ritgerð Gunnars Sveinssonar um þennan
merka Austfirðing, en til hennar er vitnað í textanum.
108