Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 111
Fellamaður á Fjarðaröldu
Fellum og var lagstur á greni þegar
kall kom frá sýslumanni.
Þann 6. maí var Nielsen sjálfur
mættur fyrir rétti og er þess sérskak-
lega getið að hann hafi þá í fyrsta
sinn getað farið að heiman eftir fót-
brotið. Lagði hann fram vottorð frá
Þorvarði Kjerúlf lækni og gerði þá
kröfu að Gísli greiddi honum legu-
kostnað 37 krónur, vinnutap 54
krónur, segist ekki hafa getað gegnt
störfum í 11 vikur, og auk þess fer
hann fram á hæfilega þóknun fyrir
þjáningar. Sigmundur Matthíasson
var mættur fyrir hönd Gísla og vildi
ekki innganga sætt á þessum grund-
velli. Hann gerir hinsvegar þá kröfu
að Jónas Stephensen verslunarþjónn
og Benedikt Rafnsson á Kolsstöðum
séu yfirheyrðir „til upplýsingar að
Gísli hafí verið mjög drukkinn það
kvöld að hann fleygði Nielsen til
jarðar“. Hefur þetta líklega verið
gert að undirlagi Páls Vigfússonar.
Var Jónas yfirheyrður 21. maí og bar
að Gísli hefði verið talsvert drukk-
inn að versla í Liverpool, fékk þar eitt eða
tvö staup. Jónas kvaðst síðar um kvöldið
hafa hitt Gísla hjá Sigmundi vert, þá meira
drukkinn. Ekki verður séð að Benedikt
Rafnsson hafi komið fyrir réttinn.
Þann 21. júní staðfesti Sveinn Einarsson
á Setbergi3 framburð sinn með eiði fyrir
rétti. Hann hafði litlu einu að bæta við
framburð sinn, vill þó koma á framfæri
að þeir Gísli þegar þeir fóru frá Liverpool
ofan til Thostrups hafi verið verslunarþjóni
Jónasi Stephensen samferða ofan að verts-
húsinu og báru Gísli, Jónas og ýmsir aðrir
Sigmundur Matthíasson Long. Ljósm. tekin af
bls.43 í Oðni, janúar-ágúst 1929.
blindfullan mann milli sín og þaðan fóru
Sveinn og Gísli aptur upp að Thostrupsbúð.
Þetta varpar ekki nýju ljósi á mál Gísla
Sigfússonar en sýnir að sukksamt hefur
verið í þessum verslunarstað og eins að
vertshús Sigmundar Matthíassonar hefur
verið nokkur miðstöð þarna á Öldunni. Við
þetta réttarhald mætti Páll Vigfússon fyrir
hönd Gísla refaskyttu.
3Sveinn var sonur Einars (d. í Fögruhlíð 1902) bónda í Götu og á Setbergi í Fellum, Sveinssonar. Sveinn Einarsson bjó síðar í
Ekkjufellsseli og á Fljótsbakka, „heppinn homöop. læknir“ Hann var kvæntur Jónínu Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum, systur Sigríðar
konu Gísla Sigfússonar (ÆAu nr. 1697).
109