Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 111

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 111
Fellamaður á Fjarðaröldu Fellum og var lagstur á greni þegar kall kom frá sýslumanni. Þann 6. maí var Nielsen sjálfur mættur fyrir rétti og er þess sérskak- lega getið að hann hafi þá í fyrsta sinn getað farið að heiman eftir fót- brotið. Lagði hann fram vottorð frá Þorvarði Kjerúlf lækni og gerði þá kröfu að Gísli greiddi honum legu- kostnað 37 krónur, vinnutap 54 krónur, segist ekki hafa getað gegnt störfum í 11 vikur, og auk þess fer hann fram á hæfilega þóknun fyrir þjáningar. Sigmundur Matthíasson var mættur fyrir hönd Gísla og vildi ekki innganga sætt á þessum grund- velli. Hann gerir hinsvegar þá kröfu að Jónas Stephensen verslunarþjónn og Benedikt Rafnsson á Kolsstöðum séu yfirheyrðir „til upplýsingar að Gísli hafí verið mjög drukkinn það kvöld að hann fleygði Nielsen til jarðar“. Hefur þetta líklega verið gert að undirlagi Páls Vigfússonar. Var Jónas yfirheyrður 21. maí og bar að Gísli hefði verið talsvert drukk- inn að versla í Liverpool, fékk þar eitt eða tvö staup. Jónas kvaðst síðar um kvöldið hafa hitt Gísla hjá Sigmundi vert, þá meira drukkinn. Ekki verður séð að Benedikt Rafnsson hafi komið fyrir réttinn. Þann 21. júní staðfesti Sveinn Einarsson á Setbergi3 framburð sinn með eiði fyrir rétti. Hann hafði litlu einu að bæta við framburð sinn, vill þó koma á framfæri að þeir Gísli þegar þeir fóru frá Liverpool ofan til Thostrups hafi verið verslunarþjóni Jónasi Stephensen samferða ofan að verts- húsinu og báru Gísli, Jónas og ýmsir aðrir Sigmundur Matthíasson Long. Ljósm. tekin af bls.43 í Oðni, janúar-ágúst 1929. blindfullan mann milli sín og þaðan fóru Sveinn og Gísli aptur upp að Thostrupsbúð. Þetta varpar ekki nýju ljósi á mál Gísla Sigfússonar en sýnir að sukksamt hefur verið í þessum verslunarstað og eins að vertshús Sigmundar Matthíassonar hefur verið nokkur miðstöð þarna á Öldunni. Við þetta réttarhald mætti Páll Vigfússon fyrir hönd Gísla refaskyttu. 3Sveinn var sonur Einars (d. í Fögruhlíð 1902) bónda í Götu og á Setbergi í Fellum, Sveinssonar. Sveinn Einarsson bjó síðar í Ekkjufellsseli og á Fljótsbakka, „heppinn homöop. læknir“ Hann var kvæntur Jónínu Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum, systur Sigríðar konu Gísla Sigfússonar (ÆAu nr. 1697). 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.