Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 112

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 112
Múlaþing Sókn er besta vörnin Um mánuði seinna var Páll bóndi aftur staddur á Seyðisfirði og leggur nú fram kæru í nafni Gísla á hendur Chr. Thostrup. — Með því að hann „sýndi mjer í vetur, er jeg var á kaupstaðarleið — í sama skiptið sem Nielsen verslunarþjónn hans fótbrotn- aði — bæði óvild og áreitni í verki, mjer vitanlega að orsakalausu, þá get jeg eigi leitt hjá mjer að sækja hann að lögum um það.“ Síðan eru taldar í ijórum liðum sakir þær sem faktornum eru gefnar. Fyrst er talið að hann hafí neitað eða bannað Nielsen verslunarþjóni sínum að selja Gísla vöru gegn borgun og brugðið þar út af almennri venju og er það áréttað svo í lokin: [Hann] brá, segi jeg, út af, eða beint á móti þeirri siðferðislegu skyldu, að hepta ekki eða tefja ferðir kaupstaðarmanna á vetrar- dag að nauðsynjalausu, þegar tíð er höstug og þeir eiga yfir fjöll að sækja og verð jeg að leggja því meiri áherslu á þetta, sem ekkert tilefni var til þess af minni hálfu. í öðrunt lið ákærunnar víkur sögunni rétt einu sinni á vertshúsið. Þar segir svo: þegar svo hafði viljað til, að Nielsen verzlunarþjónn fótbrotnaði og jeg var kominn ofan í hús Sigmundar veitinga- manns Matthíassonar, þá hitti nefndur herra Chr. Thostrup mig þar í ganginum og án nokkurra umsvifa sló hann mig höfuðhögg svo að upp hljóp, rjeði á mig og hrindti mjer ofan og út af tröppunum, svo að jeg fjell ofan í mölina og skemmd- ist mikið á höndum og hefði efalaust skaðast meir, ef jeg hefði eigi komið þeim íyrir mig. Þessi tilverknaður hans við mig sem er ómótmælanlegur og engin bót verður mælt, þar sem jeg var honum með öllu saklaus, er svo ósvífnislegur og lýsir slíkri fúlmennsku að jeg verð að gjöra hann að aðalsök í kæru minni. I þriðja lagi segir frá því að Thostrup hafi tekið höfuðfat Gísla upp af plássinu og ekki skilað því fyrr en daginn eftir til sýslu- manns. „þó þetta sje eigi svo stór sök í sjálfu sjer, þá er það eitt með öðru auðsjáan- lega tilraun til að gjöra mjer illt og get jeg því eigi þolað það bótalaust af slíkum kauða,“ segir þar. I ljórða og síðasta lið er vikið að þeirri kæru sem Thostrup ritaði sýslumanni kvöldið sem Nielsen fótbrotnaði og er mjer sjerlega grunsamt, að hún hafi verið heldur en eigi harðorð eða að meir hafi verið um mælt en vel var, þar sem samkvæmt henni voru þegar send jám á mig af yfirvaldinu eins og versta spell- virkja ef á þirfti að halda. Jeg get eigi annað vitað en að hann hafi fulla ábirgð á hvernig hann bar mjer þá söguna. Kæruskjalinu lýkur á þessum orðum: Herra sýslumaður! Jeg krefst þess, að þjer samkvæmt ofanskrifuðu kallið herra Chr. Thostrup fyrir lögreglurjett á mánudaginn kemur (21. júlí) svo að hann megi bæta fyrir sakir þær, er jeg hef á hendur honum í kæru þessari eptir því sem lög standa til og annan af málinu leiðandi kostnað, svo framarlega sem eigi kemst á sætt á milli okkar. p.t. Vestdalseyri 19. júlí 1879 Gísli Sigfússon eftir fullmagt Páll Vigfússon Það er eins og Páll hafi talið að sókn væri besta vörnin og er ekki að orðaleingja það: Böving sýslumaður tók málið fyrir næsta 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.