Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 114
Múlaþing
athuga við orðbragð verjanda, telur þar
fyrst orðið „lygi“ sem Wium hafði notað og
þar eð hann
sagði „að það væri helvítis lúsaskapur að
vilja gjöra annað eins saknæmt og að bera
inn húfu er maður á kvöldin fmnur á
plássinu“, heimtaði P. Vigfússon að orð
þessi yrðu bókuð og að þau verði dæmd
ómerk og hann sektaður hér fyrir.
Fjórða atriðið í kærunni um bréf Thostrups
til sýslumanns reyndist afdrifaríkt. Báðir
málspartar fóru fram á að fá að sjá það bréf
en ,,[h]ér til verður dómarinn að segja að
bréf Thostrups til sín bæði hvað form og
innihald snertir hafi verið privat, og að hann
ekki hafi það til.“ Eftir nokkurt orðaskak
með sækjanda og verjanda þar sem hvor bar
öðrum á brýn að fara með ósannað eða
ósatt mál
heimtar P. Vigfússon að dómarinn beri
vitni í málinu um hvort nokkuð saknæmt
væri í bréfi Thostrups, og lýsti dómarinn
því yfir að hann að svo vöxnu máli verði
að víkja dómarasæti, enda virðist það
liggja næst að dómarinn hvort heldur er
ekki geti dæmt í málinu eins og 4— póstur
er [í] kærunni orðaður“.
Þar með lauk þessu réttarhaldi og varð nú
langt hlé á málinu.
Málsvörn Páls Vigfússonar
Máli réttvísinnar gegn Gísla Sigfússyni
þokaði áfram sumarið 1879. Þann 28. júlí
mætti Gísli fyrir rétti og voru honum þá
lesnir framburðir þeirra Nielsens og
Thostrups. Vildi Gísli ekki láta yfirheyra þá
frekar en kvaðst ekki geta viðurkennt að
þeir fari með rétt mál og óskaði að þeir
staðfestu framburði sína með eiði. Gísli
áréttar það sem hann hefur áður sagt að
„hann þ. 28. janúar þ.á., aldeilis ekki hafi
viljað gera Nielsen illt og að það var
óviljaverk að hann fótbrotnaði [...] og
kveðst hann ekkert frekara hafa fram að
færa sér til málsbóta“. Þá óskaði Gísli eftir
Cand. Páli Vigfússyni sem verjanda en ljóst
er að hann hefur miklu fyrr haft hönd í
bagga með máli Gísla.
Málið var dómtekið þann 9. október um
haustið. Verjandinn hafði þá lagt fram
varnarskjal sitt sem er dagsett 24. sept.
Vöm sína setur Páll Vigfússon fram á 9
þéttskrifuðum fólíósíðum og hún er sett
saman af rökfimi og sannfæringarkrafti
þess sem telur sig hafa á réttu að standa. í
upphafi gerir verjandi glögga grein fyrir því
sem hafa skyldi í huga þegar sekt eða
sakleysi sakborningsins sé ákveðin. Þar
verða, segir hann,
að koma til álita öll tildrög málsins, svo og
það hvort með nokkru móti verður álitið,
eptir því sem fram er komið í málinu að
Gísla hafi verið þetta viljaverk og hvort
það eigi miklu fremur hefir verið neyðar-
vörn, er hann rjeði á Nielsen og fleygði
honum til jarðar svo hann fótbrotnaði, þá
að hverju leyti framburður vitnanna og
málsaðila verði lagður til grundvallar
fyrir úrslitum málsins etc.: hverjar máls-
bætur eru fyrir hinn ákærða í þessu máli.
Fyrsta atriðið telur verjandi augljóslega
mikilvægt og þykir hlýða að birta þann
hluta varnarræðunnar hér orðrétt:
Tildrög málsins voru þá engin önnur en
þau, að Gísla var neitað um að selja hon-
um eitt reyktóbakspund, eins og sjest af
rjettarhaldinu 29. jan. Ekki var til mikils
mælst! það mundi hverjum manni þykja
hart að láta neita sjer um jafn lítilfjörlega
112