Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 116

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 116
Múlaþing hætt við það þegar hann (Gísli) spurði hvort þeir væri eigi skyldugir til þess. Ekki hefír nú ásetningur Nielsens til að miskuna sig yfir Gísla og bænheyra hann, verið fastur, þegar hann skyldi hverfa frá honum við jafnlítið. Minna gat þó Gísli eigi sagt, úr því hann sagði nokkuð, og mörgum mundi hafa orðið hendin laus í Gísla spor- um. Eða var það eigi áreitandi (irriterende) fyrir hann að fá slíkar viðtökur og það þegar hann var æði mikið drukkinn eins og framburður sumra vitnanna og jafnvel Nielsens sjálfs sýnir skýlaust? Mundu eigi flestir eða allir hafa orðið gramir eða reiðir í Gísla sporum og það ódrukknir. Það virðist og ljettvæg ástæða fyrir neituninni, að þeir Nielsen hafí átt svo annríkt um kvöldið, því að hvorki kostaði það langan tíma að afgreiða Gísla og svo hefði sá tími sparast morguninn eptir, sem spilltist kvöldinu fyrir. Það verður heldur eigi tilfært sem ástæða, að Nielsen hafí eigi brotið lög á Gísla með þessu, því að maður getur framið svo margt við annan bæði í orði og verki sem ekki varðar við lög, en er þó svo meiðandi eða áreitandi fyrir hinn, eptir mannlegu eðli og tilfinningum, að honum sje vítalítið, þótt hann tæki til einhverra þeirra bragða er annars eru sak- næm að lögum. — Sjeu þessi tildrög, sem að framan eru greind eigi Gísla til máls- bóta, þá verðum vjer að taka undir með Cicero: „O tempora, o mores“! Verjandi leggur síðan megináherslu á að sýna fram á að sakborningurinn hafí átt hendur sínar að verja. Hann segir: Frá því að Gísli fór inn í skúrinn hjá Thostrup og þar til er hann rjeði á Nielsen við pakkhúsgaflinn, verður eigi sjeð af rjettarhöldunum að hann hafi gefið neitt tilefni til að Nielsen leitaði á hann. Miklu fremur var hann stöðugt passiv, nema í því einu að hann bað optar en einusinni um sama hlutinn: að fá keypt tóbakið, og barði optar en einusinni á dyrum til að ná fundi Nielsens, sem út lítur fyrir, að hann hafí borið mikið traust til. Það sannaðist líka heldur laglega orðatiltækið: „í nauð skal vinar leita“ eða „Knýið á og mun fyrir yður upplokið verða“ eða hitt þó heldur! — Nielsen skipar þeim Gísla og Sveini að fara út í stað þess að gjöra bón þeirra [...]. Hann telur mest að tnarka framburð Sveins Einarssonar sem fylgst hafi með allri atburðarásinni og jafnan staðið næst þeim Gísla og Nielsen. Hefur hann borið „að hann hafi sjeð Nielsen ,Jyrir víst þrisvar reyna að slá Gísla““ Sama hafí og Páll Sigbjörnsson borið. Telur verjandi engan vafa leika á því að úti á plássinu var það „Nielsen sem leitaði á Gísla og sókti að honum, en Gísli fór undan“. í sambandi við þetta lætur verjandi þess getið að vjer höfum heyrt merka menn, í sveit- unum kring um Papós, þar sem Nielsen var áður — segja að þar syðra sje það almannarómur meðal bænda, að Nielsen hafi lagt í vanda sinn, þegar hann var þar, að berja uppá sveitarmönnum þegar þeir komu í kaupstað og orði hallaði milli hans og þeirra, og vjer treystum os til, ef krafist verður, að útvega vitnisburði einstakra áreiðanlegra manna um að þetta orð liggi á. Vjer vonum að þetta atriði vegi meira á metaskálum rjettvísinnar, en það er herra Thostrup hefír borið að Gísli sje vanur að vera „montinn og með hávaða í kaupstað“ (sbr. frb. hans 29.) sem auðsjáanlega er sagt til að sverta hann í augum dómarans. Telur verjandi það fullsannað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.