Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 125

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 125
Rannveig Þórhallsdóttir Náttkjóll brúðarinnar í Merki að var trú fyrr á öldum að þegar nýbökuð móðir fór á fætur fyrst eftir sængurleguna ætti hún að setja upp nýja skó, annars myndi henni slá niður.1 Ekki fer neinum sögum af því hvort Jónína Björnsdóttir frá Merki á Jökuldal hafi feng- ið nýja skó þegar hún sté af sæng í ágúst árið 1884, eftir að hafa þann 9. sama mán- aðar fætt son sem viku síðar var skírður Stefán Jónsson. Jónína var aðeins 19 ára þegar hún giftist, þann 19. júlí 1884, hinum 34 ára Jóni Jónssyni er nefndur var Hnefill, þá búandi í Merki. Svaramenn voru Sveinn bóndi á Hákonarstöðum og Jón Jónsson frá Skjöldólfsstöðum, föðurbróðir Jónínu. Brúðurin var komin langt á leið þegar hún gifti sig en ekki urðu samvistir þeirra langar því 26. ágúst 1884, eftir aðeins tæplega sex vikna hjónaband, dó Jónína frá nýfæddu barni sínu og eiginmanni. Hún var jarðsett þann 1. september sama ár í kirkjugarðinum að Hofteigi á Jökuldal. I heimildum er Jón Hnefill sagður hafa verið „verkmaður mik- ill en drykkfelldur“. Hann giftist síðar Guð- rúnu Björnsdóttur frá Ekkjufelli og bjuggu þau lengst af á Fossvöllum í Jökulsárhlíð. Jón lést 12. maí 1903, þá 55 ára að aldri.2 Stefán Jónsson, fyrsta og eina barn Jónínu Björnsdóttur, varð síðar bóndi á Hámundar- stöðum í Vopnafirði. I Minjasafni Austurlands er varðveittur náttkjóll Jónínu Björnsdóttur (MA 92/1987) en Valborg Stefánsdóttir frá Hrafnabjörg- um, systurdóttir Jónínu, færði safninu kjól- inn að gjöf árið 1987. Jónína Bjömsdóttir saumaði náttkjólinn sjálf sem brúðarnátt- kjól og hefur hún líklega verið í honum þegar hún lést. Á hálsmáli og ermum kjólsins er fínleg, hekluð blúnda og er hann merktur að framan J.B. Kjóllinn hefur verið talsvert notaður í gegnum tíðina en hann hafði verið styttur og faldaður í saumavél áður en hann barst safninu. Margskonar heimildir eru um aðstæður sængurkvenna á nítjándu öld en dauðsföll vegna barnsburðar voru algeng fyrr á tímum. Ástæðurnar hafa líklega verið þær sömu og lágu að baki hárri dánartíðni hjá ungbörnum; almenn þekking ekki nægileg og hreinlæti ábótavant á mörgum bæjum. I bréfi, rituðu árið 13. ágúst 1809 af Mad- dömu Malmqvist, ljósmóður í Reykjavík, kemur fram að hún telji eina af orsökunum fyrir hinum mikla barnadauða á íslandi vera 1 íslemkirþjóðhœttir, Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Einar Ól. Sveinsson bjó til prentunar. Reykjavík: ísafoldarprentsmiðja, 1934, bls. 261-262. -Ættir Austjirðinga, Einar Jónsson. Reykjavík: Austfírðingafélagið í Reykjavík, 1957, bls. 885. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.