Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 129
Anður Arnadóttir
Minningar Aagotar
Vilhjálmsson
Hér á eftir fer frásögn Aagotar Vilhjálmsson sem lengi bjó á Vopnafirði en maður hennar,
Arni Vilhjálmsson, var lœknir þar frá 1924 til 1959. Þessi kafli er sóttur í ritgerð eftir Auði
Arnadóttur, sonardóttur Aagotar og Arna, sem hún skrifaði við Menntaskólann á Akureyri
1973-4. Foreldrar Aagotar voru Rolf og Kitty Johansen.
r
ður en pabbi minn gifti sig byggði
hann hús á Seyðisfirði, sem var
kallað Hrólfshús og stendur enn.
Kristján heitinn læknir byggði við hliðina á
honum. Það voru samskonar hús, ósköp
falleg timburhús. Sigurður bróðir hans
pabba var þá áður búinn að byggja stórt og
mikið íbúðarhús. Hann skírði það Sólvang
og það heitir Sólvangur enn í dag. Þar hafa
margir búið, meira að segja bjó Olga systir
mín og hennar maður í því meðan hann var
rafveitustjóri á Seyðisfírði.
Eg hef ekki verið nema á þriðja ári,
þegar ég man fyrst eftir mér. Mamma var
veik. Þá bjuggu Þorsteinn Jónsson og
Ragna frænka mín á Borgarfirði eystra og
ég var send í fóstur til þeirra í einhverjar
vikur. Þau voru gift og barnlaus, voru ekki
búin að taka nein börn ennþá, og þau vildu
fá mig sem fósturbarn. Tanta sagði við mig:
„Við vildum helst ekki sleppa þér og, Aagot
mín, ég gleymi aldrei deginum, sem þú
varst send heim aftur. Og þegar ég kom
Aagot og Arni. I Bolabás 10. júlí 1931. Héraðs-
skjalasafn Austflrðinga.
heim afitur upp úr ijörunni, þá lá tusku-
dúkkan þín á gólfinu. Eg settist með tusku-
dúkkuna og grét eins og barn, því mér þótti
svo ömurlegt að vera búin að missa þig.“
Hallgrímur heitinn Einarsson, Ijósmynd-
ari á Akureyri, var beðinn fyrir mig um borð
og ég man óglöggt eftir því að hann var að
klæða mig úr og í kjól og svuntu á skipinu.
Þetta man ég svona eins og leiftur. En mér er
það ákaflega fast í minni þegar húsið okkar á
Akureyri brann 1904. Þetta var rétt fyrir
páska, held ég, og átti að fara að skíra Arthur
bróður minn. Mamma var búin að strauja
skímarkjólinn og pressa og taka til öll spari-
fötin. Hún var orðin uppgefin þetta kvöld og
hafði sofnað fyrr en venjulega. Pabbi var
ekki sofnaður. Þá kemur húsbóndinn í
gættina og segir: „Það er kviknað í húsinu.“
Þau voru svo heppin að búa á neðstu hæð
hússins, annars bjuggu margar fjölskyldur í
þessu húsi. Eg man að ég er tekin upp úr
rúminu og farið með mig út að glugga. Þá sé
ég að allt er eins og einn bálköstur og það
logar út úr hverjum glugga á húsunum í
kring. Þessi stórkostlega sýn er mér alveg
ógleymanleg. Þau fá inni með okkur í húsi
127