Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 132

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 132
Múlaþing Aagot og Valborg Johansen 1919. Héraðsskjala- safn Austjirðinga. Fagradal. Þarna voru verkfræðingar að vinna við þessar ffamkvæmdir og voru að miklu leyti eins og heimamenn. Pabbi hafði afgreiðslu fyrir öll skip sem komu og það var ekki á neinn að vísa nema heim á þetta heim- ili. Kauptíð var haust og vor, þá kom sveita- fólkið. Eg man eftir einu vori sérstaklega eftir að við systumar fengum sérherbergi. Þar voru tvö rúm inni, herbergið hvítmálað og rnjög fallegt og við vorum voða hreyknar af því. Þetta vor komum við ekki inn í herbergið okkar í þrjár vikur samfleytt, auk þess sem það var alltaf notað sem gestaherbergi öðru hvoru. Sem sagt, engum var úthýst, enda var ekki á neinn annan að vísa. Við höfðum heimiliskennara í fimm vetur samfleytt á heimilinu. Sigurbjörg Jóns- dóttir hét ein. Hún kom úr kvennaskólanum á Blönduósi og var hjá okkur í einn vetur. Seinna var Valgerður Bjarnadóttir hjá okkur. Hún hafði þá nýlokið gagnfræðaprófí frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og hún var hjá okkur í fjóra vetur. Þetta var prýðiskona og það er ábyggilegt að við eigum þessa góðu íslenskukunnáttu okkar henni að þakka. Mamma talaði aldrei nema norsku og þau töluðu norsku saman, pabbi og mamma. Pabbi talaði íslensku og af útlendingi að vera talaði hann hana prýðilega og þurfti þess náttúrlega vegna atvinnu sinnar og sam- skipta við fólk En mamma fann það að hún talaði ekki eins vel og hún hefði viljað og þess vegna gerði hún það ekki. Einu sinni stóð til að við Valborg fengjum að fara til Noregs. Okkur langaði til að geta bjargað okkur á norsku svo að við gerðum samning við mömmu um að tala bara norsku við matarborðið til þess að æfa okkur. Það varð til þess, að yfirleitt var bara þagað við borð- ið, því ekki mátti tala íslensku. Svo eitt sinn sagði Valgerður: „Jæja, nú get ég ekki kennt ykkur meira.“ Ragna systir pabba og Þorsteinn buðu okkur þá að vera hjá sér og vera í unglingaskóla á Seyð- isfirði. Við vorum þar fyrst í 4. bekk barna- skólans en vorum svo fljótlega flutt upp í yngri deild unglingaskólans. Þar vorum við svo þennan vetur og þann næsta í efri bekk, þangað til í mars að við fórum norður til Akureyrar, tvær elstu systurnar og Karl, kjörsonur Rögnu og Þorsteins. Við fórum norður með koladalli til Sigluíjarðar og þaðan til Akureyrar. A Akureyri bjuggum við hjá Friðjóni Jenssyni lækni. Næsta vet- ur vorum við í 2. bekk, en veturinn sem við vorum í 3. bekk, fórum við ekki norður fyrr en í desember og þá var nú kalt á Huldukoti, heimavistinni. Það var illa hitað upp og þá snjóaði inn á okkur. Valborg lauk gagnfræð- aprófi vorið 1917, en ég lauk ekki prófi. Ég veiktist í miðju upplestrarfríi og var flutt af heimavistinni suður á spítala. Stefán skóla- meistari kom á spítalann til mín og vildi að 130
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.