Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 134
Múlaþing
Arni Vilhjálmsson. Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
hvítasunnu í glampandi sólskini og logni.
Síðan var haldið til Sigluijarðar, þar vorum
við á hvítasunnudag í sama góða veðrinu,
og á annan í hvítasunnu á Akureyri. Til
Húsavíkur komum við 17. maí, á þjóðhátíð-
ardegi Norðmanna. Þá er veislumatur um
borð og allt skreytt með fánum. Við leggj-
um út frá Húsavík 17. maí um kvöldið og
um nóttina skellur á öskrandi stórhríð. Við
komum á Seyðisijörð 19. maí og þá er allt
hvítt. Þetta var eins og að koma í annan
heim. Við vorum búin að fara frá Noregi
þar sem allt var að springa út og komum
svo næstum eins og inn í ísöld.
Snorri fæddist 10. júlí 1921 og ég var
heima á Reyðarfirði í góðu yfirlæti þangað
til að Árni kom í mars 1922. Þá var Sigurð-
ur Kvaran læknir á Eskifirði þingmaður og
vantaði mann fyrir sig meðan hann sæti á
þingi. Hann skrifaði Árna út og bað hann
að gegna fyrir sig embættinu og hann kom
þá heim og við vorum þarna um vorið á
Eskifirði. En svo þurfti að leita sér að at-
vinnu, því þá lágu ekki læknishéruð á lausu
eins og núna. Páll Kolka, sem þá var í
Vestmannaeyjum, ætlaði að fara í árs orlof
til Ameríku og við vorum í Vestmannaeyj-
um það ár, 1922-23. Kjartan fæddist þar.
Árni fer svo til Reykjavíkur í atvinnuleit
og er ráðinn vestur í Flatey en honum þótti
ekki fysilegt að flytja þangað með ijöl-
skylduna svo ég fór austur til foreldra
minna á Reyðarfirði og dvaldi þar með
drengina báða um sumarið.
Um haustið skrifar honum Kristján
læknir á Seyðisfirði sem var heilsulítill og
biður hann að vera hjá sér um veturinn. Það
ræðst svo að við förum þangað í október.
En milli hátíða þennan vetur deyr Magnús
héraðslæknir á Hofsósi og það verður úr, að
við förum þangað seint í janúar 1924. Þá
kemur strandferðaskipið og því er hátíðlega
lofað að okkur verði skilað í land á Hofsósi.
Við vildum ekki fara nema það væri tryggt
að við kæmust alla leið. En þegar þangað er
komið er ófært, og við erum sett á land í
Sauðárkróki. Skipstjórinn var velviljaður
og vildi bíða eftir að geta flutt okkur en það
var rekið á eftir honum og hann varð að
halda áfram. Við biðum svo á Sauðárkróki
þangað til komið var sæmilegt veður og þá
var farið með okkur á mótorbát.
Við flæktumst víða eins og sést á þessu
en hvergi var okkur tekið eins og á Hofsósi.
Það er alveg ógleymanlegt. Við bjuggum hjá
læknisekkjunni, hún hafði rýmt fyrir okkur í
sínu húsi,. Það var mjög snjóþungt þennan
vetur. Árni þurfti að fara í læknisferðir út í
Fljót og heilmikil ferðalög, og það var ákaf-
lega erfitt yfirferðar. Eg var svo heppin, að
hafa með mér stúlku frá Reyðarfirði, Krist-
ínu Sæmundsdóttur að nafni, og var hún búin
að flækjast þetta allt með okkur.
Meðan við vorum á Hofsósi dó Guð-
mundur Þorsteinsson á Borgarfirði eystra
en hann hafði ásamt Árna sótt um læknis-
132