Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 135
Minningar
Lœknisbústaðurinn á Vopnafirði er húsið ofan við kirkjuna. Mynd af póstkorti frá um 1924. Héraðsskjala-
safn Austfirðinga 00-60-1654.
embættið á Vopnafirði sem þáverandi hér-
aðslæknir, Ingólfur Gíslason, hafði sagt
lausu. Eitt laugardagskvöld fengum við
símskeyti þess efnis að þar sem Guðmundur
Þorseinsson væri dáinn væri hann næstur að
fá Héraðið. Jafnframt var honum boðið að
vera í Hofsóshéraði, ef hann vildi. Við
vorum fljót að velja, við vildum heldur fara
austur. Okkur leið vel á Hofsósi en við
vorum bæði að austan og vildum heldur
vera þar. Svo fluttum við um vorið, vorum
fyrst á Reyðarfirði í hálfan mánuð en kom-
um svo til Vopnafjarðar 1. júní 1924.
Þegar við komum á Vopnaijörð var Arni
sóttur út í skip og beðinn að fara upp í sveit.
En til okkar kom sveitungi hans, sem var
búsettur þarna, Gunnlaugur Sigvaldason,
og bauðst til að aðstoða okkur eins og hann
gæti. En ekki gæti hann boðið okkur heim
því kona sín væri ekki heima. Hún hafði
farið í heimsókn norður á Langanes en
þaðan var hún. Við vorum þarna með tvö
börn og eitt á leiðinni og stúlka með mér.
Gunnlaugur fylgir okkur heim að læknis-
húsinu en þar er allt harðlæst og lokað.
Hann fer að leita að lyklinum og finnst hann
loks í þriðja eða fjórða húsinu. Þá var húsið
ískalt og ekkert vatn að hafa. Eg var illa á
mig komin og lá við yfirliði þegar ég loks
komst inn í húsið. Það var innikamar í
skúrnum og þangað komst ég svo ég læki
ekki niður á gólfið. Stúlkan náði loks í vatn
í kjallaranum en Gunnlaugur fór að huga að
sængurfatnaði, því að Arni kom ekki fyrr en
löngu seinna. Mamma hafði útbúið nesti í
körfu handa okkur en við þurftum að geta
hitað okkur eitthvað. Prímus var nærtækur,
en þá vantaði eldspýtur. Þá var farið í næsta
hús og fenginn eldspýtustokkur en ekki var
okkur boðin nein aðstoð. Löngu seinna
sagði við mig gömul kona sem bjó þarna í
nágrenninu: „Mikið var ég búin að skamm-
ast mín fyrir að sjá ykkur norpa þarna og
komast ekki inn í húsið. Eg kom mér ekki
að því að bjóða ykkur inn en mikið vildi ég
að ég hefði gert það.“ Það var óskaplega
kalt þetta vor og þetta er nú svona með því
nöturlegasta sem maður hefur komist í.
133