Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 136

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 136
Múlaþing Þarna áttum við heima þangað til um áramótin 1959-60. Það varð langur tími og náttúrlega ákaflega margs að minnast á þeim tíma. Þó að við byggjum á svona mörgum stöðum, festum við aldrei rætur fyrr en á Vopnafirði. T.d. undi ég mér aldrei í Vestmannaeyjum, þótt mér liði vel þar. Mér fannst ég aldrei eiga heima þar, þótt ég yndi mér yfirleitt vel þar sem við vorum. Eg gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en síðar að sennilega hefur þetta stafað af ein- angruninni og ljarlægðinni frá „meginland- inu“. Aftur á móti kunni ég afskaplega vel við mig á Vopnafirði. Mér hefur alltaf þótt vænt um bæði Seyðisfjörð og Reyðarijörð. Reyðarljörður fannst mér alltaf fallegastur af Austfjöröunum en eftir að ég kom til Vopnaijarðar fannst mér hann langfalleg- astur því að hann var svo grösugur. Nú, og svo á maður mestallt sitt ævistarf þar og hefur alltaf liðið vel, þrátt fyrir að önn dagsins væri mikil. Þetta var náttúrlega lík- ast því sem ég var alin upp við, þetta stóra heimili. Ég hafði unnið mikið á heimilinu hjá mömmu og lært margt af henni. Hún bjó til ákaflega góðan mat og ég hef búið að því síðan. Það var margt í heimili hjá okkur, algengt var 14-16 manns í heimili, fyrir utan gestagang á sumrin. Eftirmáli Svo sem augljóslega má sjá af framan- greindu er hér aðeins upphafið að ævisögu lækniskonunnar frú Aagot, og verður því ekki rúm hér til að gera henni nein skil. En þegar á heildina er litið má segja að í lífi hennar á Vopnafirði endurspeglist líf for- eldra hennar á Reyðarfirði. En munurinn er sá, að hér var ekki um kaupmanninn að ræða, heldur embætismanninn, héraðslækn- inn. Árni læknir var í hreppsnefnd og odd- viti staðarins í áratugi. Á heimili þeirra þurfti því ekki aðeins að veita þreyttum ferðalöngum beina, heldur var þar sjúkra- húsið í héraðinu, hótelið og gistiheimilið. I apótekinu, sem aldrei var nefnt annað, var móttaka fyrir alla sjúklinga sem komu og þar voru gerðar aðgerðir. Ef um meiriháttar aðgerðir var að ræða, þurfti að taka sjúkl- inginn inn á heimilið og veita honum þar aðhlynningu. Frú Aagot þurfiti því að vera margt í senn. Hún var ekki aðeins húsmóðir á sínu stóra heimili, og móðir bama sinna, heldur var hún hjúkrunarkona og aðstoðar- læknir, þótt hún hefði ekki til þess skóla- menntun. Allt lín og umbúðir sjúklinganna varð að þvo með öðrum þvotti heimilisins. Á heimilinu var rekinn smábúskapur, alltaf voru tvær til þrjár kýr, 30-40 ær, hest- ar og hænsni. Heimilisfólkið vann að svarð- artekju til eldiviðar. Mikið var unnið að heimilisiðnaði. Aagot eignaðist rokk og lærði að spinna og síðan var prjónað, hekl- að og saumað. Fljótlega eignaðist hún prjónavél, og eftir það sá hún ekki aðeins eigin heimili fyrir prjónlesi heldur prjónaði hún bókstaflega fyrir alla sveitina í mörg ár, við miklar vinsældir. Um langt skeið hafði hún litla hannyrðaverslun inn af lækninga- stofunni, og var það umboð frá verslun Baldvins Ryel á Akureyri. En þótt önn dagsins væri mikil, eins og hún sjálf komst að orði, fann hún alltaf tíma til að sinna félagsmálum. Hún starfaði mikið í Kvenfélagi Vopnaljarðar og var þar lengst af gjaldkeri. Hún sat um langt skeið í sóknarnefnd Vopnaljarðarsóknar. Þá er ótalinn áhugi hennar á leiklist. Hún hafði mjög gaman af að leika og var ein aðal- drifljöðrin í leikstarfsemi á Vopnafirði um árabil. Læknishjónin fluttust til Reykjavíkur um áramótin 1959-1960 og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust 11 börn. Árni lést árið 1977 en Aagot 1995, 95 ára gömul. 134
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.