Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 138

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 138
Múlaþing gang að landi og því réði endanlega eignin.5 Hún var einnig ákveðin trygging fyrir lífs- afkomu í harðindum, gat ráðið hverjir lifðu þau og hverjir ekki. Að öllum jafnaði var því sterk jákvæð fylgni milli ríkidæmis og afkomendaQölda. Jarðnæðislausir vesaling- ar í manntalinu 1703 eru ólíklegri til að eiga afkomendur en eignamennirnir. Greina má í jarðabókinni 1696 rnenn og ættir sem sóttu fram, voru þá á uppleið, og menn og ættir sem voru að tapa fyrri stöðu sinni, voru á niðurleið. En heildarsumma auðsins var óbreytt öld fram af öld ef ár- ferði versnaði ekki eða batnaði því að rnjög litlar voru breytingarnar í tækni, engar voru framfarirnar. Þetta eigum við nútímamenn oft erfitt með að skilja. Fyrst verður ijallað nokkuð almennt um ástand landsins um aldamótin 1700. Það verður best gert með því að skoða mann- tjöldatölur, sbr. töflu 1. Þar ber sérstaklega að athuga hlutfallslegan tjölda niðursetn- inga og flakkara, annars vegar á öllu land- inu, sem var 14,3% manníjöldans, og í Múlaþingi, sem var 19,3%. Mikil harðindi höfðu áður verið á Austurlandi, ekki síst á áttunda áratug 17. aldar. Flest bendir til að þá hafi skáldið séra Stefán Ólafsson í Vallarnesi (1619-1688) orkt þessa vísu, sem nefnd hefur verið Harðindi, um Fljótdals- héraðið allt. Jökuldals byggðin bleika, byljum stríðum vön Hlíðin, kringvöfð vötnum Tunga, veitug Utmannasveitin, þjóðkunn þingin Eiða, þröng sund Skriðdals grundar, Völlur, Fljótsdalur, Fellin, — fullt er þar allt af sulti. Þá eins og oft síðar dó fólk úr hungri á Austurlandi í kjölfar hafíss og kulda. Eftir ósköpin 1670-1680 kom örstutt hlýinda- skeið eða áður en kaldasti tími Islands- sögunnar gekk í garð 1685-1700. Þá var veður kalt um alla Norðurálfu, t.d. féll þá um þriðjungur Finna úr hor.6 A Islandi var fólk á Norður- og Austurlandi næmara fyrir kuldaskeiðum en tolk sunnanlands og vestan þar sem kuldinn kom af hafmu og réðist af mjög breytilegum styrk kaldra strauma úr norðri í hlutfalli við styrk Irm- ingerstraumsins úr suðri, sem var nær óbreytanlegur að styrkleika í aldanna rás. Köldu norðanstraumarnir réðu mestu um ástand hafsins norðanlands og austan en í litlum mæli ástandi hafsins sunnanlands og vestan.7 Arið 1703 greinum við land í alvarlegri kreppu. Margt virtist benda til að þjóðin væri að deyja út. I manntalinu þá voru ár- gangar fólks undir fímm ára aldri miklu fá- mennari en aldurshópurinn 20-24 ára.8 Sjö börn í yngri aldurshópnum komu á hverja 10 einstaklinga í eldri hópnum. Slíkt er 5 Þetta er rökstutt í bók minni Upp er boóið ísuland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602—1787. Reykjavík 1987, einkum bls. 18-19 og 36-38. Þetta er rækilegar rökstutt í riti mínu, Fertility and Nupitality in íceland's Demographic History, Meddelande frán Ekonomisk-Historiska Institutionen i Lund, nr. 12, 1980 og í greinninni „Fátækt á Islandi fyrr á tímum“. Ný saga 1990. 6 Juttikala, Eino, „The Great Finnish Famine in 1696-1697“ . The Scandinavian Economic History Review, 1955:1. 7 Nánar er um þetta ijallað í grein minni, „Fishermen and sea temperature. Co-variation Studies of the Situation in Iceland’s South and South/Central West during the Little Ice Age“. Northern Seas. Yearbook 1999. Association for the History of the Northern Seas. St. John’s, Newfoundland 2001. ^ Manntalið 1703. Hagskýrslur íslands II, 21. Reykjavík 1960, bls. 50. 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.