Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 143
Hverjir áttu Austurland um aldamótin 1700
Tafla 4 Skipting einkajarða og bændakirkna á Austurlandi 1696 eftir stærð eignarhlutar
Eignastærö Jarðarhundruð alls Fjöldi eigenda Jarðarh. í % Eigendurí %
60 H + 947 8 32,9 6,9
Torfabörn 452 8 15,7 6,9
20-59H 888 28 30,8 24,1
10-19H 373 30 13,0 25,9
5-9H 173 28 6,2 24,1
1,5-4,5H 47 14 1,6 12,1
Alls 2.880 116
Jarðarhundruð Eigendur Jarðah. í % Meðaleign
20 + 2287 44 79,4 52H
20 < 593 72 20,6 8H
Heimild: AM 363 fol. Sjá og Viðauka A
biskupsins og ævisöguritari að auki. Ljóst
er t.d. að Torfi erfði allar eigur Brynjólfs
Sveinssonar á Austurlandi.
Brynjólfur Sveinsson (1605-1675)
auðgaðist mjög í biskupstíð sinni í Skál-
holti 1639-1674. Jarðir keypti Brynjólfur
biskup margar á Austurlandi og hafði hann
þar umboðsmenn, frá árinu 1672 séra
Þorstein Jónsson að Eiðum (1622-1699).24
En jarðir hafa sennilega verið ódýrar á
Austurlandi í umboðsmannatíð Þorsteins
(1672-1675) vegna harðindanna sem þá
gengu yfir fjórðunginn.
Af þeim átta jarðeigendum öðrum sem
auðugastir voru á Austurlandi má bæði
greina menn sem þá voru með allar klær úti
til að eignast fleiri jarðir og aðra sem
virðast sáttir hafa setið á fornum ættarauð
og reyndu í mesta lagi að viðhalda honum.
Í síðari flokknum var Páll Marteinsson,
sýslumaður að Eiðum, af auðugustu ættum
Austurlands á íyrri tímum en „lítill skör-
ungur eða ráðdeildarmaður.“25 Bróðir Páls,
Einar Marteinsson, bóndi að Meðalnesi, átti
aðeins 20 hundruð í jarðeignum sem hefur
sennilega verið minna en nam föðurarfi
hans. Á sama tíma voru aðrir sýslumenn að
sópa að sér eignum, t.d. mágur Páls, Björn
Pétursson að Burstarfelli. En duglegastur í
auðsöfnun var samt tvímælalaust séra Páll
Ámundason að Kolfreyjustað. Ekki má
gleyma í þessu samhengi ísleifi Einarssyni
(1655-1720), sýslumanni í Austur-Skafta-
fellsýslu, sem átti margar jarðir í Skafta-
fellssýslu26 og var nú samkvæmt Jarða-
bókinni 1696 að kaupa jarðir, eftir því sem
þær fengust, í nágrennahreppum sýslu sinn-
ar, í sunnanverðri Suður-Múlasýslu.
í töflu 4 sést hvernig einkajarðir skiptust
eftir stærð eignarhlutar eins og sjá má nánar
í Viðauka A. Augljóslega má í megin-
atriðum skipta eigendum í tvo flokka, þá
24 íslenzkar œviskrár.
25 Sama heimild.
26 Bragi Guðmundsson, 1985, bl.s. 68.
141