Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 145
Hverjir áttu Austurland um aldamótin 1700
Tafla 6 Skipting einkaeignar á Austurlandi 1696 eftir starfsstéttum
(Fjöldi) Hundruð alls Hundruði% Hundruð /eigendur alis
Sýslumenn (8) 515 17,9 64
Prestar (19) 545 18,9 27
Bændur (89) 1820 63,2 20
Ails (116) 2880 100,0 25
Athugasemd: í hópi sýslumanna er einn klausturhaldari sem ekki var sýslumaður og í hópi
prestanna er einn biskup.
Heimild: Sjá töflu 4.
að Espihóli, náfrænda Björns Magnússonar
sýslumanns.28
Af öllum stóreignamönnum á Austur-
landi sem áttu miklar jarðir utan Múlaþings
ber langhæst sr. Pál Amundason að Kol-
freyjustað. Hann erfði nokkrar eignir en afl-
aði þeirra ekki síður. Margar jarðir átti Páll
í Þingeyjarsýslu.29 Tveir stóreignamenn í
Múlaþingi áttu einnig margar jarðir í
Skaftafellssýslu, sr. Halldór Eiríksson að
Eydölum og utanhéraðsmaðurinn Eiríkur
Jónsson bóndi að Hoffelli, Nesjum.30 Aður
hefur verið minnst á Isleif Einarsson sýslu-
mann í Austur-Skaftafellasýslu. Ekki má
gleyma í þessu samhengi títtnefndum
Torfabörnum, sem öll voru utanhéraðsfólk.
Nauðsynlegt er að fjalla um kirkjueignir
á Austurlandi en sérstaða landshlutans í
þeim efnum var, eins og áður hefur komið
fram, fólgin í því að kirkjuauðurinn geymd-
ist þar hjá brauðunum en ekki hjá biskups-
stólunum og klaustrið, sem kóngurinn
hafði slegið eign sinni á, var í fátækasta lagi
af klaustri að vera.
í töflu 7 má sjá skiptingu kirkjujarða
milli lénsbrauða í Múlaþingi 1695/1696.
Alls voru 22 prestar þá í Múlaþingi. Tíu
þeirra réðu samanlagt 88% allra kirkjujarða
þar í sveitum. í hinum 12 prestaköllunum
var kirkjueignin venjulega bundin við
prestssetrið eitt, sem að vísu gat verið góð
jörð, prestinum til uppihalds gjaldfrí, eins
og Hof í Álftafirði, Stöð í Stöðvarfirði og
Dvergasteinn í Seyðisfirði. En tveimur
brauðum fylgdu engin prestsetur, kirkjurnar
voru einkakirkjur. Þetta voru prestaköllin
að Eiðum og í Mjóafirði. Eiðaprestur bjó þó
við sæmileg kjör, hann fékk þannig drjúgar
tekjur af kirkjukúgildum víða á Héraði. En
óhætt er að segja að flestir Mjóaljarðar-
prestar hafí búið við óttalega vesöld. Skýrt
dæmi um þetta var séra Jón Brynjólfsson
(1735-1800) en árið 1785 tók kirkjubónd-
inn „Hermann Jónsson í Firði með honum
að áskilinni meðgjöf og urðu kærumál
af.“31 Hannes Finnsson biskup kallaði séra
Jón „aumasta prest á Islandi og vesælasta
prest í heimi (í bréfum 1792).“32
En eins og sjá má í töflu 7, hafa um tíu
prestar búið við betri kjör en almennt var á
28 Sama heimild. íslenzkar œviskrár.
29 Bragi Guðmundsson 1985, bls. 68.
30 Sama heimild.
31 íslenzkar œviskrár.
Comn hf'imilrl
Sama heimild.
143