Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 156
Múlaþing
fer að hann nær öllum fjármunum Hrafns
félaga síns og siglir með þá til Noregs og
kemur þeim í hendur ættingja hans. Með
þessu bakaði Þorleifur sér óvild hinna
vopnfirsku höfðingja, þá aðallega Brodd-
Helga. Helgi gerði tilraun til að klekkja á
Þorleifi með því að lögsækja hann fyrir að
gjalda ekki hoftoll. Öll fór sú ráðagerð í
handaskolum og hverfur Þorleifur úr Vopn-
firðingasögu sem sigurvegari. En þetta mál
dró lengri slóða, Brodd-Helgi sneri reiði
sinni að Geiti í Krossavík og fór svo að þeir
börðust og féll Helgi. Seinna drap Bjarni
sonur Brodd-Helga Geiti til hefnda eftir
föður sinn.
Því rek ég þetta svo nákvæmlega að það
sýnir að sá sem þessar sögur skráði á tólftu
og þrettándu öld taldi Þorleif kristna standa
jafnfætis helstu höfðingjum sögualdar. I
Landnámu er gerð grein fyrir ætt Þorleifs
kristna. Þar segir frá Ástríði Þorvaldsdóttur
sem átti fyrir son Ásbjörn loðinhöfða, föður
Þórarins í Seyðarfirði, föður Ásbjarnar, föð-
ur Kolskeggs ins fróða og Ingileifar móður
Halls föður Finns lögsögumanns." Ættar-
tala þessi er fyrir margra hluta sakir merki-
leg. Hún staðfestir Þórarinn í Seyðisfirði og
hálfbróður hans Þorleif kristna meðal helstu
valdaætta á Austurlandi, afkomenda og
tengdamanna Brynjólfs gamla, en hann var
afabróðir Ástríðar Þorvaldsdóttur.4
En við sjáum líka að Þórarinn í Seyðis-
firði er langafi Finns Hallssonar lögsögu-
manns; þar með er fengin staðfesting á því
að Þórarinn hefur haft fjármuni og völd því
með öðrum hætti náði enginn því að verða
lögsögumaður. Síðast en ekki síst þá er
Þórarinn afi Kolskeggs fróða sem tilgreind-
ur er sem einn af höfundum frumgerðar
Landnámu og sagði fyrir um landnám í
Austfirðingafjórðungi. Það er engin goðgá
að ætla að Kolskeggur hafi sagt fyrir um
fleira en landnámið. Það vill svo til að
tveggja afabræðra Kolskeggs er getið í
Austfirðingasögum, hér hefur verið sagt frá
Þorleifs kristna, hinn var Þorkell svarta-
skáld sem féll með Helga Droplaugarsyni.5
Þegar ég dreg þessi brot um Þorleif
kristna og Þórarinn í Seyðisfirði saman þá
kemur mér ekkert á óvart að á Þórarins-
stöðum í Seyðisfirði skuli finnast leifar af
myndarlegri kirkjubyggingu frá dögum
Þórarins. Bróðir Þórarins var í hópi þeirra
sem voru í fararbroddi í trúboðinu, Þórarinn
var hluti af valdakjamanum á Austurlandi.
Þar lá beint við að byggja veglega kirkju til
að ryðja brautina fyrir hinn nýja sið. Það
kemur hvergi fram hvar Þórarinn bjó, þeir
sem um það hafa fjallað hafa staðnæmst við
Fjörð í Seyðisfirði sem um langan aldur var
aðalbýlið í firðinum að prestsetrinu Dverga-
steini frátöldu.
Þegar þess er gætt að heimild frá miðri
fjórtándu öld getur Þórarinsstaða og að þar
hafi verið kirkja helguð heilögum Ólafi,6 og
að annars staðar kemur fram að jörðin á
nokkru seinna myndarlegan reka,7 þá sé ég
ekkert því til fyrirstöðu að á dögum Þórar-
ins Ásbjarnarsonar hafi Þórarinsstaðir verið
stórbýli sem vel gat á þeim tíma hafa verið
aðalbýlið í Seyðisfírði. Þá vekur staða Halls
af Síðu og tengdamanna hans eins, og þeir
birtast í sögum, ekki síður spurningar.8
Kona Halls hét Jórunn og var Þiðranda-
^íslenskfornrit. I bindi, Landnámabis. 298. Reykjavík 1968.
^íslenskfornrit. XI bindi, Droplaugarsona saga bls. 158-166. Reykjavík 1950.
^íslenskt fornbréfasafn. Þriðja bindi bls. 233. Kaupmannahöfn 1896.
7íslenskt fornbréfasafn. Fimmtánda bindi, bls. 708 Reykjavík 1947-1950.
^íslensk fornrit I. bindi, Landnáma bls. 316-, Reykjavík 1968.
154