Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 158
Múlaþing
býli. Þetta gengur gegn því sem þekkt er í
dag og reyndar lengst af á þeim tíma sem
jarðarinnar finnst getið í heimildum. Ekki
er þó að öllu ördeyða hvað snertir heimildir
um Þórarinsstaðakirkju.
I þriðja bindi Islensks fornbréfasafns er
birt uppskrift úr gamalli máldagabók frá
Skálholti sem nefnist Hítardalsbók,14 Þótt
hér sé um að ræða ungt pappírshandrit frá
miðri seytjándu öld þá eru færð fyrir því rök
í formála fyrir uppskriftinni í Fornbréfa-
safninu að Hítardalsbók byggi á máldaga-
bók frá a.m.k. miðri þórtándu öld. Þarna er
Þórarinsstaða í Seyðisfirði getið á eftir-
farandi hátt: „Hinn heilage olafur kongur a
ii hlute i þorarinsstodum þar fylger kyr og ii
ær. Altarisklæde. ii Klukkur.“
Það er engum vafa undirorpið að þarna
er sönnun þess að íyrir miðja ijórtándu öld
var kirkja á Þórarinsstöðum helguð Olafi
helga. Klukkueignin og altarisklæðið vitna
um að þarna hefur verið velbúin kirkja, en
trúlega aflögð fyrir nokkuð löngu. Það má
búast við að þarna hafi enn verið bænhús.
Máldagabók kennd við Vilchin Skál-
holtsbiskup er prentuð í þriðja bindi Forn-
bréfasafnsins og er bókin talin til ársins
1397.15 Þar er texti samhljóða Hítardalsbók
með einni athyglisverðri breytingu. Yfír-
skriftin er: „Seyðarfjörður“ og síðan segir;
„Hinn heilagi Olafur kongur i Seyðarfírði a
ii hluti i Þorarinsstöðum.“ Það að nefna
Seyðarfjörð vísar sterklega til þess sem
áður hefur verið vitnað til um Þórarinn í
Seyðarfírði.
I máldögum Gísla Jónssonar Skálholts-
biskups, sem taldir eru frá 1570 eða síðar, er
kristijárjörðin Þórarinsstaðir, 6 hundraða,
talin eiga reka, góðan.16 Það er heldur ótrú-
legt á þeim tíma, þegar hlunnindi voru að
safnast á sífellt færri hendur, hafí kotið Þór-
arinsstaðir, eignast verðmætan reka. Það er
miklu líklegra að hér komi fram gömul eign
frá velmektardögum Þórarinsstaða þegar
jörðin var stórbýli.
Landnáma getur ekki landnámsbæjar
Bjólfs í Seyðisfírði, það er athyglisvert með
tilliti til þess að heimildarmaðurinn er Kol-
skeggur Asbjarnarson, sonarsonur Þórarins
í Seyðarfírði. En ekki er þó með öllu spor-
laust um byggðamynstrið. Landnáma segir
„Bjólfur fóstbróðir Loðmundar nam Seyð-
isíjörð allan og bjó þar alla ævi; hann gaf
Helgu dóttur sína Ani inum ramma, og
fylgdi henni heiman öll in nyrðri strönd
Seyðisfjarðar til Vestdalsár. ísólfur hét
sonur Bjólfs, er þar bjó síðan og Seyðfirð-
ingar eru frá komnir.“17
Þarna eru komin ákveðin leiðarmerki.
Öll nyrðri strönd Seyðisfjaröar heyrir til
Helgu Bjólfsdóttur, það er rökrétt að ætla að
ísólfur hafí því fengið landið frá Vestdalsá
og suðurströndina alla. Það er lífsseig sú
skoðun að Fjörður hljóti að hafa verið land-
námsjörðin, það er skoðun Sigurðar Vil-
hjálmssonar bónda á Hánefsstöðum í Seyð-
isfirði,. Hann telur að Seyðisijörður hafí í
upphafi skipts milli milli þriggja stórjarða.
Dvergasteins, Fjarðar og Austdals. Hann
telur reyndar Þórarinsstaði byggða út úr
Austdal og byggir það á því að Þórarins-
staða sé getið síðar en Austdals.18 Sigurð-
ur hefur ekki þekkt heimildina um Ólafs
kirkju á Þórarinsstöðum. Hugmyndir sínar
1 áslenskl fornbré/asafn Þriðjabindi bls. 233. Kaupmannahöfn 1896.
^íslenskt fornbréfasafn. Fjórða bindi bls. 225. Kaupmannahöfn 1897.
1 ^íslenskt fornbréfasafh. Fimmtánda bindi, bls. 708 Reykjavík 1947-1950.
17íslenskfornrit 1 bindi, Landnáma bls. 306. Reykjavík 1968.
18Sigurður Vilhjálmsson, Handrit á Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Örnefhalýsing Seyðisfjarðar, Örn. 10, A.15.
156