Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 159
Frumkristni á Austurlandi og Þórarinsstaðir
Lengst til hœgri er Hánefsstaðafjall upp af samnefndum bœ, þá Salteyrardalur ogfjallið Flanni. Undir því
eru Þórarinsstaðir. Utar er Austdalur, Sauðfell og Skálanes. Ljósm. SGÞ.
setti Sigurður Vilhjálmsson fram í handriti
að örnefnaskrá Seyðisíjarðar sem varðveitt
er á Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Sigurð-
ur Magnússon frá Þórarinsstöðum hefur
ritað stórfróðlega örnefnalýsingu fyrir
Þórarinsstaði þar segir hann m.a. frá
Klausturhöfn sem vitnar um verulegt útræði
á Þórarinsstöðum frá miðöldum.19
Ég er ekki sammála Sigurði Vilhjálms-
syni, mér þykir augljóst að landnámsjörðin
hefur verið það sem ég tala um hér fyrr sem
erfðahluta ísólfs Bjólfssonar. Ef horft er til
líklegs bæjarstæðis þá eru Þórarinsstaðir
miðsvæðis í landinu, bærinn stendur hátt og
sést vel út ijörðinn, það var gagnlegt til að
horfa til skipaferða, eða huga að veðurfari
og sjólagi, þar er lítil sem engin snjóflóða-
og skriðuhætta, gagnstætt því sem er inn í
Firði.
Mér þykir líklegt að um árið 1000 hafi
eignarhald jarðanna í Seyðisfirði verið lítið
breytt frá landnámi. Það hafi verið svo allt
fram á 14. öld en nöfn jarðanna verið á reiki.
Hið gamla heiti jarðarinnar, Seyðarijörður,
geymist m.a. í gömlum máldögum þótt á
þeim tíma hafi jörðin deilst í nokkrar jarðir.
Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar er
talin að stofni til frá því um árið 1200.20
Að nota skrána sem heimild frá þeim tíma
er annmörkum háð. Útgefandi skráarinnar
getur þess í formála þegar hún var prentuð.
Kirknaskráin er aðeins til í ungum afskrift-
um og ber þess merki að hafa tekið breyt-
ingum í aldanna rás eftir því sem kirkjur
hafa risið og fallið.
Dvergasteinskirkja hefur eignast reka
fyrir landi Þórarinsstaða á dögum Vilch-
ins.21 Þannig fór einnig um flestar jarðir í
Seyðisfirði, þær enduðu í höndum kirkjunn-
ar. Með alþýðu fólks lifði sú sögn að aðal-
^9Sigurður Magnússon. Handrit á Héraðsskjaiasaíni Austfirðinga, Örnefnaskrá og lýsing Þórarinsstaða, Örn. IO.A.11.
^íslenskt fornbréfasafn. Tólfta bindi bls. 1-5. Reykjavík 1923-1932. | 57
2' íslenskt fornbréfasafn. Fjórða bindi, bls. 224-225. Kaupmannahöfn 1897.