Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 160
Múlaþing
Einn af þremur steinkrossum frá Þórarinsstöðum.
Minjasafn Austurlands. Ljósm. SGÞ.
algerlega hafna þeirri hugmynd að í Firði
hafi verið kirkja á 14. öld.
Hér hef ég reynt að færa rök fyrir því að
Þórarinsstaðir hafí í öndverðu verið stórbýli
þar sem byggð hafi verið trúboðskirkja sem
seinna var helguð Olafi helga Noregskon-
ungi. Og þegar litið er til rannsókna Stein-
unnar J. Kristjánsdóttur, fornleifafræðings,
á mannvistarleifum þar þá þykir mér það
stappa nærri fullri vissu. I þessu sambandi
er rétt að geta þess að séra Sveinn Víkingur,
sem um nokkurra ára skeið var prestur á
Dvergasteini, kynnti sér kirknaskrá Páls
biskups Jónssonar og skrifaði um athuganir
sínar í bókinni Getið í eyður sögunnar. Eg
lík þessari samantekt með tilvitnunum í bók
sr. Sveins. Hann segir; „Næst skulu taldir
bæir, þar sem sterkar líkur eru fyrir að verið
hafi heimiliskirkjur fyrir 1000... Þórarins-
staðir í Seyðisfírði...“26
I byrjun hundadaga 2002.
kirkjan í Seyðisfírði hafí staðið austan
Ijarðar. Svo var kirkjan flutt; þá brugðust
vættir landsins svo við að þeir sigldu
Dvergasteininum þvert yfír Ijörðinn og fékk
staðurinn nafn sitt af þessum búferlaflutn-
ingum dverganna. Þessa sögn skráði Jón
Árnason í safn sitt.22 Sigfús Sigfússon frá
Eyvindará skráði nær samhljóða sögn
nokkru seinna.23
Fjarðar í Seyðisfírði getur í bréfum frá
fyrri hluta 16 aldar,24 25 þar eru um kaupbréf
og dóm vegna jarðakaupa að ræða og þess
að vænta að getið væri hlunninda á borð við
reka eða gamalla kvaða vegna kirkjuhalds.
Þess sér þó engin merki. Eg tel að það megi
Heimildir
Islendinga sögur. Fyrsta bindi, „Kristni-
saga.“ Reykjavík 1953.
Islensk fornrit. XI bindi, „Vopnfirðingasaga“.
Reykjavík 1950.
Islenskfornrit. I bindi, „Landnáma.“ Reykja-
vík 1968.
Islensk fornrit. XI bindi, „Droplaugarsona
saga.“ Reykjavík 1950.
Islenskt fornbréfasafn. Þriðja bindi. Kaup-
mannahöfn 1896.
Islenskt fornbréfasafn. Fjórða bindi. Kaup-
mannahöfn 1897.
íslenskt fornbréfasafn. Níundabindi. Reykja-
vík i909-1913.
22Jón Árnason. íslenskar þjóðsögur og œvintýri II. Bindi, bls. 72. Reykjavík 1954.
23Sigfús Sigfússon. íslenskar þjóðsögur og sagnir III bindi, bls. 187. Reykjavík 1982.
^íslenskt fornbréfasafn. Níunda bindi, bls. 72-73. Reykjavík 1909-1913.
^íslensktfornbréfasafn. Tíundabindi, bls. 80-81. Reykjavík 1911-1921.
26Sveinn Víkingur, Getið í eyður sögunnar bls. 69. Reykjavík 1970.
158