Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 18

Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 18
Hlutabréf hafa verið að hækka í verði og þá eru margir sem vilja kaupa. Það er eðlilegt að þú hoppir á vagn- inn þegar eitthvað er búið að hækka mikið. Aníta Rut Hilmarsdóttir, fjárfest- ingaráðgjafi Hið opinbera er betra í að setja reglur en að reka innviði. Orri Hauksson, forstjóri Símans. Þrjár ungar konur hafa vakið athygli fyrir frumlega og skemmtilega nálgun sína að umfjöllun um fjármál og fjárfestingar og halda þær úti Insta gram-reikningi sem nýtur mikilla vinsælda. elinhirst@frettabladid.is Áhugi almennings á verðbréfa- kaupum hefur aukist mjög á undan- förnum misserum, sérstaklega í ljósi þess að bankavextir hafa lækkað. Þrjár athafnakonur, þær Rósa Kristinsdóttir, Aníta Rut Hilmars- dóttir og Kristín Hildur Ragnars- dóttir, hafa gefið út bókina Fjár- festingar, til þess að gera þessi mál aðgengileg almenningi „án þess að svæfa þig úr leiðindum“, eins og segir í bókinni. Einnig er hægt að fara inn á Insta gram-reikninginn Fortuna Invest, sem þær reka, til þess að fá daglega fræðslu um fjárfestingar. „Fólk talar yfirleitt lítið um fjár- mál sín við aðra. Því finnst þetta vera svo mikið einkamál. Samt erum við öll að taka þessar stóru ákvarð- anir í tengslum við peningamál okkar og þurfum oft á ráðleggingum að halda. Þetta er eitthvað sem við viljum breyta, opna þessa umræðu og einfalda hana,“ segir Rósa Krist- insdóttir fjárfestingaráðgjafi. Rósa og Aníta Rut Hilmarsdóttir voru gestir í þættinum Markaðnum á Hringbraut í gærkvöldi. „Hlutabréf hafa verið að hækka í verði og þá eru margir sem vilja kaupa. Það er eðlilegt að þú hoppir á vagninn þegar eitthvað er búið að hækka mikið,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir. „Okkur er heldur ekki eðlislægt að kaupa eitthvað sem hefur lækkað, þannig að þetta er mjög mikil sálfræði,“ segir hún enn fremur. „Við höfum lagt grunn að því að fólk hugsi þetta alltaf til lengri tíma, þó að það sé mjög auðvelt að láta stjórnast af einhverjum skamm- tímasveiflum. Svo þegar tölurnar verða rauðar tekur fólk oft óskyn- samlegar ákvarðanir og vill selja í stað þess að hugsa til lengri tíma. Eðli hlutabréfa er að sveiflast í verði og fólk verður að vera meðvitað um það,“ segir Aníta. Þær segja að hið nýja lágvaxta- umhverfi, sem við Íslendingar höfum kynnst á síðustu misserum þegar stýrivextir lækkuðu mjög hratt, sé alveg nýr veruleiki. Það er ekki lengur nóg að setja peninga inn í banka og fá fína ávöxtun með lítilli áhættu, en ávöxtun og áhætta haldist í heldur. „Eitt af því sem við viljum leggja áherslu á er að við erum alla ævina að spara í gegnum lífeyrissjóða- kerfið,“ segir Rósa. „Það eru ótrú- lega margir sem vita ekki einu sinni í hvaða lífeyrissjóð þeir eru að greiða eða hvernig lífeyrissjóðirnir virka og hvernig þeir eru að ávaxta fé okkar.“ Aníta bætir við að það séu einnig örfáir sem mæti á ársfundi lífeyris- sjóðanna: „Maður myndi ætla að margir hefðu eitthvað um hlutina að segja, til dæmis ef þeir eru óánægðir með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra er að fjárfesta.“ Íslenska lífeyrissjóðakerfið er orðið gríðarlega stórt og það sé stærsti leikmaðurinn á íslenskum verðbréfamarkaði. Aníta Rut segir að lífeyrissjóðirnir séu með mjög virka eignastýringu. „Við gleymum mjög oft að þetta eru peningar sem fara af launum okkar mánaðarlega til lífeyrissjóðanna og viljum við ekki vita hvað verður um þá pen- inga?“ Rósa segir að þær séu einmitt með sérstakan kafla um lífeyris- sjóðina í nýútkominni bók sinni, Fjárfestingar, Fortuna Invest, til þess að fræða fólk um þetta. „Svo erum við einnig á Insta- gram. Við völdum þann miðil fyrir fólk sem gefur sér ekki tíma til að eyða löngum stundum í að stúd- era fjárfestingar. Við höfum þetta einfalt og það kemur eitthvað nýtt inn á hverjum degi. Þá hættir þetta að vera íþyngjandi og þú sækir þér þessa fræðslu í smáum skömmtum,“ segir Rósa Kristinsdóttir. n Peningamál fólks eru svo mikið einkamál Rósa Kristinsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir voru gestir Markaðarins á Hringbraut í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI helgivifill@frettabladid.is Of mikið af innviðum á fjarskipta- markaði er í opinberri eigu, að sögn Orra Haukssonar, forstjóra Símans. „Hið opinbera er betra í að setja reglur en að reka innviði.“ Hann nefnir í því samhengi til að mynda Farice sem rekur netsæstrengi og Ljósleiðarann (áður Gagnaveitan) sem rekur ljósleiðarakerfi. Þetta kemur fram í viðtali við sjónvarpsþátt Markaðarins sem frumsýndur var klukkan sjö í gær- kvöldi á Hringbraut, þar sem Orri ræddi sölu Símans á Mílu til franska innviðasjóðsins Ardians. Eftirlits- aðilar eiga eftir að samþykkja kaupin. Ljósleiðarinn er keppinautur Mílu en fyrirtækið er í eigu Orku- veitu Reykjavíkur, sem er nánast að öllu leyti í eigu borgarinnar. Það þykir Orra vera óeðlileg sam- keppni og nefnir að í ljós hafi komið að fyrirtækin hafi blandað saman fjármunum úr samkeppnisrekstri og rekstri sem sé háður einkaleyfi. Orri segir að víða erlendis sé horft til þess að mikil samkeppni ríki á fjarskiptamarkaði þegar litið sé til þjónustu, en að fyrirtæki vinni saman þegar kemur að rekstri inn- viða. „Hér höfum við farið þá leið að vera með samkeppni í innviðum líka,“ segir hann. Að sögn Orra hafi verið unnið hratt við að samnýta fjarskiptainn- viði þegar gosið í Geldingadölum hófst. „Neyðarlínan leiddi það verkefni,“ segir hann og nefnir að hægt væri að fara í samstarf víðar um land, svo sem með 5G-farsíma- kerfi og í ljósleiðaravæðingu, því það séu svæði á Íslandi sem séu svo fámenn að erfitt sé að keppa á sviði fjarskiptainnviða í hagnaðarskyni. Orri segir meðal annars um til- drög að sölu á Mílu, að stjórnendur Símans hafi legið undir ámæli frá fjárfestum því stór hluti af sjóðs- streymi félagsins hafi farið í fjár- festingar og því minna orðið eftir handa hluthöfum. Af þeim sökum hafi Síminn heldur dregið úr fjár- festingum, þótt farið hafi verið í miklar fjárfestingar við uppbygg- ingu á 4G farsímakerfum, ljósleið- arauppbyggingu og f leiru. Síminn hafi marga haghafa og því þurfi að líta til margra sjónarmiða. Hann bendir á að Ardian horfi til langs tíma og geti því tímasett sínar fjárfestingar með öðrum hætti en Síminn, sem sé skráður í Kauphöll. Íslendingum þyki kaupin á Mílu stór, en í huga stjórnenda Ardian sé um tiltölulega lítil viðskipti að ræða. Ardian hafi hug á að fjárfesta í uppbyggingu Mílu til að auka umsvif fyrirtækisins og koma fjár- magni í umferð. Orri segir aðspurð- ur að Síminn sé ekki besti eigand- inn að Mílu. Eftirlitsstofnanir leggi til dæmis meiri kvaðir á bæði félögin vegna eignarhaldsins.n Of mikið af innviðum á fjarskiptamarkaði í opinberri eigu 18 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.