Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 32
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB Yfirhafnir fyrir íslenska veðráttu SKOÐIÐ LAXDAL.IS Rapparinn Cardi B sló ræki- lega í gegn með klæðnaði sínum á American Music Awards verðlaunaafhend- ingunni um síðustu helgi, en hún var kynnir kvöldsins og kom fram í mörgum ólíkum samsetningum af hátísku- klæðnaði. oddurfreyr@frettabladid.is Cardi B hefur sjaldan ef nokkurn tímann sést í eins glæsilegum klæðnaði og á verðlaunaafhend- ingu American Music Awards síð- asta sunnudag. Þetta var í fyrsta sinn sem hún er kynnir hátíðar- innar og hún nýtti tækifærið til að spóka sig í mörgum ólíkum sam- setningum frá hátískuhúsum eins og Schiaparelli, Jean Paul Gaultier, Alexandre Vauthier og f leirum, með dyggri aðstoð frá stílistanum sínum, Kollin Carter. Tískumið- illinn Women's Wear Daily fór yfir klæðnaðinn og gaf innsýn í hönnunina. Átta „lúkk“ á einu kvöldi Cardi B byrjaði kvöldið í klæðnaði sem gleymist seint. Hún mætti á rauða dregilinn í sérhönnuðum svörtum Schiaparelli-kjól með svart slör og svarta hanska með gullnöglum. Svo var hún með gullgrímu fyrir öllu andlitinu. Cardi skipti síðan í dramatískan klæðnað fyrir byrjun sýningar- innar og mætti á svið í svörtum flauelskjól með háu hálsmáli sem var klofinn upp að læri og var með fjaðraðan höfuðbúnað úr haust- safni Alexandre Vauthier fyrir árið 2021. Síðan kom hún aftur á svið í svörtum jakkalegum flauelskjól með glitrandi axlir og sat ofan á nokkrum Loius Vuitton ferða- töskum. Cardi fór ekki bara upp á svið til að kynna, heldur vann hún líka verðlaunin fyrir besta hipphopp- lagið fyrir smellinn Up. Hún kom á svið til að taka við verðlaununum í kanarígulum kjól með úfið skraut eftir Jean Paul Gaultier úr haust- safninu frá 2019. Því næst kom Cardi B fram í fjólubláum kjól með kristalskreyt- ingum á búknum, en á öxlunum var hún með stórar fjólubláar fjaðrir úr safni Jean-Louis Sabaji fyrir haustið 2021. Eftir það fór hún í korsettlegan topp við svart pils og var með stórt svart skraut sem líktist blævæng á höfðinu. Rapparinn fór svo aftur í föt frá Schiaparelli til að klára verð- launaafhendinguna og kom fram í víðum jakka með alls kyns gullskrauti. Að lokum spókaði hún sig á rauða dreglinum með verðlaunin sín í hvítum kjól með hvíta hettu sem var skreytt gimsteinum og kom úr safni Miss Sohee fyrir haustið 2021. n Tískusigur Cardi B á AMA Rapparinn vakti mikla athygli með þessu sérstaka útliti frá Schiaparelli. Eftir að hún var búin að taka við verðlaunum sínum kom hún fram í þessum fjólubláa kjól. Þetta var í fyrsta sinn sem hún er kynnir hátíðarinnar og hún nýtti tækifærið til að spóka sig í mörgum ólíkum samsetningum frá hátískuhúsum. Cardi B endaði kvöldið á rauða dreglinum í hvítum klæðnaði sem var skreyttur gimsteinum. Cardi B var glæsileg á sunnu- dagskvöld. Cardi B tók við verðlaununum sínum í þessum gula kjól sem er með skrauti frá Jean Paul Gaultier. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þegar Cardi B fór fyrst upp á svið var hún í þessum dramatíska klæðnaði. 4 kynningarblað A L LT 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.