Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 42
6,67% allra brottrekstra í ensku úrvalsdeildinni eftir að Sir Alex Fergu- son hætti má rekja til Manchester United. 38 milljónir punda er félagið búið að greiða í starfslokagreiðslur til Solskjær, Mourinho, van Gaal og Moyes. Ole Gunnar Solskjær varð á dögunum fjórði knattspyrnu- stjórinn til þess að fá reisu- passann í starfi knattspyrnu- stjóra Manchester United. Eftir að hafa haft sama þjálfara í 27 ár hefur starfs- mannaveltan verið regluleg undanfarin ár. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Það verður ekki annað sagt en að tími Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hafi verið á þrotum eftir neyðarlegt 1-4 tap gegn Watford um síðustu helgi. Það var fimmta tap Manchester United í síðustu sjö leikjum, sem er versti árangur deild- arinnar á þeim tíma. Solskjær lifði af niðurlægjandi töp gegn erkifjend- unum í Manchester City og Liver- pool á dögunum en frammistaðan gegn Watford reyndist kornið sem fyllti mælinn. Stuðningsmenn Manchester United voru góðu vanir eftir að hafa fylgst með sama manni í brúnni í 27 ár. Sir Alex Ferguson leiddi félagið í gegnum gullaldartímabilið þegar Manchester United vann þrettán meistaratitla eða tæplega annað hvert ár með Ferguson í brúnni. Ferguson fékk svo að handvelja arf- taka sinn, David Moyes, sem reynd- ist ekki starfinu vaxinn. Moyes átti erfitt uppdráttar í starfi og var því leitað til reynslu- meiri manna, Louis van Gaal og Jose Mourinho. Þeir náðu báðir að skila félaginu bikar til að lyfta en vandræði innan sem utan vallar í sambland við vonbrigði í deildar- keppninni réðu örlögum þeirra og voru þeir báðir reknir. Á stuttum tíma sem bráðabirgðastjóri heill- aði Ole Gunnar Solskjær stuðnings- menn og stjórn félagsins en Norð- manninum tókst ekki að fylgja því eftir og vinna bikar. Það er ekki hægt að segja að neinn af þessum fjórum hafi ekki fengið stuðninginn sem til þurfti á leik- mannamarkaðnum. Félagið hefur keypt leikmenn fyrir rúman millj- arð punda og selt fyrir um fjögur hundruð milljónir punda og er með þrjá af 20 dýrustu leikmönnum allra tíma í leikmannahóp sínum. n Þrautin þyngri að finna eftirmann Ferguson Ferguson kvaddi Old Trafford með því að lyfta enska meistarabikarnum í þrettánda sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY David Moyes n 51 leikur n 27 sigrar n 9 jafntefli n 15 töp n 52,9 prósenta sigurhlutfall n Engir titlar n Leikmannakaup: 77 milljónir evra Louis van Gaal n 103 leikir n 54 sigrar n 25 jafntefli n 24 töp n 52,4 prósenta sigurhlutfall n Vann enska bikarinn n Leikmannakaup: 351 milljón evra Jose Mourinho n 144 leikir n 84 sigrar n 32 jafntefli n 28 töp n 58,3 prósenta sigurhlutfall n Vann deildarbikarinn og Evrópudeildina n Leikmannakaup: 466 millj- ónir evra Ole Gunnar Solskjær n 168 leikir n 91 sigur n 37 jafntefli n 40 töp n 54,2 prósenta sigurhlutfall n Engir titlar n Leikmannakaup: 459 millj- ónir evra 157 knattspyrnustjórar voru reknir eða kom- ust að samkomulagi um starfslok í efstu deild Englands á þeim tíma sem Sir Alex Ferguson stýrði liði United. 34 Íþróttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.