Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 4
thorgrimur@frettabladid.is
NÁTTÚRUVÁ Þorvaldur Þórðarson
eldfjallafræðingur segir það geta
tekið tíma að koma í ljós hvort
hlaup sé að hefjast í Grímsvötnum.
Mælingar sýna að íshellan í
Grímsvötnum sígur. Samkvæmt til-
kynningu Veðurstofunnar fundaði
vísindaráð Almannavarna í gær.
Þorvaldur segir að teikn sem nú
sjáist séu af því tagi sem gjarnan
boði hlaup.
„Við sjáum sig á íshellunni, lækk-
un á yfirborði á Grímsvatni sjálfu,
sem er stöðuvatnið ofan í öskjunni
á Grímsvötnum. Ef það f læðir út
úr henni og vatnið finnur sér leið
undan ísnum þá tæmist hluti af
Grímsvötnum, vatnið f læðir niður
og kemur síðan neðan við endann
á skriðjöklinum. Þetta getur tekið
nokkra daga, jafnvel viku. Þá eykst
bara vatnslagið, stundum mjög
mikið,“ segir Þorvaldur.
Að sögn Þorvaldar eru engin bein
merki um að eldgos sé í vændum.
Hann bendir á að Grímsvatnahlaup
leiði ekki endilega til goss.
Íshellan hefur nú sigið um nær
60 sentimetra og hraðinn eykst. n
Þolandi á barnaheimilinu á
Hjalteyri segist hafa barist
fyrir rannsókn allt frá árinu
2007. Var ekki trúað. Forset-
inn hlustaði á sögu hans í gær.
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG Steinar Immanúel
Sörensson, einn þolenda í svoköll-
uðu Hjalteyrarmáli, segist hafa
barist allt frá árinu 2007 fyrir því
að rannsókn færi fram á starfsemi
barnaheimilisins, sem rekið var í
nokkur ár við Hjalteyri í Eyjafirði á
áttunda áratug síðustu aldar.
„Strax eftir að Breiðagerðismálið
kom upp bað ég um rannsókn, en
þá bar ríkið því við að hún ætti
ekki við vegna þess að ekki hefði
verið um ríkisrekið heimili að ræða.
Það náttúrlega stenst enga skoðun,“
segir Steinar.
Hann bætir við að hann hafi upp-
lifað að sér hafi ekki verið trúað. „Ég
upplifði viðmót eins og ég væri að
ljúga.“
Um sanngirnisbætur sem Vist-
heimilanefnd hefur greitt út til
þolenda í sambærilegri stöðu og
umræða er um að endurvekja, segir
Steinar að hann myndi þiggja bæt-
urnar. Þær séu þó ekki aðalatriðið í
hans huga.
„Við verðum að einfaldlega fá
þessi mál upp á yfirborðið. Ég og
aðrir þolendur viljum afsökunar-
beiðni að lokinni rannsókn.“
Steinar segir að sárin sem dvölin
á Hjalteyri skildi eftir, muni aldrei
gróa.
„Fólk verður að átta sig á að þessi
meðferð í bernsku hefur litað allt
mitt líf. Allt mitt líf og bróður míns
og fjölmargra annarra barna sem
þarna voru.“
„Það eru mörg líf í rúst, sumir hafa
fyrirfarið sér. Ég heyrði í manni sem
sagðist hafa grátið í þrjá daga eftir
þáttinn vegna þess að hann rifjaði
upp sína eigin reynslu,“ bætir hann
við.
Eftir að Stöð 2 afhjúpaði síðast-
liðinn sunnudag hvernig börn á
heimilinu þurftu að upplifa kúgun
og kynferðisofbeldi, gjarnan undir
yfirskyni guðstrúar, hafa orðið
mikil viðbrögð. Steinar segist hafa
fylgst með framvindunni í kerfinu.
Viðbrögðin hafi vakið blendin við-
brögð, þakklæti, en líka aðrar til-
finningar.
Erfitt hafi verið að sjá ráðamenn
móast við að taka ábyrgð á hvaða
ráðuneyti eigi að standa fyrir
rannsókn. Hann hafi þó ekki setið
auðum höndum og látið duga að
fylgjast með, heldur hafi hann átt
símtal við forseta Íslands, Guðna
Th. Jóhannesson, í gær.
Auk þess sendi Steinar Salvöru
Nordal, umboðsmanni barna, bréf
eftir að Fréttablaðið birti viðbrögð
umboðsmanns barna við málinu.
Salvör segir frásagnirnar hræði-
legar. Málið sé mjög alvarlegt, ekki
síst vegna þess að brotið hafi verið
á börnum sem eigi sér ekkert bak-
land. Málið sýni fram á mikilvægi
eftirlits með allri svona starfsemi.
For sæt is- og dóms málaráðherrar
ætla að kalla eftir greinargerð um
hvernig beri að haga rannsókn á
máli barnanna á Hjalteyri, enda sé
búið að fella lög um Vistheim ila-
nefnd úr gildi. n
Fólk verður að átta sig
á að þessi meðferð í
bernsku hefur litað allt
mitt líf.
480.000 KR.
VSK verð
hækkun um
áramótin*
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSKBANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • JEEP.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 1017 • LAUGARDAGA 1216
*Verð á Compass og Renegade hækkar um áramótin vegna VSK hækkana.
**Bjóðum upp á 35”40” breytingapakka fyrir Wrangler.
JEEP WRANGLER RUBICON
TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI
JEEP COMPASS
TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI
TRYGGÐU ÞÉR JEEP
Á LÆGRA VERÐI
ALVÖRU JEPPI. ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
Nú er tilvalið að tryggja sér alvöru jeppa
með alvöru fjórhjóladrifi í forsölu.
Áætlað er að bílarnir verði tilbúnir til
afhendingar í desember.
Fjölnir Sæmundsson, sem er for-
maður Landssambands lögreglu-
manna, var rangfeðraður í blaðinu
í gær og sagður Þorgeirsson.
LEIÐRÉTTING
ingunnlara@frettabladid.is
Aðeins f imm lönd í heiminum
stunda blóðmerahald: Kína, Arg-
entína, Úrúgvæ, Þýskaland og
Ísland.
Starfsemin snýst um að taka blóð
úr fylfullum hryssum til að vinna
úr því hormónið PMSG sem er
notað í framleiðslu frjósemislyfja
fyrir húsdýr. Langstærsti kaupandi
þessara lyfja eru erlendir verk-
smiðjubændur.
Ísland er þriðji stærsti fram-
leiðandi PMSG í öllum heiminum
og með talsvert stærri iðnað en
Þýskaland og því langstærsti lög-
legi framleiðandi PMSG í Evrópu.
Þetta segir Sabrina Gurtner, full-
trúi alþjóðlegu dýraverndarsam-
takanna Animal Welfare Founda-
tion í samtali við Fréttablaðið, en
hún rannsakaði blóðmerahald á
Íslandi 2019 til 2021.
Samtök hennar vörpuðu ljósi á
hryllilegar aðstæður í greininni í
Suður-Ameríku árið 2015. Þar er
fóstureyðing framkvæmd svo hægt
sé að stunda blóðtöku á tveimur
tímabilum á ári. Í kjölfarið hættu
öll evrópsk og norður-amerísk
lyfjafyrirtæki og svínabændur að
versla PMSG frá Suður-Ameríku og
byrjuðu að kaupa frá evrópskum
framleiðendum, það er frá Íslandi.
„Öll verslun færðist frá Suður-
Ameríku til Evrópu eftir 2015. En
evrópski iðnaðurinn er í raun bara
Ísland,“ segir Sabrina. n
Nánar á frettabladid.is
Ísland með mesta blóðmerahald í Evrópu
Barist fyrir rannsókn í fjórtán ár
Steinar Immanúel Sörensson, sem mátti þola illa meðferð á Hjalteyri, segist hafa talað fyrir daufum eyrum er hann
bað um rannsókn fyrir fjórtán árum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Við Svínavatn þar sem stundaður er búskapur með blóðmerar. MYND/AWF
Forboði um hlaup
í Grímsvötnum
Þorvaldur Þórðar-
son, prófessor
4 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ