Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 44
Laugavegurinn er algjört
byggingarsögusafn.
Til að birta andláts-, útfarar-
eða þakkartilkynningar
í Fréttablaðinu
þarf að senda tölvupóst á
timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Einar Pálmar Elíasson
húsasmíðameistari og iðnrekandi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
föstudaginn 26. nóvember kl. 14.00.
Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf við komu í kirkju
samkvæmt sóttvarnalögum.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni:
https://promynd.is/einarel og www.selfosskirkja.is
Bergsteinn Einarsson Hafdís Jóna Kristjánsdóttir
Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu minnar
og móður okkar,
Jónínu Þ. Arndal
(Nínu Arndal)
Drekavöllum 26, Hafnarfirði,
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs,
sr. Arnórs Bjarka Blomsterberg og Útfararstofu Hafnarfjarðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hjalti Skaftason
Guðrún, Lilja og Vigdís Guðbjartsdætur.
Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug
og vináttu við andlát elskulegrar
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Guðrúnar Rögnu
Valdimarsdóttur
(Stellu)
Fjölskyldan þakkar sérstaklega starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sléttuvegi fyrir einstaka umhyggju.
Björn Kr. Gunnarsson Arndís Ármann
Ásta Gunnarsdóttir
Margrét Ármann Halldór Jensson
Gunnar Óðinn Einarsson
Valdimar Ármann Gunnar Friðrik Eðvarðsson
Stella María Ármann Sigurður Stefánsson
og barnabarnabörn.
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin
Hjónin Anna Dröfn Ágústsdóttir
og Guðni Valberg rekja sögu
Laugavegarins í nýútgefinni bók
sinni.
arnartomas@frettabladid.is
„Laugavegurinn er algjört byggingar-
sögusafn,“ segja hjónin Anna Dröfn
Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni
Valberg arkitekt sem gáfu nýlega út
bókina Laugavegur þar sem gerð er
grein fyrir byggingar- og verslunarsögu
götunnar í máli og myndum.
Aðspurður um hvaðan hugmyndin
að bókinni kom segir Guðni: „Ég opn-
aði verslunina Dogma með bræðrum
mínum á Laugavegi fyrir nítján árum
og á sama tíma var ég að íhuga að byrja í
arkitektanámi. Þegar við vorum að gera
breytingar á rýminu var ég mikið að spá
í það hvaða verslanir höfðu verið í hús-
næðinu áður og velti mikið fyrir mér
sögu húsanna í kring. Þessi forvitni um
götuna hefur eiginlega fylgt mér síðan.“
Laugavegurinn hefur lengi verið eins
konar ósæð fyrir bæjarlífið í Reykjavík.
„Um aldamótin 1900 fór verslunum þar
að fjölga. Þessi fjölmennasta íbúðagata
bæjarins breyttist f ljótt í aðalgötu og
tóku gömlu timburhúsin mörg tals-
verðum breytingum í takt við ný hlut-
verk og dæmi voru um að húsum væri
lyft til að koma fyrir verslun eða verk-
stæði á jarðhæð,“ segir Guðni og bætir
við að timburhúsin hafi svo „vikið eitt af
öðru fyrir hærri steinsteyptum nýbygg-
ingum á öðrum og þriðja áratugnum“.
„Þau hús setja enn svip á götuna en
sem dæmi má nefna húsið sem Andrés
Andrésson klæðskeri reisti á Lauga-
vegi 3 og Sandholtsbakarí og Verslun
Guðsteins ofar við götuna,“ segir Anna
Dröfn.
„Laugavegurinn er allt frá því að hann
er lagður aðalleiðin fyrir þá sem koma
fótgangandi eða ríðandi á hesti inn í
bæinn. Þegar umferð eftir veginum sem
hafði verið lagður í Laugarnar eykst fara
sífellt f leiri að sjá tækifæri í því að koma
upp þjónustu við þessa ferðamenn sem
áttu erindi til Reykjavíkur og þá að vera
jafnvel fyrst til þess að selja þeim eitt-
hvað og byggja þá ofarlega en lengst af
var vinsælast að byggja nálægt Kvosinni
þar sem hjarta verslunar var,“ bætir hún
við.
Stórhýsi og stærri hugmyndir
Í bókinni fara Anna Dröfn og Guðni yfir
sögu meira en hundrað húsa við Lauga-
veginn og leggja áherslu á byggingar-
sögu þeirra, hvernig þau litu út í upp-
hafi, hvaða hugmyndir hafi verið uppi
um framtíð þeirra og hvernig þau hafi
umbreyst í gegnum árin.
Eitt af þeim húsum sem stóð upp úr
hjá Önnu Dröfn og Guðna í rannsóknar-
vinnunni var Laugavegur 25. „Ég hefði
fyrirfram aldrei nefnt það sem mitt
uppáhaldshús á Laugaveginum en þegar
ég kynntist sögu þess þá var það svo
áhugavert,“ segir Guðni. „Þar var byggt
stórhýsi árið 1961 með súlnagöngum
sem taka næstum tvær hæðir. Þar stóð
steinbær sem var minnkaður til að koma
nýbyggingunni fyrir, en það var síðan
aldrei klárað í fyrirhugaðri mynd. Það
er magnað að sjá myndir af húsinu sem
reis árið 1961 í þeirri mynd sem það stóð
til 1980.“ Anna Dröfn segir að á mynd af
húsinu megi sjá hvernig gatan átti að
teygja sig næstum inn í húsið. „Það segir
svo mikla sögu um það hvernig mið-
bærinn hefði getað þróast,“ segir hún.“ n
Ósæð Reykjavíkur
Guðni og Anna rekja sögu meira en hundrað húsa við Laugaveginn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Eitt af húsunum sem stóð upp úr í rannsóknarvinnu Önnu Drafnar og Guðna er Lauga-
vegur 25 sem á sér stórmerkilega byggingarsögu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
1667 Jarðskjálfti ríður yfir Kákasushérað og verður
80 þúsund manns að bana.
1849 Jólaslagarinn Rúdolf með rauða trýnið birtist
fyrst á vinsældalistum vestanhafs.
1867 Sænski efnafræðingurinn Alfred Nobel fær
einkaleyfi fyrir framleiðslu dínamíts.
1953 Öflugur jarðskjálfti skekur Honsu í Japan. Flóð-
bylgja fylgir í kjölfarið.
1955 Kynþáttaaðskilnaður bannaður í lestum og
langferðabílum sem fara á milli ríkja í Banda-
ríkjunum.
1963 John F. Kennedy lagður til hinstu hvílu í Arling-
ton-kirkjugarðinum í Virginíuríki.
1969 John Lennon skilar OBE heiðursnafnbót til að
mótmæla stuðningi Bretlands við Víetnam-
stríðið.
1970 Rithöfundurinn Yukio Mishima sviptir sig lífi
eftir misheppnaða valdaránstilraun í Japan.
1975 Súrinam öðlast sjálfstæði frá Hollandi.
1984 Þrjátíu og sex tónlistarmenn safnast saman í
hljóðveri í Notting Hill í Lundúnum og taka upp
lagið „Do they know it´s Christmas?“ og safna
þannig fé til styrktar hungruðum í Eþíópíu.
2005 Georg Best, hinn kunni norður-írski fótbolta-
maður, deyr. Hann hafði ekki lifað heilsusam-
legu lífi.
2014 Lionel Messi setur markamet í meistaradeild
Evrópu.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR