Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 28
JAGUAR F-PACE 180D RWD Nýskr. 11/2019, ekinn 41 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 7.690.000 kr. Rnr. 420822. RANGE ROVER Evoque P300e Nýskr. 4/2021, ekinn 7 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 9.690.000 kr. Rnr. 420820. LAND ROVER Discovery 5 HSE Lux 240D G4 Nýskr. 5/2020, ekinn 36 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 13.890.000 kr. Rnr. 148507. LAND ROVER Defender SE First Edition P400 Nýskr. 9/2020, ekinn 29 þús. km, bensín, sjálfskiptur. Verð: 16.790.000 kr. Rnr. 420821. RANGE ROVER Evoque 180D Autobiography Nýskr. 6/2016, ekinn 42 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 6.490.000 kr. Rnr. 148607. JAGUAR I-PACE S EV400 Nýskr. 9/2019, ekinn 26 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 8.290.000 kr. Rnr. 420725. RANGE ROVER Fifty Edition P400e Autobiography Nýskr. 3/2021, ekinn 6 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 24.440.000 kr. Rnr. 420799. LAND ROVER Discovery Sport SE R-dynamic Nýskr. 2/2018, ekinn 53 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 6.890.000 kr. Rnr. 148631. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 8 5 2 2 J a g u a r n o t a ð ir 8 b íl a r 5 x 2 0 2 5 n ó v Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn of beldi gagnvart konum og markar hann upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur á mannréttindadegi Samein- uðu þjóðanna 10. desember. Í tilefni átaksins eru byggingar víðsvegar um heiminn lýstar upp með appels- ínugulum lit að kvöldi 25. nóvember sem er táknræn aðgerð fyrir bjarta framtíð kvenna án ofbeldis. S a m k v æ m t u p p l ý s i n g u m Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar verður ein af hverjum þremur konum fyrir of beldi á lífsleiðinni. Kynbundið of beldi er því eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum og fyrirfinnst á öllum sviðum samfélagsins. Heimsfaraldur heimilisofbeldis Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft í för með sér verulega aukningu á ofbeldi gegn konum um heim allan. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin eru dæmi um að tilkynningar um heimilisofbeldi hafi aukist um allt að 80 prósent í sumum löndum. Sterk staða Íslands á sviði jafn- réttismála í alþjóðlegu samhengi er tækifæri til að gegna leiðandi hlutverki á alþjóðavettvangi. Í því samhengi er mikilvægt að styðja við jafnréttisstarf innanlands og að Ísland leggi sitt af mörkum á heimsvísu. Íslensk stjórnvöld leiða alþjóð- legt aðgerðabandalag um kyn- bundið of beldi í tengslum við átaksverkefni UN Women Kyn- slóð jafnréttis. Markmið þess er að vinna að heildstæðum lausnum og leiða til umbreytandi aðgerða í samræmi við heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna. Í skuldbindingum Íslands í verk- efninu er lögð áhersla á stefnu- mótun og lagasetningu sem hefur meðal annars að markmiði að uppræta kynbundið of beldi með auknum forvörnum, bættu sam- ráði um aðgerðir gegn of beldi og ef lingu þjónustu og stuðningsúr- ræða við bæði þolendur og gerend- ur. Lögð er áhersla á að ná betur til drengja og karla í forvarnarstarfi og að ráðist verði í aðgerðir gegn staf- rænu kynferðisof beldi og úrbætur í réttarvörslukerfinu sem fylgi eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málaf lokknum. Að auki hefur Ísland um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál og samþætt þau stefnumótun í þróunarsamvinnu og allri málafylgju á alþjóðavettvangi. Til að mynda eru íslensk stjórnvöld meðal þeirra ríkja sem veita hvað hæst framlög til UN Women. Í samstarfi við malavísk stjórn- völd og UN Women studdi Ísland nýverið gerð fyrstu landsáætlunar Malaví um konur, frið og öryggi í samræmi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Malavísk stjórnvöld kynntu áætlunina fyrr í þessari viku sem er mikilvægur áfangasigur fyrir hvert ríki. Áður hafði Ísland unnið að sambærilegu verkefni í samstarfi við stjórnvöld í Mósambík. Mikilvæg alþjóðasamvinna UNFPA er ein áherslustofnana Íslands í þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðis- brota á átakasvæðum. Í síðustu viku var undirritaður rammasamningur við stofnunina sem kveður á um þreföldun á kjarnaframlögum á næsta ári, sem veitir henni sveigj- anleika til að bregðast við þar sem neyðin er mest hverju sinni. Í áratug hefur Ísland stutt við samvinnuverkefni UNFPA og UNI- CEF um afnám limlestinga á kyn- færum kvenna og stúlkna. Þær eru gróf birtingarmynd of beldis gegn konum og stúlkum og er umfang þeirra gríðarlegt, en talið er að um 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna lifi með af leiðingum lim- lestinga á kynfærum. Gert er ráð fyrir að baráttan gegn kynbundnu of beldi verði eitt af áherslumálum Íslands í for- mennsku Evrópuráðsins á næsta ári og mun málaflokkurinn áfram skipa stóran sess í starfi Íslands á vettvangi mannréttindaráðs Sam- einuðu þjóðanna. Ísland mun halda áfram að tala fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti kynjanna á alþjóðavett- vangi og hvetja alþjóðasamfélagið til að standa vörð um fyrri áfanga- sigra. Reynslan hefur sýnt að lítil ríki geta haft mikil áhrif. n Upprætum kynbundið ofbeldi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra Ísland mun halda áfram að tala fyrir mannrétt- indum, frelsi og jafnrétti kynjanna á alþjóðavett- vangi. 28 Skoðun 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.