Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 38
Við beinum kastar-
anum að flottum fyrir-
myndum, fjölbreyti-
leika og óskum eftir
nöfnum, fjölbreyttum
hópi kvenna á lista, af
öllu landinu.
Öll kyn úr framlínu íslensks við-
skipta- og atvinnulífs mæta árlega á
hátíðlega Viðurkenningarhátíð FKA,
þegar veittar eru viðurkenningar
til þriggja kvenna sem hafa verið
konum í atvinnulífinu hvatning
og fyrirmynd. Ferlið er þannig að
FKA kallar eftir tilnefningum sem
skipuð dómnefnd metur og velur
hver hlýtur FKA Viðurkenninguna,
FKA Þakkarviðurkenninguna og
FKA Hvatningarviðurkenninguna.
Þetta eru þekktar og minna þekkt-
ar konur af landinu öllu, sem vakið
hafa athygli sem fyrirmyndir í sínu
nærsamfélagi og/eða á alþjóðavísu,
ekki bara meðal kvenna og stúlkna,
heldur okkar allra. Það er svo gaman
að gleðjast og fylgjast með fólki ná
markmiðum sínum, enda er fólk
gjarnan búið að leggja inn og fórna
á löngum köflum í lífinu þegar loks-
ins kemur að uppskeru. Auðvitað eru
áskoranir á vegi okkar og ómögulegt
að gera sér í hugarlund hve mikið er
þarna undir, en á sama tíma og lífið
sökkar reglulega þá er margt að
þakka fyrir hér á Klakanum.
Konur sem rutt hafa brautir má
nefna í þessu sambandi og það er
mikilvægt að þakka þeim, láta konur
finna fyrir virði sínu og hvetja þær
áfram. Þetta er meðal þess sem
gert er hjá Félagi kvenna í atvinnu-
lífinu, FKA, sem tekur að sér með
glöðu geði að vera alvöru hreyfiafl á
ýmsan hátt, meðal annars með því
að heiðra konur á árlegri FKA Viður-
kenningarhátíð í janúar ár hvert.
Ærslabelgurinn Ísland
En FKA er ekki bara hreyfiafl, held-
ur höndlar félagið einnig með sýni-
leika og tengslanet. Lögð er áhersla
á jafnvægi og fjölbreytileika, ásamt
fjölmörgum breytum og á spenn-
andi tímum sem þessum hvetjum
við einstaklinga til að gera tilraunir,
að við leyfum okkur að gera mistök,
sköpum okkur, endursköpum og
jöfnum stöðuna í leiðinni.
Þrátt fyrir að Ísland sé þessi
svaðalegi ærslabelgur er kemur að
jafnréttismálum, þá þarf að standa
vaktina til að koma í veg fyrir stöðn-
un og bakslag er kemur að jöfnum
tækifærum. Við beinum kastaran-
um að flottum fyrirmyndum, fjöl-
breytileika og óskum eftir nöfnum,
fjölbreyttum hópi kvenna á lista, af
öllu landinu, sem dómnefnd mun
vinna með og á endanum velja þær
konur sem verða heiðraðar á Grand
Hótel Reykjavík 20. janúar 2022.
Konurnar sem tilnefndar eru þurfa
ekki að vera félagskonur FKA, hægt
er að tilnefna í einum f lokki eða
öllum og allir geta sent inn tilnefn-
ingu á heimasíðu FKA til og með 25.
nóvember 2021.
Taktu þátt í dag og vertu hreyfi-
afl með okkur. Hvaða konur vilt þú
heiðra á FKA Viðurkenningarhátíð-
inni? n
Vertu hreyfiafl, hafðu
áhrif á val á FKA
viðurkenningarhöfum
Andrea
Róbertsdóttir
framkvæmdastjóri
FKA
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur
Sameinuðu þjóðanna gegn kyn-
bundnu of beldi. Af því tilefni eru
Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttu-
viti auk fleiri bygginga, lýstar upp
í appelsínugulum lit, sem er tákn-
rænn fyrir von og bjarta framtíð
kvenna og stúlkna án of beldis.
Líkt og í fyrra verður engin Ljósa-
ganga UN Women á Íslandi sökum
heimsfaraldursins, en gangan hefur
markað upphaf 16 daga átaks gegn
kynbundnu of beldi sem lýkur 10.
desember á alþjóðlegum mann-
réttindadegi.
Í nýrri skýrslu UN Women kemur
fram að 2 af hverjum 3 konum
greindu frá því að þær, eða kona
sem þær þekkja, hafi verið beittar
ofbeldi og að þær væru líklegri til að
standa frammi fyrir fæðuóöryggi.
Aðeins ein af hverjum 10 konum
sagði að þolendur myndu leita til
lögreglu til að fá aðstoð.
Níu af hverjum tíu konum í
Afganistan eru beittar of beldi af
maka sínum á lífsleiðinni og fer sú
tala hækkandi með hverjum deg-
inum. Frá því að Talíbanar tóku
yfir Afganistan, hefur aðgengi þol-
enda að viðeigandi aðstoð versnað
til muna. Samt hefur þörfin aukist.
Tíðni barnahjónabanda fer hækk-
andi og kynbundið of beldi hefur
aukist til muna, innan sem utan
heimila. Skipuð hefur verið ríkis-
stjórn í Afganistan sem í eru engar
konur og Kvenna- og jafnréttisráðu-
neyti landsins hefur verið lagt niður.
Í sumum héruðum Afganistan er
konum sagt að mæta ekki til vinnu
og yfirgefa ekki heimili sín án karl-
kyns ættingja. Ráðist er á kvenna-
athvörf og starfsfólk þeirra áreitt.
Staða kvenna og stúlkna í Afganist-
an er grafalvarleg, en engu að síður
halda konur áfram að berjast fyrir
réttindum sínum og krefjast jafn-
réttis. Það hefur ekki breyst og mun
ekki breytast. Afganskar konur hafa
verið í fararbroddi í baráttunni fyrir
réttindum sínum um aldir og á því
er ekkert lát.
Alþjóðasamfélagið hefur brugðist
konum í Afganistan. Það er sameig-
inleg ábyrgð okkar allra að ræður á
tyllidögum verði að raunverulegum
aðgerðum til að tryggja konum
grundvallarmannréttindi. Við
getum öll sýnt afgönskum konum
samstöðu og tryggt að raddir þeirra
heyrist með því að hlusta. Tryggja
þarf þátttöku kvenna í samninga-
viðræðum við Talíbana og að konur
séu hafðar með í ráðum við skipulag
og veitingu mannúðar- og neyðar-
aðstoðar. Við tökum þátt í þessum
aðgerðum með því að styrkja starf
samtaka sem styðja við afganskar
konur.
Við hjá UN Women gleymum
ekki, við erum á staðnum, við dreif-
um neyðarpökkum til kvenna og
barna þeirra og grípum þolendur og
kvenaðgerðasinna sem gefast ekki
upp, þrátt fyrir skelfilegar aðstæður.
Í dag skulum við í stað Ljósa-
göngu, kveikja á kerti af virðingu
við óþrjótandi baráttu afganskra
kvenna fyrir lífi án ofbeldis. n
Gleymum ekki konum í Afganistan
Stella
Samúelsdóttir
framkvæmda-
stýra UN Women á
Íslandi
Íslenskur karlmaður sem nú er vist-
aður í fangelsinu Litla-Hrauni hefði
að öllu jöfnu átt að losna úr haldi
fyrir rúmu hálfu ári, eða í byrjun
maí. Afstaða, félag fanga, hefur unnið
að máli mannsins í stjórnsýslunni en
að sögn félagsins hafa fangelsisyfir-
völd synjað manninum um reynslu-
lausn vegna þess að lögregla sé með
mál á hendur honum til rannsóknar.
Málið snýst um umdeilda og mjög
vafasama lagareglu þ.e.a.s. 5. mgr.
80. gr. laga um fullnustu refsinga nr.
15/2016 þar sem segir: „Fanga, sem
á mál til meðferðar hjá lögreglu,
ákæruvaldi eða dómstólum þar sem
hann er grunaður um refsiverðan
verknað, verður að jafnaði ekki veitt
reynslulausn, enda sé málið rekið
með eðlilegum hætti og dráttur á
því ekki af völdum fangans.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Afstöðu er um að ræða séríslenska
reglu sem er með öllu óútskýrð.
Sömu reglu er að finna víða í fang-
elsislöggjöfinni og þá til skerðingar á
réttindum fanga. Notuð til að skerða
réttindi fanga. Reglan er eins og
skemmd í banana. Erfitt er að finna
haldbæran rökstuðning fyrir regl-
unni, eða að benda á tengsl hennar
við tilgang og markmið reynslu-
lausnar eða laganna almennt. Hún
laumaði sér inn í lögin árið 2005 í
gegnum reglugerð frá árinu 1993 sem
hafði fengið verulega útreið í áliti
Umboðsmanns Alþingis frá 2000.
Þá fellur hún ekki að niðurstöðum
Mannréttindadómstóls Evrópu.
Við lagasetninguna árið 2005 skaust
hún inn í lagatextann án skýringa
eða umræðu. Upp frá því hefur
hún verið notuð óspart til að synja
föngum um réttindi sín, en enginn
hefur þó gert nothæfa tilraun til að
rökstyðja hana. Slíkar tilraunir hafa
fætt af sér rökleysu, enda ómögulegt
að ímynda sér aðstæður þar sem hún
falli í hópinn.
Eitt er augljóst og blasir við. Regl-
una má misnota. Tilvist hennar ein
og sér býður hættunni heim. Lög-
reglan getur, hvað sem hver segir,
einfaldlega skráð mál í kerfið með
þeim afleiðingum að „tiltekinn“ ein-
staklingur fái ekki reynslulausn. Og
reglan veitir jafnvel almennum borg-
urum tækifæri til að halda mönnum
í fangelsi, með því að leggja fram
skipulagða kæru á hendur fanga.
Hér er ekki verið að segja að lögregla
misfari með það vald sem lagareglan
veitir henni, eða að almennur borg-
ari taki upp á slíku. En leiðin er hins
vegar fær og það eitt ætti að duga til
að afskrifa hana. Allt hugsandi fólk
ætti því að sjá að umrædd regla er
röng. Hún hefur engan sjáanlegan
tilgang og er miklu líklegri til að
valda skaða en gagni. Það eru ein-
mitt svona reglur sem valda því að
almenningur missi trú á réttarkerfið.
Gögn málsins, sem send hafa verið
til dómsmálaráðuneytisins, gefa vís-
bendingu um að lögregla hafi í raun
farið frjálslega í kringum lagaboð við
rannsókn máls þessa manns.
Ráðuneytið hefur undir höndum
gögn frá barnsmóður mannsins sem
kveðst hafa verið beitt þvingunum
af lögreglufulltrúa við skýrslutöku.
Barnsmóðirin ber við að lögreglu-
fulltrúi hafi hótað henni ef fram-
burður hennar væri ekki viðunandi
og staðið við hótunina í beinu fram-
haldi. Í upphafi í máli fangans hafi
lögregla reynt að hafa áhrif á það
hver yrði verjandi mannsins. Þann-
ig hafi lögregla neitað að verða við
beiðni mannsins um verjanda,
heldur sjálf ákveðið hver skyldi verja
hann. Það er reyndar nokkuð sem
stöðugt kemur á borð Afstöðu, en
lögreglu er frekar tamt að velja sak-
borningum verjendur. Það er tekið
fram að ekki er verið að gagnrýna
viðkomandi lögmenn, heldur bent á
að val rannsakanda á verjanda and-
stæðings síns er fallið til efasemda.
Í ljósi þessa máls og annarra hefur
Afstaða bent á að íslensk fangelsis-
löggjöf byggi á öðrum forsendum en
löggjöf þjóðanna í kringum okkur.
Hvað eftir annað eru synjanir um
reynslulausn rökstuddar með óskilj-
anlegum hætti og jafnvel rökleysum.
Einn algengasti rökstuðningur yfir-
valda, og grundvallarrök fyrir synj-
unum, er í hróplegri andstöðu við
úrtölur sem eru birtar á vef Fangelsis-
málastofnunar.
Afstaða fer ekki ofan af því að
víða í íslenskri fangelsislöggjöf
eru ómálefnalegar lagareglur sem
stand ast hvorki stjórnarskrá né
markmið laganna sjálfra. Þetta er
einnig sannleikur um nálgun fang-
elsisyfirvalda og lögskýringar þar
á bæ. Telur félagið að skýringin sé
sú að heildarmyndin snúi öfugt. Í
stað þess að fjalla um skyldu stjórn-
valda til að veita réttindi, er talað um
heimild. Íslenskur fangi þarf að rök-
styðja það hvers vegna yfirvöld eigi
að veita honum heimild til reynslu-
lausnar. Sænskum stjórnvöldum er
skylt að veita fanga reynslulausn og
þurfa að rökstyðja það sérstaklega ef
hann á ekki að hljóta hana.
Reyndar telur Afstaða að mjög
víða í löggjöf landsins séu ómálefna-
legar lagareglur um réttindi manna,
sem fæðast í þeirri hugmynd að
lög séu skrifuð fyrir stjórnvöld til
að útdeila réttindum, en ekki fyrir
borgarana til verndar réttindum
þeirra. n
Lögreglu og jafnvel almenningi
boðið að stýra fangavist
Guðmundur Ingi
Þóroddsson
formaður Afstöðu,
félags fanga á
Íslandi
Alþjóðasamfélagið
hefur brugðist konum í
Afganistan.
30 Skoðun 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ