Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 60
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Laufey Haraldsdóttir og félagar í leikhópnum Slembi- lukku opna geymslu allra landsmanna fyrir almenn- ingi í Borgarleikhúsinu í desember, eftir að hafa leitað fanga og fyrirmynda í alvöru geymslum úti um allar trissur. odduraevar@frettabladid.is Laufey Haraldsdóttir hjá leik- hópnum Slembilukku leitaði á náðir almennings í Fréttablaðinu í október, þegar hún sagði frá undir- búningsvinnu leikritsins Á vísum stað, sem gekk meðal annars út á að fá að róta í geymslum fólks. Þá upplýsti hún að hópurinn hafði þá þegar fundið gamlan bolla úr eigu Páls Óskars í geymslu ónefndrar konu. „Þetta voru ein- hverjar 26 geymslur sem við heim- sóttum,“ segir Laufey mánuði síðar þegar stutt er í frumsýningu Á vísum stað. „Þetta er meira eins og að mæta í geymslu hjá einhverjum heldur en að mæta í leikhús og sjá Draum á Jónsmessunótt. Þetta verður inter- aktívt upplifunarleikhús,“ útskýrir Laufey. Hún segir að hópurinn hafi haft úr nógu að moða eftir fjársjóðsleit- ina í síðasta mánuði. „Við fundum ótrúlegustu hluti sem við höfum komið fyrir hérna í leikhúsinu og ætlum núna að kynna niðurstöður okkar fyrir gestum,“ segir hún. Áhorfendum mun meðal ann- ars gefast kostur á að velja það sem þeim þykir merkilegast á sýning- unni. „Svo stefnum við á að opna lítið safn með hlutunum hérna í leikhúsinu,“ segir Laufey. Hún segir ekki einungis veraldlega hluti hafa fundist heldur líka tónlist. Fundu Friends „Við fundum ýmsar kassettur. Uppáhaldsspólan okkar var alveg ómerkt,“ segir Laufey en þar mátti heyra ónefnda söngkonu syngja. Smáforritið Shazam, sem greinir tónlist, náði ekki einu sinni að bera kennsl á söngkonuna. „En það var kannski vegna þess að eini kassettuspilarinn sem við fundum var gamalt útvarp sem spilar allar spólurnar svolítið hægt,“ skýtur Laufey inn í hlæjandi. „Við fundum líka spólu í geymslu hjá mömmu sem er með upptöku af mér að syngja.“ Þá fann hópurinn gamlar upp- tökur af vinsælustu grínþáttum í heimi, Friends. „Það var einhver sem gat alls ekki sofnað nema með því að hlusta á Friends á tíunda ára- tugnum og tók hljóðið þess vegna upp.“ Laufey segir Þjóðminjasafnið hafa átt eftirminnilegustu geymsluna. „Þetta var trúarleg upplifun fyrir okkur. Þau farga engu og ætla, eins og hún sagði okkur sérfræðingurinn á safninu, að geyma allt þangað til að maðurinn tortímir sjálfum sér eða þar til það kemur eldgos og eyði- leggur geymsluna. Þetta sagði hún við okkur!“ Olnbogabörn herbergja Laufey segir hópinn hafa lært það í ferlinu að geymslur eru ekkert annað en mjög persónuleg herbergi. „Það er samt ekki talað nógu mikið um þær. Þær eru svo persónulegar og algjör olnbogabörn herbergj- anna,“ segir hún. Leikritið verður fjölbreytt enda litað af heimildasöfnun hópsins. „Við gerðum í raun það sem okkur fannst passa best hverju sinni. Ég verð til dæmis með glærukynn- ingu af því að mér fannst það þjóna forminu og þetta verður alls konar samsuða af atriðum.“ „Við viljum bjóða fólki inn í geymslur landsmanna og sýna því að við erum öll svipuð í þessum geymslumálum. Fólk er oft eitt- hvað að fela þetta. Við erum öll með flöskupoka í geymslunni og það er bara allt í lagi.“ n Slembilukka mun opna geymslu allra landsmanna Laufey Haraldsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Eygló Höskuldsdóttir Viborg vilja hvetja landsmenn til að hugsa hlýlegra til geymslna landsins. MYND/AÐSEND odduraevar@frettabladid.is „Ég fagnaði þessum tímamótum með því að opna rauða og njóta þess einn heima í fyrra ef ég man þetta rétt,“ segir leikarinn Níels Thibaud Girerd, þegar hann er spurður hvað hann gerði á tíu ára afmæli þess þegar hann rappaði „Sælir Nilli“ frammi fyrir alþjóð. Nilli var staddur í Lissabon í heimsókn hjá kærustunni, knatt- spyrnukonunni Sóleyju Guðmunds- dóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali og var í besta skapi, eins og reyndar venjulega. „Ég sit bara hérna yfir kaffibolla í Portúgal,“ segir Nilli og leggur áherslu á síðasta orðið með frönsk- um hreim. „Hér verð ég í viku,“ heldur hann áfram eiturhress. Nilli segist nokkuð reglulega minntur á eigin frammistöðu í inn- slagi Monitor frá því í október 2010, þar sem hann skaust skyndilega upp á stjörnuhimininn. „Ég var einmitt minntur á þetta um daginn, þá poppaði eitthvað upp á Facebook hjá félaga mínum. En í fyrra fannst mér þetta mikil tímamót en þá var þetta Covid í algleymingi,“ segir Nilli. „Ég og Sóley gerðum okkur glaðan dag, fögnuðum þessu og ætli við höfum ekki bara hlustað á lagið?“ spyr Nilli hlæjandi. n Nilli sæll í ellefu ár og einn mánuð Níels er nú staddur í heimsókn hjá Sóley í Portúgal. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er samt ekki talað nógu mikið um þær. Þær eru svo persónu- legar og algjör oln- bogabörn herbergj- anna. 52 Lífið 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Lok, lok og læs Yrsa Sigurðardóttir1 Sigurverkið Arnaldur Indriðason Fagurt galaði fuglinn sá Helgi Jónsson Anna Margrét Marínósdóttir Rauð viðvörun Jólin eru á leiðinni Sigrún Eldjárn Vetrarfrí í Hálöndunum Sarah Morgan Lára bakar Birgitta Haukdal Sextíu kíló af kjaftshöggum Hallgrímur Helgason Nýja Reykjavík Dagur B. Eggertsson Úti Ragnar Jónasson Jól á eyjahótelinu Jenny Colgan 2 3 5 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 17. - 23. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.