Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 27
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
15% afsláttur af lausasölulyum
20 – 25% afsláttur af öllum vörum
Gildir í Netapóteki Lyavers og verslun
Svartir dagar
ly
aver.is
Suðurlandsbraut 22
Afhendum
samdægurs
á höfuðborgarsvæðinu
mán–lau ef pantað
er fyrir kl. 13:00
*Frí heimsending ef pantaðir
eru tveir lyfseðlar eða verslað
er fyrir meira en 9.900 krónur.
Seðlabankastjóri fór nýlega í stælur
við forystu launafólks og atvinnu
lífs vegna kjarasamninga.
Deilur af þessu tagi eru gamal
kunnar. En hitt er meira nýmæli
að seðlabankastjóri skuli hafa
forystu um þær. Tilgangurinn er að
sýna fram á ábyrgð viðsemjenda á
vinnumarkaði á verðbólgu.
Viðbrögðin hafa verið hefð
bundin: Talsmenn fyrirtækjanna
taka undir með seðlabankastjóra
en vilja eigi að síður standa við
gerða samninga. Launþegaforystan
hafnar því hins vegar að alþýðan sé
gerð ábyrg fyrir verðbólgunni.
Hlutverkaskipti
Orsakir verðbólgunnar eru vita
skuld margvíslegar nú eins og áður.
Við sumar verður ekki ráðið, en
aðrar eru afleiðing rangra ákvarð
ana á Alþingi, á vinnumarkaði og
jafnvel í Seðlabankanum sjálfum.
Á endanum er það þó ríkisstjórn
á hverjum tíma sem ber ábyrgð.
Henni verður ekki skotið neitt
annað. Þetta er lykilatriði í lýð
ræðislegri stjórnskipun.
En nú er engu er líkara en ríkis
stjórnin og Seðlabankinn hafi
samið um hlutverkaskipti.
Ríkisstjórnin virðist líta á sig
sem hlutlausa kjölfestu, sem
blandar sér helst ekki í eldfima
umræðu, en Seðlabankinn brúkar
munn og gefur út pólitíska leið
sögn um launastefnu.
Einsdæmi
Síðustu kjarasamningar voru ein
stæðir um tvennt.
Í fyrsta lagi gaf ríkisstjórnin fyrir
fram loforð um verulegar skatta
lækkanir og margvísleg útgjöld án
skilyrða um að niðurstaðan væri í
samræmi við efnahagsleg mark
mið. Það hafði aldrei gerst áður,
jafnvel ekki á tímum misjafnlega
ábyrgra vinstri stjórna.
Í öðru lagi kynntu aðilar vinnu
markaðarins ekki niðurstöður
eigin samninga. Það gerði ríkis
stjórnin í Ráðherrabústaðnum.
Með þessu axlaði ríkisstjórnin
meiri pólitíska ábyrgð á efnahags
legum áhrifum kjarasamninga en
nokkur önnur ríkisstjórn hefur
gert.
Hlutleysisstefna
Nú hafa hlutir þróast á annan
veg en vonir stóðu til. Þá bregður
svo við að Ráðherrabústaðurinn
breytist allt í einu í vettvang efna
hagslegrar hlutleysisstefnu.
Alþingi hefur svo verið óvirkt frá
júlíbyrjun þar til nú.
Ríkisstjórnin segist réttilega vera
meirihlutastjórn, en hefur í tvo
mánuði eftir kosningar viljað njóta
skjóls eins og starfsstjórn vegna
innri íhugunar.
Fréttir herma að fjárlög næsta árs
eigi að afgreiða á undanþáguhraða
á nokkrum dögum í desember. Það
er óþægilega fjarri góðum lýðræðis
legum stjórnarháttum.
Óvissuferð
Þegar hlutir fara úrskeiðis er
mikilvægt að almenningur sé vel
upplýstur. Það þarf að segja erfiða
hluti eins og aðra. Stundum getur
jafnvel verið hyggilegt að taka djúpt
í árinni til þess að fá fótfestu fyrir
raunhæf viðbrögð.
Þegar tómarúm myndast í
umræðunni vegna forystuleysis
ríkisstjórnar er um margt skiljan
Hver á að segja erfiðu hlutina?
legt að Seðlabankinn reyni að fylla
upp í það.
Eftir sem áður er það lýðræðisleg
skylda ríkisstjórnar að hafa
forystu. Hún á að senda aðilum
vinnumarkaðarins skilaboð, sé
þess þörf.
Við ríkjandi aðstæður er ríkis
stjórn án launastefnu ekki trú
verðugur málsvari efnahagslegs
stöðugleika. Hún er í óvissuferð.
Heitar kartöflur
Vaxtahækkunum fylgir pólitískur
vandi. Ástæðan er sú að ríkis
stjórnin lofaði áframhaldandi
lágum vöxtum í kosningunum þó
að Seðlabankinn hefði þá þegar
hafið hækkun vaxta.
Mörg heimili tóku ákvarðanir í
trausti þess að nýr stöðugleiki væri
fundinn. Það kemur í hausinn á
þeim nú að sú staðhæfing ríkis
stjórnarinnar var vísvitandi til
búningur.
Vextir eiga eftir að hækka upp
fyrir verðbólgutöluna. Það er vandi
sumra en hagur annarra.
Vandi heildarinnar liggur í meiri
og tíðari sveiflum en í samkeppnis
löndunum. Sá vandi breytist ekki
meðan ríkisstjórnin snertir ekki
heitar kartöflur.
Að tala
Upp á síðkastið hafa komið fram
fróðlegar upplýsingar í þessu sam
hengi:
Fleiri erlendir fjárfestar hafa
yfirgefið íslenska hagkerfið en
komið.
Gögn OECD sýna að lægra
hlutfall af landsframleiðslu fer til
rannsókna og þróunar en á öðrum
Norðurlöndum.
Formenn Bandalags háskóla
manna og Samtaka iðnaðarins
hafa vakið athygli á því að
Íslendingar eru nú í hópi þeirra
Evrópuþjóða sem hægast fara í að
endurheimta hagvöxt ársins 2019.
Einmitt þarna ræðst hvort
unnt er að auka kaupmátt, greiða
skuldir og verja velferðarkerfið.
Ríkisstjórnin á ekki að afneita
þeim vanda. Hún á að tala um
hann og ræða hverju þurfi að
breyta til að bæta stöðuna. n
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2021 Skoðun 27FRÉTTABLAÐIÐ