Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 50
Með verkinu er ég að
endurbyggja sjálft
augnablik eyðilegg-
ingarinnar: setja
saman eyðileggingu og
mína sköpun.
Hrafnkell Sigurðsson sýnir
verk í Hverfisgalleríi og ber
sýningin yfirskriftina Tjón
verk / Recondestruction.
Efniviður sýningarinnar er sóttur
í brotin skíði, stóla, spýtnabrak,
snjóþotur og beygluð skilti í kjölfar
snjóflóðs sem féll á skíðaskálann í
Skarðsdal í Siglufirði síðasta vetur.
„Verkin eru skúlptúr sem ég bjó
til á Siglufirði í sumar þar sem ég
dvaldi í listamannavinnustofu,“
segir Hrafnkell. „Ég lagði leið mína
upp í skíðasvæðið í Skarðsdal og
gekk þar fram á drasl sem var á víð
og dreif í snjóskafli í gili fyrir neðan
skíðasvæðið. Þetta reyndist vera
brak úr skíðaskálanum sem varð
fyrir snjóflóði og splundraðist. Ég
skynjaði mátt náttúrunnar í þess
um brotum, hversu miklir kraftar
hefðu valdið þessari eyðileggingu.
Ég ákvað að smíða eitthvað úr þess
um brotum. Svo leit ég í kringum
mig og hugsaði með mér að gott
væri að reisa skúlptúr á stöpli. Allt
í einu sá ég glitta í steyptan kassa í
gilinu sem var eins og hann hefði
verið gerður fyrir skúlptúr.“
Spurður hvort ekki hafi kostað
mikla vinnu að smíða verkið segir
Hrafnkell: „Það var brjáluð vinna
að skrapa saman, negla og skrúfa
og hlaupa upp og niður gilið. Ég fór
í ham.“
Hrafnkell segist hafa gert skúlp
túrinn með það í huga að mynda
hann. Afraksturinn er fimm ljós
myndir sem sýna skúlptúrinn frá
mismunandi hæðum. „Skúlptúr
inn er rúmir tveir metrar á hæð.
Til að ná þessum bláa himni fyrir
aftan skúlptúrinn án þess að sýna
fjöll og umhverfi þurfti ég að nota
langa linsu. Fjarlægðin varð að vera
mikil og það kostað hlaup með
myndavélina upp bratt gil, fram
og til baka í hvert sinn sem eitthvað
þurfti að laga.“
Hvað vill hann að áhorfandinn
skynji þegar hann horfir á mynd
irnar? „Þessi skúlptúr er óregluleg
kaótísk samsetning, eins og spreng
ing. Það er eins og augnablikið þegar
snjóflóðið féll á skálann sé komið í
mynd. Með verkinu er ég að endur
byggja sjálft augnablik eyðilegg
ingarinna: setja saman eyðileggingu
og mína sköpun. Það er ekki til neitt
orð sem sameinar þessar andstæð
ur, eyðileggingu og sköpun – þannig
Eyðing og sköpun
Verkin eru skúlptúr sem ég bjó til á Siglufirði, segir Hrafnkell. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þessi skúlptúr
er óregluleg
kaótísk sam-
setning, segir
Hrafnkell.
MYND/AÐSEND
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
að ég bjó til nýtt orð, recondestruc
tion, eða tjónverk,“ segir Hrafnkell.
Auk mynda af skúlptúrunum er
á sýningunni lítil mynd sem sýnir
snjóflóðavarnarefni, sem er notað
sem sem stoðefni í snjóflóðagarða.
„Mig langaði til að mynda þetta efni
til að undirbyggja ákveðna sögu eða
frásögn sem er í verkinu og tengist
snjóflóðinu á þessu augnabliki. Ég
kalla myndina Fyrirbygging/Pre
construction. Það er ekki búið að
byggja úr efninu en einmitt það
hefði getað komið í veg fyrir að
skálinn splundraðist.“ n
TÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit
Íslands
Verk eftir: Sibelius og Thomas
Adès
Einleikur: Víkingur Heiðar
Ólafsson
Eldborg í Hörpu
fimmtudagur 18. nóvember
Jónas Sen
Finnska tónskáldið Jean Sibelius
drakk eins og svín og hann reykti
líka. Hann varð samt eldgamall. Á
efri árum sagði hann: „Allir lækn
arnir sem hvöttu mig til að hætta
að reykja og drekka eru dauðir!“
Tónlist Sibeliusar er stórbrotin
og full af vímu og lífsnautn, sem er
svo sannarlega grípandi. Það var
hún þó ekki á tónleikum Sinfóníu
hljómsveitar Íslands á fimmtu
dagskvöldið. Fyrsta tónsmíðin var
upphaflega fyrir kór, sem Sibelius
sendi í keppni, en útsetti síðar fyrir
strengjasveit og slagverk. Kórtext
inn var um elskendur, og því hefði
maður búist við djúsí tónlist. Hér
vantaði einhverja hormóna, því
herlegheitin voru óttalega and
laus undir stjórn Thomasar Adès.
Spilamennska hljómsveitarinnar
var samt góð, bæði nákvæm og fal
lega mótuð, en hún dugði ekki til
að lyfta tónlistinni upp úr meðal
mennskunni.
Ofviðrið, svíta nr. 2, eftir sama
tónskáld, var ekki mikið kræsi
legri. Hún byrjaði sem leikhústón
list við Ofviðri Shakespeares og
samanstendur af stuttum köflum,
nokkuð sundurlausum. Þar er
enginn voldugur hápunktur á borð
við þá sem eru svo áhrifaríkir í sin
fóníum Sibeliusar. Hljómsveitin
spilaði engu að síður ágætlega og
var útkoman ljúf og lét þægilega í
eyrum, en risti ekki djúpt.
Mögnuð dögun
Thomas Adès stjórnandi er einn
ig tónskáld, og þekktastur þannig.
Næst á dagskránni var verk eftir
hann sjálfan sem bar heitið Dawn,
eða Dögun. Hún var í sjakonnuformi,
sem er ættað frá barokktímanum,
þegar Bach og Handel voru uppi.
Það einkennist af sömu hendingunni
sem er endurtekin aftur og aftur, án
nokkurra breytinga, en með mis
munandi yfirborði. Yfirborðið hér
fólst í fjölbreytilegum hljóðfærasam
setningum og ólíkum stefbrotum,
sem mynduðu síbreytilega áferð.
Tónlistinni óx stöðugt ásmegin og
var hápunkturinn voldugur.
Hljómsveitin spilaði listavel undir
öruggri stjórn tónskáldsins, hver
einasti hljóðfærahópur var með
sitt á hreinu. Uppröðun sveitarinnar
var óvanaleg, sumir blásarar voru
staðsettir á svölum. Þannig varð til
ákveðin þrívídd sem tíðkast ekki
á sinfóníutónleikum. Þrívíddin
skapaði sérstök hughrif, það var
eins og að vera svífandi úti í geimi
að horfa á dögunina færast yfir
jarðarkúluna. Hvert svæði á fætur
öðru lýstist upp, sem mun einmitt
hafa verið hugmynd tónskáldsins
með verkinu. Þetta var magnað.
Fráhrindandi sköpun
Tónleikunum lauk með píanókon
sert eftir Adès, In Seven Days. Titill
inn vísar til sköpunarsögunnar í
Biblíunni. Yfirbragð tónlistarinn
ar var dálítið kuldalegt. Kom þá í
hugann það sem talsmaður kaþ
ólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum,
Robert Barron, hefur haldið fram.
Hann segir að í kristninni skapi Guð
heiminn í kærleika, ólíkt mörgum
„heiðnum“ trúarbrögðum þar sem
veröldin verður til úr átökum. Þessi
kærleikur virtist víðsfjarri í tón
listinni hér. Þvert á móti var sköp
unin hranaleg og fráhrindandi; Guð
virtist ekki vera sérlega geðþekkur.
Víkingur Heiðar Ólafsson lék
einleik á nýjan f lygil, sem kom
prýðilega út. Einleikurinn var stór
brotinn og glæsilegur, allt var tært
og fullkomlega mótað. Hljómsveitin
spilaði líka f lókinn tónavefinn af
kostgæfni og heildarmyndin var
f lott. En maður spurði sjálfan sig,
til hvers? Sköpun þessa heims eins
og Adès sýndi hana var án kærleika
og ekki eftirsóknarverð, og tónlistin
því síður. n
NIÐURSTAÐA: Vel spilað allt
saman, en misáhugavert.
Flottir tónleikar – og þó
Einleikurinn var stórbrotinn og glæsilegur, segir Jónas FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
42 Menning 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ