Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 48
Fátt er öruggt í jólabóka- flóðinu en þó er víst að Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson verða í hópi met- söluhöfunda. Hún með bók sína Lok, lok og læs og hann með Úti. Yrsa er þegar búin að lesa bók Ragn- ars, Úti. „Ég ætlaði að bíða með að lesa hana en svo gat ég það ekki. Ég er mjög ánægð með þá bók,“ segir Yrsa. Ragnar er byrjaður á bók Yrsu. „Það sem ég er búinn að lesa er frá- bært. Ég er mjög spenntur, byrjunin er óskaplega óhugguleg.“ Enginn rígur Þau eru góðir vinir og stofnuðu í sameiningu glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn. Bæði gefa svo bók á ári. Er ekki smá samkeppni á milli þeirra um sæti ofarlega á metsölu- listum? „Metsölulistar segja manni að margir séu að lesa bókina sem er gaman en það skiptir mig engu máli hvort ég er fyrir ofan eða neðan Yrsu,“ segir Ragnar. „Maður skrifar bókina, hún fer í prent og svo getur maður ekki gert neitt meir. Maður ræður engu um það í hvaða sæti maður lendir á metsölulista. Það eina sem maður getur gert er að vanda sig og skrifa skemmtilega bók,“ segir Yrsa og bætir við: „Ég hef ekki orði vör við ríg á milli glæpasagnahöfunda, okkur er öllum vel til vina og maður vill að vinum manns gangi vel. Við glæpasagnahöfundarnir vorum dálítið á jarðrinum, þóttum ekki alveg nógu fín en núna ber minna á slíku viðhorfi en áður.“ „Glæpasögur hafa átt stóran þátt í að halda uppi merki Íslands erlendis. Ég held að menn hafi áttað sig á því að það er ekki hægt að setja þær til hliðar,“ segir Ragnar. „Ef ekki væri fyrir glæpasögurnar væru mun færri að lesa íslenskar bækur úti í hinum stóra heimi. Við glæpasagnahöfundarnir erum svo alltaf að reyna að ýta undir það að glæpasögunni sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum tegundum bókmennta. Af hverju er til dæmis ekki f lokkur innan Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir glæpa- sögur eins og fyrir barnabækur?“ Algjörlega frábært Þau fagna því að Arnaldur Indriða- son hafi hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. „Það er algjörlega frábært. Skrýtið að það hafi ekki gerst fyrr. Arnaldur hefur gert svo mikið fyrir lestur á Íslandi,“ segir Yrsa og Ragnar tekur undir. Bækur Yrsu og Ragnars hafa verið þýddar á fjórða tug tungumála. Þau segja mikinn tíma fara í upp- lestra og kynningar erlendis. „Þetta kostar gríðarlega mikinn tíma. Ég þyrfti að fara á námskeið til að læra að segja nei,“ segir Yrsa. „Nú er ég orðinn duglegri við að segja nei og velja þau lönd sem skipta mestu máli eða lönd sem mig langar til að heimsækja, því þetta þarf að vera gaman,“ segir Ragnar. Bækur í vinnslu Nú þegar nýjustu bækur þeirra eru komnar í verslanir og munu væntan- lega seljast eins og heitar lummur, eru þau þá farin að leggja drög að næstu bókum? „Mér finnst mjög gaman að skrifa og er með margar hugmyndir. Við Katrín Jakobsdóttir erum að vinna í bók. Svo er ég að skrifa framhald af Hvíta dauða, ég fékk skemmtilega hugmynd sem ég er að vinna úr. Svo er ég með enn aðra bók sem verður væntanlega í samstarfi við annan höfund,“ segir Ragnar. „Ég er afskaplega óöguð í þessu, en eins og Ragnar skrifa ég af því mér finnst það skemmtilegt. Ef maður er ekki áhugasamur um það sem maður er að skrifa þá er gefið að bókin verður ekki skemmtileg,“ segir Yrsa. Hún hefur skrifað barnabækur en Ragnar hefur haldið sig alfarið við að senda frá sér glæpasögur, þótt hann skrifi fleira en þær. „Ég yrki stundum og skrifa smásögur, ætla að skrifa eina núna um jólin,“ segir hann. n Af hverju er til dæmis ekki flokkur innan Íslensku bókmennta- verðlaunanna fyrir glæpasögur eins og fyrir barnabækur? Ragnar Jónasson Yrsa og Ragnar geta verið örugg um að bækur þeirra verði á toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Ekki hægt að hunsa glæpasögur BÆKUR Drekar, drama og meira í þeim dúr Rut Guðnadóttir Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 301 bls. Brynhildur Björnsdóttir Drekar, drama og meira í þeim dúr er sjálfstætt framhald bókarinnar Vampírur, vesen og annað tilfall- andi sem hlaut Íslensku barna- bókaverðlaunin í fyrra. Í þessari bók eru söguhetjurnar þrjár rétt að jafna sig á átökum við skæða vampíru sem saug lífskraftinn úr nemendum skólans þeirra og dáleiddi stærðfræðikennarann til liðs við sig. Þær eru enn góðar vinkonur þótt samband þeirra sé töluvert flóknara en áður enda þær sumrinu bæði eldri og reyndari. Eins og í fyrri bókinni verður yfir- náttúruleg vera á vegi þeirra, nánar tiltekið dreki í Smáralindinni, og mitt í öllum hversdeginum með sínum flóknu úrlausnar- og tilfinn- ingamálum er hann það síðasta sem þær þurfa á að halda. En þetta eru ekki stúlkur sem yfirgefa dreka í neyð sem setur þær í stöðu þar sem þær þurfa að taka á henni stóru sinni til að komast af. Þær mjúkharði gothtöffarinn Rakel, ljúfsnarpa bardagaíþrótta- stelpan Lilja og taugaveiklaði mál- fræðinördinn Milla eiga vel saman í sögu, af því það hvað þær eru ólíkar gefur færi á margvíslegum flækjum og úrlausnarefnum. Sagan er sögð frá sjónarhorni stelpnanna þriggja til skiptis sem er mjög skemmtileg aðferð við persónusköpun, þar sem lesendur fá þá bæði innsýn í þeirra hugarheim og sjá síðan hvernig þær koma öðrum fyrir sjónir sem síðan eykur skilning á því hvernig sam- skipti þeirra, og í víðara samhengi samskipti almennt, geta orðið svo flókin sem raun ber vitni. Þetta er afbragðs unglingabók og nóg um drama. Flókin ástamál og spurningar og efasemdir um kyn- hneigð eru sett fram á áhugaverðan hátt, tæpt er á einelti og þeim áhrifum sem það getur haft og þá eru vangaveltur um sjálfsmynd í sambandi við útlit og hegðun líka til umfjöllunar. Allt gerist þetta inni í þrælskemmtilegum, léttum og spennandi söguþræði og ekki má gleyma því að bókin er með eindæmum fyndin. Drekar, drama og meira í þeim dúr er að mörgu leyti enn heild- stæðari og betur skrifuð en Vamp- írur, vesen og annað tilfallandi, bæði er plottið betur útfært og svo er persónusköpunin þéttari. Enda gefur bókaflokkur höfundi mögu- leika á því að kynnast persónum sínum betur, svo sem margir höfundar, einkum glæpasagnahöf- undar hafa nýtt sér. Fyrir mitt leyti þá hlakka ég til að kynnast þeim stöllum og skrímslaveiðikonum Rakel, Millu og Lilju nánar og þeim óvættum sem á vegi þeirra verða. n NIÐURSTAÐA: Fyndin og vel skrifuð saga um dreka en þó um- fram allt unglingadrama þar sem allt fer vel að lokum. Unglingar, undur og vandamál 40 Menning 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.