Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 7

Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 7
HEILSUVERND 3 hún hefir ekki vit á því að forðast þær hættur, sem baka mönnum sjúkdóma og dauða. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt og sannað, að sjúk- dómar koma af orsökum, sem unnt er að forðast. En í stað þess að hlíta þeim ráðum og ganga þá braut, sem visindin sýna að leiða til heilbrigði, álpumst vér út í fenið og verðum þar sjálfdauð, ef svo má segja. Ég er sannfærður um, að hægt er að komast hjá orsök- um flestra sjúkdóma með réttum lifnaðarháttum. Þetta er það mikilsverðasta, sem ég hefi haft upp úr því að verja hverjum eyri, svo að segja, er ég hefi innunnið mér í fullan hálfan sjötta tug ára, og svo að segja hverri hugsun, í leit að leið út úr ógöngum vaxandi kvillasemi þjóðarinnar, og mestöllu starfi mínu síðan ég tel mig hafa orðið vitandi vits. Ég hefi bakað mér óvild margra manna fyrir það að halda fram þessari sannfæringu minni. En á þá andstöðu lít ég sem andlega nærsýni. Náttúrulæknirinn Hippókrates, sem lifði fyrir fullum 2300 árum, gaf þessi ráð í læknisfræði sinni: Eæðan (þ. e. lifandi fæða) skal vera ykkar lyf, og ykkar lyf skal vera (lifandi) fæða. Höfum vér farið eftir þessum ráðum? Það er nú síður en svo. Vér höfum farið þveröfuga leið og bakað oss sjúk- dóma. Vér étum og drekkum fæðu, sem gerir oss sjúka, og tökum inn eiturlyf, sem valda oss vanheilsu og dauða. Hinn hvíti, menntaði maður (homo sapiens) er nú hvorki vitrari né heimskari en þetta. Menn skilja ekki hinn rétta feril sjúkdómanna. Hann er sá, að vér framleiðum flestalla sjúkdóma með neyzlu dauðrar og ónáttúrlegrar fæðu og fleiri heimskulegum lífs- venjum og tiltækjum. Sannleikurinn er sá, að líkami manna og heilbrigði eru háð ákveðnu lífslögmáli, sem vér verðum að hlíta eða taka við afleiðingunum ella á vort eigið bak. Og þær eru hrörnunarsjúkdómarnir í heild, sem enda oft með krabbameini. Það kemur fram á einum stað fyrst, en er sjúkdómur í öllum líkamanum og verður aldrei læknað

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.