Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 8
4
HEILSUVERND
með eituriyfjum né deyðandi geislum, heldur með líf-
geislum sólarljóssins, sem falla á líkama manna, jafnframt
því sem þeir lífga bæði láð og lög, og þaðan meðtaka jurtirn-
ar þá og gefa þá til heilsuræktar og heilsubóta mönnum og
dýrum. Þannig er maðurinn upp úr moldu kominn. En and-
inn, sem byggir sér musteri úr jurtaleir, hverfur aftur til
sinna heimkynna.
Stofnað hefir verið félag til að berjast gegn krabbamein-
inu. Það hefir safnað fé til kaupa á röntgentækjum til þess
að lækna þennan sjúkdóm. Hvað eru röntgentæki? Þau
framleiða með hávísindalegum hætti drápsgeisla, sem geta
drepið krabbameinsfrumurnar. En um leið veikla þeir allar
heilbrigðar frumur, sem þeir skína á.
f biblíunni segir guð við hina fákænu manneskju: Sjá,
ég gef ykkur allskonar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og
allskonar tré, er bera ávöxt með sæði í. Það skal vera ykk-
ur til fæðu.
En hverjir eru þá hinir bönnuðu ávextir? Vér gætum sagt,
að það sé dauð og deydd fæða. Eg sá um daginn tvær aug-
lýsingar. Á annarri stóð: Drekkið sjóðandi kaffi. I hinni
stóð: Drekkið ískalt kóka-kóla. Hvorttveggja er vænlegast
til að eyðileggja heilsu manna. Svona er mannskepnan vit-
ur, eða hitt þó heldur.
Þar sem nú rétt valin fæða getur ein bjargað og viðhaldið
lífi voru og verið oss lyf, þá ætti val hennar að vera það
ábyrgðarstarf, að læknum einum væri trúað fyrir því, þar
sem ekkert er góðri heilsu æðra né dýrmætara fyrir hvern
einstakling og hverja þjóð. En sjálfir hafa læknarnir löng-
um talið þetta óvísindalegt starf. Þeir eru önnum kafnir
við að lagfæra það, sem sýnilega er bilað í líkama vorum,
smíða nýjar tennur, þegar vér höfum eyðilagt þær með
röngum lífsvenjum, skera kokeitla úr hálsi, skera brabba-
mein og sár úr maga, gefa deyfilyf o. s. frv. Og oft eru unn-
in óbótaverk á heilsu manna með eitri og allskonar lyfja-
gjöf, sem er kallað vísindi. I stað þess að hin sönnu vísindi
eru það að útrýma orsökum sjúkdómanna.