Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 25

Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 25
HEILSUVERND 21 þarf að hagræða þeim a. m. k. tvisvar á dag, ef um nokkurt magn er að ræða, einkum fyrst í stað. Þegar bezt gegnir, eru jurtirnar allt að viku að þorna í hjalli, svo að hægt sé að láta þær í þéttari poka. Sumar jurtir þurfa þó enn lengri tíma til að þorrna, sérstaklega baldursbráin og vallhum- allinn, sem mér finnst nærri ógjörningur að þurrka nema við ofnhita. Og helzt kysi ég þá leið, af þeim, sem ég þekki enn sem komið er, að þurrka allar drykkjarjurtir við hæg- an ofnhita. Það hefi ég gert í viðlögum i seinni tíð, og reyn- ist það margfalt fljótlegra og virðist ekki hafa áhrif á bragð- ið. Þegar jurtirnar eru orðnar svo vel þurrar, að örugt sé fyrir myglu, kemur að því að blanda þeim saman, annað- hvort eftir vigt eða af handahófi. Hefi ég nokkuð notað síðari aðferðina í seinni tíð. Og nú eru hlutföllin allt önnur en í byrjun. Eg verð að láta nægja að geta hér um aðeins eina samsetningu fjögurra algengustu tegundanna, sem ég nefndi í upphafi. Eg blanda jafnan saman einu kílógrammi í einu, og verður blandan sem hér segir: Blóðberg 400 gr., vallhumall 150 gr., rjúpnalauf 200 gr. og ljónslöpp 250 gr. Með þessum hlutföllum ætti drykkur- inn að geta orðið ljúffengur. Eg set allt í eitt ílát og smækka jurtirnar með sauðaklippum. Hræri þeim síðan saman og set þær til geymslu í loftþétt ílát. Með þessar þurrkuðu jurtir er farið eins og venjulegt te, þær settar í pott eða tepott og hellt á þær sjóðandi vatni og látið standa um stund, áður en drykkurinn er fram- reiddur. Lætur nærri, að um eina teskeið eða eitt gramm af hinum þurrkuðu jurtum þurfi í bollann, og betra er að hafa drykkinn ekki mjög sterkan. Hella má oftar en einu sinni á sömu jurtirnar.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.