Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 7

Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 7
HEILSUVERND 67 er að mjög miklu leyti sniðgengin eigin framleiðsla sveita- fólksins. Mælist það eðlilega ekki vel fyrir að taka upp nýbreytni, sem dregur þann dilk á eftir sér, og það því síður, að sveitafólk er í rauninni íhaldssamt um mataræði, jafnvel þótt með sönnu sé hægt að benda á ýms gönuskeið tízkutilbreytni, sem það hefir hlaupið í þeim efnum. Enn má nefna það til, að mjög víða í sveitum er svo strangt áskipað um starfstíma þeirra kvenna, er að matseld vinna, að þeim væri nær ókleift að taka upp tilbreytni í matar- æði vegna eins manns, eða svo, í heimilinu. Mataræðis- breytingin yrði því að ná til alls heimilisfólksins, til þess að geta orðið framkvæmanleg. Má búast við, að það yrði næsta fágætt að allir vildu fylgjast að um slíka nýbreytni, og þá ekki sízt, ef hún væri verulega gagngerð. Af framantöldum ástæðum má það vera ljóst, að ekki horfir byrlega um að sveitafólk hér á landi verði virkir þátttakendur í N.L.F.I., enda þótt félagið gerði sérstakar ráðstafanir til að boða því fræðslu um stefnu sína og kenn- ingar, og kynnti því þá reynslu og árangur, sem fengizt hefir af gagngerðri nýbreytni um matarhæfi hér og annars- staðar. En getur þá N.L.F.I. ekkert gert til þess, að sveitafólk og aðrir, sem líkt er ástatt um, komist eitthvaö áleiðis að því markmiði, sem félagið hefir framundan? Ef leggja ætti sanngjarnt mat á þann árangur, sem nátt- úrulækningastefnan hefir náð hér á landi, síðan hún kom fyrst fram, væri mjög villandi að telja einungis saman þá, sem tekið hafa upp nýtt mataræði. Að vísu er í því til- liti einu hægt að koma tölum við beinlínis, eða mælingum, en árangurinn liggur samt sem áður engu síður — og fyr- ir framtíðina jafnvel miklu fremur — í því, að á síðustu áratugum hefir býsna almennt vaknað ný athygli á því, að fæðuval og matargerð hefði mjög mikla þýðingu fyrir heilsufarið. Fleira hefir að vísu að því stuðlað að vekja þann skilning en áróður náttúrulækningastefnunnar, og má þar helzt til nefna almenna fræðslu um fjörefnainni-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.