Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 8
68 HEILSUVERND hald ýmissa fæðutegunda. Aðalfrumkvæðið að þeirri vakningu, ef svo stórt orð má annars viðhafa enn í þessu sambandi, hefir þó legið hjá N.L.F.I., og ég tel að á þetta verkefni eigi það að leggja mikla áherzlu í framtíðinni, — jafnvel mesta, fyrst í stað, því þá fyrst er að vænta að menn gefi gagngerðari breytingum í lífernisháttum gaum, þegar vitneskjan um mikilvægi fæðuvalsins fyrir heilbrigði og heilsufar er orðin almenn, eða a. m. k. almennari og út- breiddari en nú á sér stað. Þótt almenn fræðsla um matargerð og fæðuval geti jafnt náð til fólks í sveitum og annarsstaðar, hefir sveitafólkið enn nokkra sérstöðu vegna þarfarinnar fyrir heppilega geymslu einstakra fæðutegunda, sem þar eru framleidd- ar. íslenzkt matarhæfi að fornu — eða allt fram um síð- ustu aldamót — hefir hlotið viðurkenningu heilsufræðinga fyrir, eftir atvikum, heppilega geymslu ýmissa matvæla, með súrsun, herzlu, reykingu, og jafnvel gerjun, með tíma- bundinni geymslu. Flest af þessu er lagt niður. Heppileg sýr- ing mjólkur, eða mjólkurafurða, svo sem áður var í ,,brotnu“ skyri eða smjöri, er næstum horfin. Þar með þá einnig geymsla annarra matvæla í mjólkursýru, því að al- gengast mun t. d., að slátur sé geymt í þeirri sýru, sem í því myndast sjálfu, en hún er allt annars eðlis. Þá er hert fiskæti næstum skoðað sem munaðarvara, eða getur að m. k. hvergi talizt neinn þáttur í daglegri fæðu, svo sem áður var. Gerjun í fiski (þ. e. útihangnum) er ekki næsta mikið útbreidd geymsluaðferð, þar sem völ er á öðru nýrra. Er þó gamalt mál, að slíkur fiskur sé auðmeltari en nýr, og þekkt mun það hafa verið áður að geyma kjöt á sama hátt úti, í líkingu við það, sem Færeyingar gera enn í dag. I stað þessara eldri geymsluaðferða matvæla hafa svo komið söltun, niðursuða og frysting á kjöti og fiski. Mjólk- ur er að sönnu neytt nýrrar, og til þess eru reyndar góð skilyrði í sveitum, en við flutning og geymslu, þó ekki skipti mörgum dægrum, tapar hún óefað töluverðu af holl- ustugildi sínu. Vitanlega er það hvergi nærri nægilega

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.