Heilsuvernd - 01.09.1952, Side 9

Heilsuvernd - 01.09.1952, Side 9
HEILSUVERND 69 rannsakað mál, um hve mikið gildistap þar er að ræða, og sama máli gegnir um gildistap matvæla við mismunandi geymsluaðferðir, sem almenningur telur sér trú um að sé „fyrsta flokks“, eins og frysting og niðursuða. Efnagrein- ingar, með venjulegum aðferðum, hafa nær ekkert gildi, þessu til svars eða úrlausnar. Úr því yrði bezt leyst með fóðrun tilraunadýra á geymdum matvælum, með saman- burði við fóðrun á þeim alveg glænýum. Sennilega mundi það kosta allmikið fé að gera umfangsmiklar og ábyggi- legar tilraunir með þeim hætti, en það er verkefni, sem væri samboðið N.L.F.I., að sýna og sanna, með órækum tilraunum, hve mikið tapast af upprunalegu gildi fæðu- tegunda, eftir því hvaða aðferðum er beitt við geymslu þeirra, eða varðveizlu, suðu, og alla tilreiðslu, þangað til þær eru á borð bornar. Niðurstöðurnar af slíkum rann- sóknum mundu vafalaust vekja athygli, og víst er um, að menn láta miklu fremur skipast í skoðunarhætti sínum af áþreifanlegum dæmum, en almennum fortölum. Að sjálfsögðu þyrftu slíkar tilraunir að ná til fleiri mat- vælategunda en innlendrar framleiðslu. T. d. væri ekki vanþörf á að rannsaka, með slíkum hætti, neyzlugildi (rétt- ara sagt: lífsþrifagildi) aðfluttra og malaðra kornvöru- tegunda, sem oft eru geymdar og legnar, og bera þær nið- urstöður saman við gildi sömu tegunda, nýmalaðra, o. s. frv. Verkefnin eru óþrjótandi í þessu tilliti, og úrlausn þeirra hefir svo almenna þýðingu fyrir þjóðina, að það virðist engin fjarstæða að ætlast til, að lagt yrði allríflegt fjárframlag af almannafé til svo mikilsverðra rannsókna, þótt félagsskapur eins t. d. N.L.F.I. hefði þær með höndum og stæði ábyrgt af framkvæmdum þeirra. Enginn skilji orð mín og uppástungur í framangreindu máli svo, að í þeim liggi tillögur um, að N.L.F.Í. hverfi frá þeim kenningum og stefnu, sem það hefir áður borið fram, eða slaki á kröfum þeim, sem það hefir haldið uppi um fyllstu hollustuhætti í mataræði. Hér er einungis lagt til, að það starfi jafnframt á breiðara grundvelli, nái þannig

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.