Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 12

Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 12
72 HEILSUVERND ríkiskössum kærkomnar tekjur. Þá skortir og eigi ísmeygi- legan áróður og auglýsingar í ýmsum myndum. Opinberar skýrslur sýna, að heildaruppskera tóbakslaufs um heim allan var árið 1948 um 3,3 milljónir tonna, en það gefur lítið eftir hveiti- eða maísuppskeru sama árs. Englending- ar flytja árlega inn tóbak fyrir um 130 milljónir punda. En innflutningurinn til Islands var árið 1950 rúmra 9 milljóna króna virði og hefir farið ört vaxandi á síðari ár- um, einkum sígarettur. Og svona mætti lengi telja. Tóbaksjurtin er einær jurt. Einnig eru til fjölær afbrigði, sem vaxa í hitabeltinu, en tekizt hefir að rækta í tempruðu beltunum. Hún er af svonefndri náttskuggaætt (Solanac- eae), en það er mjög merk jurtaætt, sem til teljast ýmsar gagnmerkar lyfjajurtir, svo sem belladonna, einnig nytja- jurtir eins og kartöflur og tómatar. Eins og margt annað, bæði gott og vafasamt, er tóbakið gjöf „Nýja heimsins“ til hins gamla. Frumheimkynni hennar er eyjan Tobago, ein af Antillaeyjunum við Mexikóflóa. Þegar Columbus fann Ameríku seint á 15. öld, var tóbaksnotkun útbreidd meðal Indíána þar, sem bæði tuggðu, reyktu og tóku í nefið. Síðan fluttu fyrstu ferðalangarnir að vestan tóbakið heim með sér til Spánar í byrjun 16. aldar. I fyrstu var því ekki mikill gaumur gefinn, var aðallega notað til lækn- inga við hinum ólíklegustu kvillum. Sá hét Jean Nicot, franskur stjórnmálamaður og sendiherra á Spáni, er fyrst- ur flutti tóbakið til Frakklands, um 1560, og stuðlaði að útbreiðslu þess þar í landi, aðallega til lækninga. Meðal annars ráðlagði hann ekkjudrottningunni Katharinu af Medici að taka í nefið, og varð það til þess, að neftóbak varð móðins þar í landi. Linné skírði tóbaksjurtina eftir Nicot og nefndi hana Nicotiana Tabakum, og þegar eitrið, sem er úr flokki þeirra efna, er nefnast alkaloið, síðar fannst, um 1828, var það nefnt Nikotin. Til Englands barst tóbaksnotkunin með Sir Walter Raleigh, skáldi og flota- foringja Elísabetar I., og sjómönnum hans. En hann hafði

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.