Heilsuvernd - 01.09.1952, Side 13

Heilsuvernd - 01.09.1952, Side 13
HEILSUVERND 73 kynnzt tóbaksnautninni, reykingum úr leirpípum, í Virgi- níu, sem hann fann fyrstur hvítra manna. Þrátt fyrir öfluga mótspyrnu ríkja- og kirkjuhöfðingja, sem hótuðu limlestingum, dauða og jafnvel Helvíti, breidd- ist tóbaksnotkun smámsaman út meðal almennings og hefir nú náð slíkri útbreiðslu, að fátt er sambærilegt, nema helzt bílar, útvarp og kvikmyndir. Enda er tóbak jafnvin- sælt og eftirsótt af hvítum mönnum og svörtum, gulum og rauðum, um víða veröld. Nú er tóbakið ræktað víða um heim, allt norður til Danmerkur; mun jafnvel hafa verið gerð tilraun til að rækta tóbak hér á landi — í gróðurhúsum. Hér á landi hefir tóbak verið almennt síðan á 17. öld og bæði tuggið, tekið í nefið og reykt úr pípu. Oft voru menn í vandræðum vegna tóbaksleysis, og var þá drýgt með ýmsu, t. d. sortulyngslaufi og mosa. Tóbakskarlar tuggðu tjörukaðal og sótsnæri í vandræðum, og fólk tók mulinn fúa og annan óþverra í nefið. Saga er til um karl einn og kerlingu hans, sem bæði notuðu mikið tóbak. Karl- inn tuggði, en kerlingin reykti. Þegar karlinn var búinn að tyggja mesta kraftinn úr tuggunum, tók kerlingin þær og þurrkaði, reykti þær síðan úr stuttri járnpipu. Síðan tóku þau öskuna í nefið. Þegar farið var að baða fé úr tóbaksseyði við fjárkláða, notuðu margir baðtóbak, hinn mesta óþverra, þegar ekki var á betra völ. Nú eru sígarettu- reykingar algengasta tóbaksnotkunin, a. m. k. meðal yngra fólks, karla jafnt sem kvenna, og hefir neyzla þeirra farið svo ört vaxandi hin síðari ár, að furðu sætir. Hér á landi mun fyrst fara að bera á sígarettureykingum um og eftir fyrra stríðið, 1914—18, en almenn og vaxandi neyzla þeirra verður fyrst um og eftir hið síðara stríð. Jafnframt tíðkast sá siður — eða öllu heldur ósiður — að sjúga reykinn ofan í lungun. Við efnagreiningu reyksins úr 100 grömmum af venju- legu amerísku sígarettutóbaki hafa fundizt m. a. þessi efni: Nikótín 1,165 gr, eða um það bil helmingur þess, sem er í tóbakinu, áður en því er brennt — annars er tóbak all-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.