Heilsuvernd - 01.09.1952, Side 14
74
HEILSUVERND
mismunandi sterkt, þ. e. inniheldur mismikið nikótín, og
fer það eftir tegundum og meðferð; kolsýrlingur 410 milli-
lítrar — kolsýrlingur er banvæn lofttegund, sem myndast
við ófullkominn bruna; arsenik, einnig hættulegt eitur;
ammoniak, sem með öðru veldur reykingaremmu í hálsi;
dálítið af blásýru; svonefndir pyridinbasar, ýmsar hvikular
olíur o. fl. Ennfremur metan, methylamin og tréspíritus.
Nikótín er með allra sterkustu eiturefnum, sem þekkjast.
Eituráhrif þess á hina ýmsu vefi og líffærakerfi líkamans
eru bæði margvísleg og margbrotin og raunar ekki fylli-
lega könnuð enn, þrátt fyrir allrækilegar rannsóknir. Talið
er, að 60—100 milligrömm af nikótíni sé banvænt fullorðn-
um karlmanni, gefið í æð. K. O. Möller telur banaskammt
enn lægri, 20—50 mg. I sígarettu úr einu grammi af tóbaki
með 2,2% nikótíninnihaldi, sem er algengast, eru því um 22
mg af nikótíni, þ. e. a. s. að 3—4, eða aðeins 1—2 sígar-
ettur innihalda banvænan skammt, og í venjulegum vindli
er tvöfaldur banaskammtur, ef gefið væri í æð. En þegar
reykt er, eyðileggst nokkuð af eitrinu við brunann. Reyk-
ingar eru nokkurskonar þurr eiming, þ. e. a. s. að föst efni
breytast í lofttegundir. I glóðinni, þar sem hitinn er mest-
ur, eyðast um 25% af nikótíninu. Nokkuð berst burt méð
reyknum beint frá glóðinni, 20—25%. Nokkuð af
því, sem þá er eftir, síast úr reyknum á leið
hans gegnum sígarettuna, vindilinn eða tóbakið og
sósuna í pípunni; því verða vindlar og sígarettur
því sterkari, sem meira gengur á þá, og ætti aldrei að
reykja þá til fulls. Það, sem eftir er, berst til munnsins, og
verulegur hluti þess, um 60%, síast inn í líkamann, ef ekki
er reykt ofan í sig, sem kallað er, en mestur eða allur
hlutinn, um eða yfir 90%, sé það gert. Neftóbak og munn-
tóbak innihalda minna nikótín en reyktóbak, því að tóbak-
ið er ,,afvatnað“, áður en þær tegundir eru búnar til. Nikó-
tín það, sem síast upp í líkamann úr reyk, frá nef- eða
munntóbaki, berst með blóðinu um allan líkamann og hefir
margvísleg, en yfirieitt heldur óheillavænleg áhrif á flest