Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.09.1952, Blaðsíða 16
76 HEILSUVERND „hjartaslagi", er það langoftast af lokun á kransæð, og tó- bakið á oft drjúgan þátt í slíkum dauðdaga.*) Miklir reykingamenn eru oft fölir yfirlitum vegna sam- dráttar æða í húð. Einnig kólnar húðin. Æðar í fótum drag- ast saman, og er það talið a. m. k. meðverkandi orsök til sjúkdóms í æðakerfi ganglima, sem leitt getur til dreps í tám og fótum, vegna blóðrásartruflana (Burgers sjúkdómur). Hendur og fætur kólna oft til óþæginda, stundum jafnvel skemmda, enda má með sérstökum aðferðum, svonefndri pletysmografi, sýna fram á, að æðar í höndum dragast greinilega saman við það að reykja aðeins eina sígarettu, og helzt sá samdráttur í 1/4 — 1/2 klukkutíma. Er vert að hafa þetta í huga í kulda. Enda er það margreynt, að hættu- legt getur verið að fá sér þó ekki sé nema eina sígarettu fyr- ir menn, sem hafa kalið á höndum eða fótum. Blóðrásin er þá mjög léleg, og ein sígaretta getur tekið fyrir þann litla blóðstraum, sem höndin eða fóturinn lifir á, svo að afleið- ingin verður drep í limnum. Það veldur áköfum samdrátt- um, jafnvel krömpum í æðum í maga, þörmum og ristli. Það torveldar starf nýrnanna og getur valdið varanlegum skemmdum á þeim, vegna blóðrásartruflana. En hjá kon- um, sem reykja, geta áhrif tóbaksins náð lengra. Ef konan er með barni og reykir til muna, er hætt við, að æðar legs- ins herpast saman og þrengist. Konan þarf ekki að verða veik af því, en búast má við, að næring barnsins, sem hún gengur með, líði við það. Þroski þess getur truflazt og barn- ið því fæðst atgerfisminna en ella, þ. e. ef konan hefði ekki reykt. Með reykingum spillir konan því ekki aðeins sinni eigin heilsu, heldur einnig framtíðarmöguleikum barnsins síns. (Niðurlag í næsta hefti). *) Um þetta eru mjög skiptar skoðanir meðal vísindamanna. Sum- ir (Dungal, Pawinski 1914 ) fl.) fullyrða, að þessu sé svo farið, sem hér er lýst, en aðrir (K O. Möller 1946, E. Warburg 1946 o. fl.) draga í efa, eða telja a. m. k. ósannað, að tóbakið eigi nokkurn veru- legan þátt i því að flýta fyrir æðakölkun í kransæðum eða annars- staðar, nema veila sé fyrir i æðunum, eða um ofnæmi fyrir tóbaki sé að ræða, þótt það valdi samdráttum i æðum og geti þannig m. a. orsakað hjartakvöl (angina pectoris). Br. D.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.