Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 17
HEILSUVERND
Lífsvenjubreytingar í sveitum
I ágætri grein hér í heftinu drepur Jón Gauti Pétursson
frá Gautlöndum á ýmsa annmarka, sem tefja fyrir því, að
kenningar náttúrulækningastefnunnar fái hljómgrunn hjá
fjöldanum, einkum í sveitum landsins. Jafnframt bendir
hann á leiðir til að opna augu almennings og sannfæra
menn um gildi þessara kenninga og yfirburði náttúrlegra
fæðutegunda fram yfir ýmis algeng matvæli, þ. e. saman-
burðar-fóðrunartilraunir. Gætu þær einnig gefið upplýs-
ingar um gildi geymsluaðferða, sem vissulega er þýðingar-
mikið rannsóknarefni hér á landi. Um þessar athyglisverðu
ábendingar skal ekki rætt hér að sinni, heldur vikið nokkr-
um orðum að erfiðleikum þeim, sem höfundur telur aðal-
þröskuldinn fyrir lífsvenjubreytingum sveitafólks.
I sambandi við heilnæma lifnaðarhætti kemur margt
fleira til greina en neyzla grænmetis eða ávaxta. Um þetta
segir svo í hinni nýútkomnu Matreiðslubók N.L.F.f.
(bls. 57):
ÞaS er hinn mesti misskilningur, aS aSalmarkmiS náttúru-
lækningastefnunnar sé aS útrýma kjöti og fiski af matborSum al-
mennings. AS þvi er mataræSiS snertir, berst hún fyrst og fremst
gegn hvítum sykri og hvítu hveiti, ennfremur gegn hverskonar
óþarfri eySileggingu næringarverSmæta, gegn slcaSlegu kryddi,
áfengi, tóbaki, kaffi og öSrum skaSlegum nautnalyfjum. Hún
hvetur til aukinnar neyzlu grænmetis og garSávaxta, til hrein-
lætis, útivistar, hæfilegrar hreyfingar og áreynslu og annarra
hollustuhátta i daglegu liferni. Og hún fullyrSir, aS auSvelt sé
meS réttum lifnaSarháttum, sem flestum er i lófa lagiS aS taka
upp eSa nálgast mjög, aS lifa sjúkdómalausu lífi til hárrar elli.
Þessd boSskapur á sannarlega erindi til ibúa sveitanna ekki síSur
en annarra. Og þar eru skilyrSi miklum mun hagstæSari en i kaup-
stöSum. Þar er loftiS hreinna, vinnan heilnæmari, allskonar skaS-
leg áhrif og freistingar fjarlægari. Þar hafa menn á borSum mjólk-